<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

Ég þoli ekki að vera bíllaus í vinnunni þegar það eru laukbökur í matinn. Mötuneyti sökka.

Það var víst einhver gaur í kastljósinu í vikunni sem var með anorexíu. Hann var 183 eða 4 á hæð og 54 kíló. Ég er sem sagt 4-5 sentrimetrum og einu kílói frá því að vera anorexíusjúklingur. Samkvæmt Doktor.is er ég líka vannærður (BMI 17). Ég held að gaurarnir á PizzaHöllinni á Austurströnd viti betur.

Búinn að vera duglegur síðustu daga. Svo duglegur að ég hef engan tíma haft til að blogga hérna. Þið fáið bara high lights í staðin:
Sunnudagur
Losaði kúplinguna og reyndi að losa vélina af gírkassanum. Eftir að hafa hamast á þessu í marga klukkutíma varð ég að hætta án þess að hafa tekist svo mikið sem að klára það sem ég hafði ætlað mér að vera búinn með á föstudagskvöldinu. Á heildina litið var þetta arfaslök helgi hjá mér, enginn árangur í SAABinum, ég bíllaus fyrir vikuna og allt í bulli.
Mánudagur
Vinna klukkan sjö. Pabbi þurfti líka að mæta sjö þannig að ég gat fengið far með honum. Ágætis dagur í vinnunni. Það voru online prófanir á nýjustu uppfærslunni á fdps sem þýðir að ég sat aðalega og spjallaði við vinnufélagana. Sem er gott. Var búinn í vinnunni, klukkan 17. Hitti þá pabba aftur og fór með honum og Guggu frænku (systur pabba) í Ingavar Helgason og Bílheima að sækja bílinn hennar og kíkja á aðra bíla. Djöfull eru Bílheimar ekki að standa sig sem SAAB umboð. Þeir eru ekki búnir að vera með nýjan SAAB inni á gólfi hjá sér síðan í fyrra haust. Ömurlegt.
Síðan heim í kvöldmat og loks í skúrinn aftur. Náði loks vélinni af gírkassanum þegar ég var búinn að rífa allt af henni og finna tvo bolta til viðbótar bak við kasthjólið. Þreif síðan vel bolta gatið með forskrúfuðu gengjunni og steypti upp í það með tveggjaþátta málmsteipu.
Þriðjudagur
Svaf yfir mig á seinni prófanadeginum, og var ekki mættur fyrr en einum og hálfum tíma eftir að það var byrjað. Ekki sniðugt að hamast í bílnum fram yfir miðnætti þegar maður þarf að vera mættur hálf átta. Vann til sjö og fór þá beint á karate æfingu. Borðaði kvöldmat í sjoppunni fyrir utan Laugardalslaugina og svo beint þaðan út á nes að sýna Lucas stjörnukíkinn. Eins og svo oft í norðanáttinni var hávaða rok úti á nesi, á meðan það var hægviðri inni í Reykjavík. Skyggni var þó ágætt og gátum við skoðað Albireo, Hringþokuna í Hörpunni, Sjöstirinið, Alcor og Mizar, og gerðum heiðarlega tilraun til að skoða kúluþyrpinguna í Herkúlesi, en hún var of lágt á lofti fyrir sjónaukan. Þessi sjónauki (JMI NGT-18) er alveg meiriháttar, en staðsetningin á honum, er að sama skapi ömurleg. Ljósmengunin á höfuðborgarsvæðinu versnar með hverju árinu sem líður. Hafandi nærri aldrei skoðað stjörnurnar annarstaðar en í Valhúsaskóla gerði það að verkum að ég tók ekki svo mikið eftir því hvað hún var orðin mikil. Eða reyndar tók ég alveg eftir því að hún var mjög mikil, en ég bara áttaði mig ekki á því hvað hún er rosaleg. Ég þori að veðja að ljósmengunin hér er engu minni en í New York, eða öðrum álíka stórum borgum. Þegar ég var á Hróarskeldu hátíðinni í sumar tók ég eftir því hvað himininn er mikið dekkri þar, þrátt fyrir að þetta sér 250.000 manna bær. Þegar við vorum að fara lét ég Lucas skrifa í gestabókina eins og er venjan. Þeir síðustu sem höfðu skrifað í bókina var hópur frá USofA sem kom í vor til að sjá hringmyrkvan, og höfðu allir skrifað hvaðan þeir voru aftan við nafnið sitt. Lucas hermdi þetta því eftir þeim og bætti aftan við nafnið sitt Torino, Itali; Internationale. Ástæðan fyrir því að hann skrifaði Internationale var, sagði hann, að þrátt fyrir að hann væri ítalskur í húð og hár, þá væri hans menning og hans upplifun á heiminum miklu alþjóðlegri en það, og hann lítur á sig miklu frekar sem Jarðarbúa en Ítala. Þetta fynnst mér vera heilbrigt viðhorf, ekki vera að einskorða sig við eitthvað eitt land og segjast vera eitthvað sérstaklega tengdur því bara af því að maður er fæddur þar. Fleiri mættu taka þetta viðhorf sér til fyrirmyndar (Ísraelar t.d.!). Þar sem klukkan var orðin alltof margt til að vinna eitthvað í SAABinum fór ég bara beint í bólið.
Miðvikudagur
Vaktafrí. Svaf til hádegis. Vaknaði með hausverk vegna koffein fráhvarfseinkenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig. Ef ég drekk ekkert kaffi (eða kók) eftir kvöldmat og sef svo til hádegis, þá er ég kominn með fráhvarseinkenni. Djöfulls eitur er þetta. *sötrar kaffi* Fékk lánaðan bílinn hjá pabba til að fara í Ísól og kaupa 6,8 mm bor til að bora í gatið sem ég steypti upp í á mánudaginn. Keypti líka nýjan 12 mm topp, en ég týndi hinum þegar ég reyndi að losa upp á bankskynjaranum á Selfossi um daginn. Toppurinn datt af framlengingunni og vélin var alltof heit til að ég gæti náð í hann (þrátt fyrir margar tilraunir. Ég var eins og þrjósk rotta í Skinnerbúri sem fær alltaf raflost þegar hún reynir að ná í matinn. "Djöfull, ég missti toppin. ÁÁi! ég brenndi mig!, hey toppurinn minn, Áááwww þetta er vonnt...). Mér gekk svo mjög vel að bora og snitta gatið, þreif síðan samskeitin milli gírkassa og vélar mjög vel, skellti pakningakítti á milli og skrúfaði allt saman. Á með kasthjólið, setti gengju lím á boltana fyrir það og fékk meira að segja tork mæli lánaðan og átaksmældi alla boltana. Var svo ánægður með dagsverkið að ég skellti mér bara í bíó um kvöldið. Fór að sjá Kill Bill, með Birki. Við vorum að vísu svo seinir að ég gleymdi að heimta að fá að borga bara hálft verð. Mér finnst að maður eigi bara að borga hálft verð þegar maður fær bara að sjá hálfa mynd. Ég verð víst bara að neita að borga inn á seinni hlutann þegar hann kemur. Lít bara á þessa mánuði sem líða í millitíðinni sem langt hlé. Birkir skutlaði mér svo heim um kvöldið. Fórum aðeins að kjafta í bílnum fyrir utan heima, ég var að segja honum planið með SAABinn fyrir morgundaginn: Festa startarann, porta pústgreinina, setja vélina í og... NEEEEIIIIIIIIIIII! Það var semsagt hér sem ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt að setja rörið sem dregur olíuna upp úr pönnunni inn í vélina, í þegar ég setti vélina saman. Megnið af dagsverkinu var sem sagt til einskis ég myndi þurfa að byrja á að taka allt í sundur aftur um morguninn. ARRRrrrghh! Ég tók svo gleði mína á ný þegar ég lagðist í baðið með ískaldan bjór í hendinni. AAAhhhh. Allt var gott á ný :-)
Fimmtudagur
Einnig þektur sem Ofurdagur (eftir daginn í dag) eða Óskadagur. Byrjaði á að rífa vélina aftur í sundur, setti helv!7!$ olíurörið í, þreif allt upp á nýtt. Setti aftur kítti á milli, skrúfaði saman (ekkert verið að átaksmæla núna sko, bara saman með draslið!), kasthjólið á. Startarinn fylgdi í kjölfarið. Skaust út á bensínstöð og keypti kælivökva og tork. Boraði burt stóru ljótu fyrirstöðuna í pústgreininni (þetta er sko performance SAAB!) þreif svo greinina vel með vírbursta og heitu vatni. Á með hana. Túrbínan kom svo í kjölfarið. Vélina í kranan, lyfta og skella niður á mótorfestingarnar (ekki alveg jafn auðvelt og það hljómar, en Birkir var kominn þarna og hjálpaði mér). Skrúfaði allar mótorfestingarnar fastar (annars væru þetta engar festingar). Henti svo alternatornum í og tengdi hann og startaran. Heim að sofa klukkan 11 enda vinna klukkan sjö daginn eftir. Mjög ánægður með daginn, nema hvað ein legan á vinstri driföxlinum datt í sundur svo ég verð að skipta um hana. En það gerir ekki mikið til því ég á nokkrar aðrar til vara. Fattaði einnig seint og um síðir að ég hafði gleymt Esperanto námskeiðinu sem ég er á. Verð að senda Baldri email og biðjast afsökunar á þessum dónaskap og fá líka hjá honum heimavinnuna fyrir næsta tíma.

Og þar hafið þið það. Í kvöld er svo ætlunin að setja kúplinguna í og koma bílnum niður á bæði hjólin. Ef vel gengur getur verið að ég setji líka vatnskassan og byrji að pæla í fráganginum á millikælinum. Kemur allt í ljós.

laugardagur, október 25, 2003

Eyddi deginum og kvöldinu í að taka vélina úr SAABinum, fattaði svo um leið og hún var komin á gólfið að ég hafði gleymt að losa kúplinguna. Verð því að byrja morgundaginn á að lifta vélinni aftur ofan í vélasalinn til að geta tengt kúplinguna við dæluna og þannig losað hana af. Er þreittur núna og er farinn í rúmið (kemur svo í ljós hvort ég get sofnað eða ekki).

Þetta er búin að vera erfið vika. Það er búið að vera soldið mikið að gera í vinnunni, var að kenna á þriðjudag og fimmtudag. Töluvert álag sem fylgir því að vera að kenna vinnufélögunum. Þessi vika er samt fyrst og fremst búin að vera erfið af því að ég hef átt ótrúlega erfit með að sofna á kvöldin. Ég hef reyndar átt frekar erfitt með að sofna á kvöldin frá því ég var 5 ára og foreldrar mínir ákváðu að ég væri orðinn alltof gamall til að vera með snuð. Snuðið fór því, og ég hætti að sofna á kvöldin. Síðasta vika hefur samt verið óvenju slæm. Ég hef verið að sofna á bilinu hálf tvö til hálf fjögur og verið að fara í vinnuna ýmisst klukkan átta eða níu. Eftir heila viku af því er maður orðinn drullu þreittur. Á fimmtudagskvöldið var ég svo orðinn rauðeygður og leið ömurlega, þannig að mamma heimtaði að láta mig frá svefntöflu. Ég var nú ekkert á því að taka svoleiðis eitur (fullt af fólki sem drepur sig með svefntöflum. Ég er ekkert í svoleiðis pælingum... ekki núna). Ég var svo kominn upp í rúm um kl. 23. Á miðnætti ákvað ég að taka bara helvítis töfluna. Ég leit síðast á klukkuna klukkan 1, ekkert mjög öflug þessi pilla. Helgina ætla ég svo að nota í að laga marg um talaða olíulekan á vélinni. Er búinn að fá vélatjakkinn aftur lánaðan og ekkert því til fyrirstöðu að byrja. Einn kaffi bolla í viðbót og svo dríf ég mig af stað.

fimmtudagur, október 23, 2003

GEISP, alltof þreittur. Augnlokin of þung. Verð... að .... vaka. ... Má ...ekki ...sofna ... í vinnunni... Verð ... að... vaaaaaa......

mánudagur, október 20, 2003

Við Nóni kláruðum intercoolerinn (lesist: Nóni kláraði intercoolerinn), en þar sem þetta tók töluvert lengri tíma en ég hafði gert mér grein fyrir þá fórum við ekki í neitt fleira. Stefnan er svo að setja hann í á morgun. Það er ekki komin nein mynd af kælinum á netið ennþá, en ég verð að segja að þetta er listasmíði hjá drengnum. Mæli með strákunum í Stálnaust í Garðabænum ef þið þurfið að láta smíða eitthvað fyrir SAABinn ykkar (þið eruð á SAAB, right?). Jæja hef ekkert fleira að segja í bili. Bæjó!

sunnudagur, október 19, 2003

Ég neyðist víst til að taka vélina úr SAAbinum aftur. Þessi olíuleki er bara alltof alltof mikill. Bílastæðin heima og í vinnunni orðin öll útsóðuð í olíu. Ætla að nota vaktafríið á morgun og hinn í verkið. Það er víst hægt að kaupa gengjur í svona sílindrum, maður borar bara út gamla gatið og lemur svo nýjar gengjur ofaní. Ætli maður eigi ekki að setja locktite eða eitthvað svoleiðis líka? Ég vona að þetta gangi allavegana. Hundleiðinlegt að sóða svona út um allt. Í kvöld fer ég svo til Nóna, hann ætlar að klára intercoolerinn og hjálpa mér að koma honum í SAABinn. Ég ætla líka að reyna að misnota aðstoðina frá honum og fá hann til að hjálpa mér að finna út úr þessu boost vandamáli sem hefur verið að hrella mig undanfarið. Ekkert gaman að vera bara í 0,3-4 börum þegar maður á að vera í 0,8.

þriðjudagur, október 14, 2003

Afhverju vilja vinnufélagar mínir bara hlusta á Létt 96.7 á næturnar? Hvað er með það? Er alveg víst að allir í centrinu fíli þennan óbjóð? Ég var sem sagt á næturvakt í nótt, og þá var eins og venjulega kveikt á Létt. En þar sem ég er nú afskaplega geðgóður, þá get ég alveg látið mér linda það, á meðan þetta er bara lágt stillit í bakgrunninum. Þetta var ekki lágt stillt í bakgrunninum í nótt. Sá sem kveikti á þessu var með eitthvað thing fyrir R&B og hækkaði alltaf útvarpið upp úr öllu valdi þegar einhver lög sem hann var að fíla voru spiluð. Spurði hann mig hvort mér væri sama? Nei. Hefði honum verið sama ef ég hefði verið fyrri til, sett Slayer á fóninni og skrúfað í botn? Ég held nú ekki. En svo er ég nottla svo mikill aumingi að ég bað hann ekki svo mikið sem lækka aðeins í þessu, heldur leifði honum að taka mig í þurran analin. Nú heldur hann sjálfsagt að ég fíli þetta geðveikt og á eftir að blasta þessu enn hærra næst þegar við lendum saman á næturvakt. Ég held ég þurfi að fara að taka með mér Ghettoblasterinn á næturvaktirnar. Koma af stað svona tónlistar skæruhernaði í centrinu. "I know why your prayers will never be answered! God hates us all!" ...og svo labbar flughræðslunámskeið inn í centre. MUHAHAHAHA.

Annars fann ég gömlu myndavélina hans afa inni í skáp hjá ma og pa. Þar í voru meðal annars tvær áteknar filmur. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi spenntur að sjá hvað er á þeim, þetta eru ábyggilega að minnsta kosti 15 ára gamlar filmur. Afi var ekkert að taka myndir síðustu árin, enda hafði hann ekki heilsu til. Ég á svo líka sjálfur tvær svarthvítar filmur sem ég þarf að fara að framkalla, þær eru líka ábyggilega um 5-7 ára gamlar. Ég held ég fari að kaupa framköllunar vökva og drífi mig í að framkalla þetta. To be continued...

mánudagur, október 13, 2003

Djöfull er ég latur að uppfæra þessa síðu. Ég á ábyggilega ekki eftir að endast fram að jólum, en við sjáum til. Jóhann frændi kom óvænt til landsins í gær. Hann er í viku fríi frá skólanum og ákvað að skella sér í heimsókn til Íslands. Hann hefur ekki komið hingað síðan haustið 2000 og var kominn með samviskubit yfir því. Ætli hann geri sér grein fyrir því að hann er núna búinn að búa í Svíþjóð í 15 ár, og ég hef aldrei komið í heimsókn til hans? Verð að fara að drífa mig þangað. Slá tvær flugur í einni ferð, heimsækja ættingja mína í Linköping og skoða SAAB og Volvo söfnin í Trollhättan (og kaupa mér einhverja performance parta í SAABinn:). Af SAABinum er annars allt ágætt að frétta, hann virðist vera að eyða aðeins minna bensíni með nýju vélinni þrátt fyrir aggresívan akstur. Ég á ennþá eftir að fá bremsuljósin til að virka, en að öðruleiti virkar allt eins og það á að gera. Svo er eftir að reyna að þétta pakkninguna milli gírkassans og blokkarinn, hann lekur ennþá alltof mikilli olíu til að ég geti komið honum í gegnum skoðun. Einn boltinn þar á milli er forskrúfaður og ekki hægt að laga það alminnilega nema rífa vélina og gírkassan úr og taka allt í sundur. En þar sem ég nenni því engan veginn ætla ég að reyna einhverjar aula viðgerðir fyrst. byrja á að prufa að klína á þetta pakkninga lími og sjá hvort það þétti ekki nógu vel til að stoppa lekan. Ætla að reyna að komast hjá því að taka vélina úr þangað til ég er tilbúinn með aðra vél, eða þá tilbúinn að leggja SAABinum nógu lengi til að geta tekið þessa alveg í gegn.

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég svaf yfir mig í morgun, annan daginn í röð. Það er fátt ömurlegra en að vera vakinn af símanum... annan daginn í röð. Maður fattar strax að maður er búinn að sofa yfir sig, og svo þarf maður að svara í símann og láta segja sér að maður eigi nú að vera mættur í vinnuna. Helvítis. Svo þegar ég mætti loks í vinnuna, þá kemur í ljós að intranetið er niðri og ég get hvort sem er ekkert unnið, og væri best geymdur sofandi heima. Jæja, ég dunda mér þá bara við að gera Esperanto æfingarnar fyrir kvöldið. Ekkert betra við tímann að gera hvort eð er.

Eitt í viðbót, veit einhver hvernig ég get losnað við þetta leiðinlega bil milli blogg textans og commenta linksins?

miðvikudagur, október 08, 2003

Lærið stafrófið.

Helvíti er að þurfa að edita texta með vi. vi er óvinur minn.

laugardagur, október 04, 2003

Þegar ég var að koma í vinnuna í gær hennti nýja dekkið mitt stórum steini upp í hjólaskálina. Steinninn kastaðist einn eða tvo hringi í skálinn og var svo horfinn. Steinninn var ekki steinn. Steinninn var annar af tveimur boltum sem halda bremsunum á sínum stað á vinstra framhjólinum. Um kvöldið var ég á rúnntinum með Birki vini mínum. Við vorum að koma að gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, ljósin voru að verða gul en ég ætlaði nú samt yfir, en rétt í því var sjúkrabíll að nálgast gatnamótin með blikkandi ljós og sýrenur. Ég bremsaði því frekar rösklega til að vera stopp fyrir gatnamótin og hleypa sjúkrabílnum yfir. Þá komu þessir ægilegu skruðningar og læti frá vinstra framhjólinu. Mér nottla dauðbrá og þegar ljósin urðu græn aftur keyrði ég lúshægt inn á bílastæðið hjá Kringlunni, allan tíman heyrðist ógeðslegt surg hljóð frá bremsunum. Við rifum svo dekkið undan og sáum þá að rykhlífin utan um bremsudiskinn var beigluð inn að disknum og drógst með honum. Ekkert mál, við beygluðum hann bara til baka, skelltum dekkinu undir og brunuðum af stað. Og viti menn, allt í besta lagi. Það var svo á Kringlumýrarbratuinni á leiðinni til Birkis að ég var eitthvað að gefa SAABnum og þurfti því að bremsa soldið rösklega aftur. Þá komu svona líka rosalegur hávaði, og í þetta skiptið fylgdu líka eldglæringar og alles. Þegar við fórum svo að skoða þetta betur fyrir utan hjá Birki uppgötvuðum við að boltann vantaði, og til að gera langa sögu stutta þá stendur SAABinn núna fyrir utan hjá honum og bíður viðgerða. Jæja þetta hefði svo sem getað verið verra, en maður er samt alltaf fúll þegar bíllin bilar, og alveg sérstaklega ef maður þarf að skilja hann eftir einhversstaðar. Birkir ætlaði að reyna að redda bolta í hann í dag á meðan ég sit fastu í vinnunni. Verð vonandi kominn aftur á SAABinn í kvöld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?