<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 13, 2004

Nú er búið að rýfa SAABinn hans Birkis alveg í spað. Hann er búinn að hreinsa alla innréttinguna innan úr honum, sem og hljóðeinangrunina og tjörumotturnar úr gólfinu. Það verður að segjast eins og er að botninn á SAABinum leit ekkert sérstaklega vel út á tímabili. Tjörumotturnar allar orðnar upphleyptar af ryðinu undir þeim og alltsaman gegnsósa af kælivökva (hitaelementið lak), en eftir hvatningarorð og fortölur Nóna hreinsuðum við upp tjörumotturnar og lausa ryðið og kom þá í ljós að þetta var nú ekki eins slæmt og ætla mætti. Það er nefninlega svo fjandi þykkt sænska stálið. Það voru þó göt á nokkrum stöðum og er Birkir nú búinn að sjóða í þau öll og er þá bara eftir að pensla ryðbreyti á þá bletti sem eftir eru og svo lakka yfir herlegheitin. Þá er SAABinn bara svo gott sem tilbúinn undir sprautun. Ég held að það sé alveg ljóst að þessi SAAB stefnir í að verða sætasti SAABinn á landinu (eða í það minnsta í sínum aldursflokki).

Það er bara verst hvað maður smitast þegar verið er að vinna að svona projectum. Mig er strax farið að langa að tæta minn í spað og laga ryðið og sprauta og gera fínan. En það verður að bíða betri tíma, eða allavegana heilsprautun. Það er alltof mikil fjárfesting fyrir mig í augnablikinu. Ég er nefninlega að reyna að borga niður lánin mín. Skuldbreytti yfirdrættinum mínum um daginn í þeim tilgangi og berst núna við að halda debit reikningnum réttumeginn við núllið (hægara sagt en gert þegar maður fær 75 þúsund króna utanlandsferðar kreditkortareikning, sér [ásamt fleirum] um steggjun, fer í veiðiferð og brúðkaup... og það allt í sama mánuðinum). Staðan á reikningnum er um 15 þúsund eins og er. Hmmm... það rétt dugir fyrir bensíni út mánuðinn. Jæja, ég reyni þá bara að fara í eins lítinn mínus og ég get og vera svo réttu megin við núllið fyrir mánaðamótin júlí ágúst. Fæ þó allavegana engan 75 þúsund króna reikning þá (ekki nema ég verði tekinn fyrir ofsabúst ég meina akstur ;)

laugardagur, júní 12, 2004

Kíkti í heimsókn til Tino, Silju og Myrkva í dag. Það var mjög fínt. Fékk Te og kruðerí. Við Tino vorum reyndar frekar slæptir eitthvað, Tino af því að hann var að djamma langt fram á nótt, ég af því að ég var fór ekki á fætur fyrr en um 2 leitið (vaknaði reyndar soldið fyrr, en gat ekki slitið mig frá Da Vinci lyklinum). Myrkvi hefur vaxið og þroskast ótrúlega mikið frá því ég sá hann síðast... eins og venjan reyndar er á hans aldri. Hann er farinn að geta staðið upp með því að styðjast við eitthvað og getur labbað ef haldið er í hendurnar á honum. Svo er hann líka aðeins að byrja að geta sagt orð (óskýrt samt) og virðist fyrsta góða orðið hans ætla að vera "datt", enda gerir hann mikið af því :). Það var samt soldið fyndið/vandræðalegt (sérstaklega í ljósi þess að Myrkvi er ljóshærður) þegar Silja var að spyrja Myrkva: Hvar er fuglinn? Myrkvi lítur á hurðina að herberginu þar sem Brussi er lokaður inni. Hvar er Þór? Myrkvi lítur aftur á hurðina þar sem (sögufrækt og lífsreynt) auglýsinga plaggat fyrir Keep the Dogs Away með Thor hangir. Og svo kom sprengjan. Myrkvi hvar er pabbi? Og Myrkvi lítur beint á mig!

Tino tók þessu nú samt ekkert svo illa, bað Myrkva bara vinsamlegast um að leifa sér að halda í efan um faðernið (en svo skemmtilega vill til að Myrkvi er fæddur akkurat 9 mánuðum eftir að Tino kom heim frá Malmö þar sem hann hafði verið í námi í nokkra mánuði).

Ég vona svo bara að ég vakni ekki upp einhvern morguninn með blóðugan hestshaus við hliðina á mér í rúminu.

Annars er SAABinn minn að virka svo vel þessa dagana að kúplingin er farinn að slippa undir bústi (og þetta er varla orðin ársgömul kúpling). Tími fyrir betri pressu eða nýja kúplingu. Nú eða bæði).

fimmtudagur, júní 03, 2004

Dauði og djöfull! Ég var búinn að blogga alveg heilan helling og þá fraus Red Hat á mig! og það í annað skiptið í dag! ARRRRRGGGHHHH! Þið verðið þá bara að láta ykkur nægja stykkorð í staðinn.

Ný tölva
England
Austurríki
Berserk
Fedora

Kem kanski með nánari útlistun á þessu seinna. Og já, meðan ég man, þá þigg ég SI einingar í MegaViewið mitt með þökkum Baldur. Eina spurningin sem ég hef þá er, hvernig fer ég að því að koma því inn á MegaViewið? Þarf að brenna nýjan kubb eða er hægt að gera þetta einhvern veginn í gegnum MegaSquirtið?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?