<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 24, 2004

Kláraði loksins að ná í bremsurnar í gær. Það eina sem var eftir var handbremsan og vírarnir út úr bílnum. Það var ekki mikið mál að ná þeim. Tók ekki nema hálftíma 40 mínútur, eða þar um bil. Til tilbreytingar þá byrjaði ekki að rigna núna... það rigndi allan tíman í staðin, og ekkert smá sem það rigndi. Það vantaði bara að það hefði verið myrkur úti og allt verið svarthvítt til að þetta væri eins og klippt út úr gamalli film noir mynd. Ég lét það þó ekki stoppa mig og tróð bara marvaða á meðan ég losaði handbremsuvírana. Núna vantar mig bara nýjar felgur til að geta skellt bremsunum undir SAABinn.

Eftir að hafa rifið þetta úr þá er ég kominn á þá skoðun að það að skipta yfir í nýrri bremsurnar sé ekkert mál. Það þarf að bora tvö göt í boddýið með dósabor til að koma handbremsuvírunum fyrir, og það eru allar breytingarnar sem þarf að gera. Bara passa að taka allt draslið úr partabílnum og þá er maður alveg safe. Hlakka til að henda þessu undir, en það verður þó ekki fyrr en ég er kominn með felgur... þannig að það verður sennilega ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi.

Ég fór svo að kíkja á MegaSquirt'n Spark á næturvaktinni í gær. Ég hafði aldrei skoðað þetta neitt þegar ég var að byrja að pæla í MegaSquirtinu, enda átti ég fullt í fangi bara með að komast yfir MegaSquirtið eitt og sér. En það verður að segjast eins og er að MSnS er algjör snilld, í það minnsta fyrir SAAB eigendur. Eina sem maður þarf að gera er að tengja einn vír (sem í venjulega MegaSquirt er ætlaður til að stýra lausagangshraðanum þegar bílinn er kaldur, en þar sem SAAB er búinn svo frábærum þar til gerðum loka frá Bosch þá er þessi vír ónotaður) við kveikjumódulinn og svo þarf að gera smá breytingar (tvö viðnám og hugsanlega ein beintengin á MegaSquirt borðinu) á rásinni sem les kveikjumerkið til að hún geti lesið merkið frá Hall-hrifa skynjaranum. Ef tími gefst frá leti lífinu í sumarbústaðnum í næstu viku þá byrja ég á þessu. Annars er það bara eftir verslunnarmannahelgina eins og bremsurnar. Hmmm, svo á ég víst 99 sem þarfnast umhyggju. *note2self*Verð að muna að fara að setja saman tímavélakittið sem ég pantaði um daginn.*/note2self*

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Eftir mikið streð náði ég loks dregaranum úr SAABinum hjá Garðari. Holdvotur, þreittur og pirraður. Þetta var miklu erfiðara heldur en það átti að vera. Allir boltar svo rótgrónir að ég þurfti að beita sleggju, slípirokk og framlenginu á átaksskaftið á hvern boltan á fætur öðrum. Þetta tók allt svo mikinn tíma að ég náði ekki að klára það sem ég ætlaði mér. Ég náði öxlinum sjálfum að vísu undan, en á alveg eftir að losa handbremsuna úr ásamt tork örmunum og gormasætunum. Jæja, það þýðir ekki að kvarta. Vona bara að ég geti klárað þetta á morgun. Þá get ég kanski nýtt hinn daginn í að þrýfa góssið og pressa í nýju gúmmíin, og hugsanlega byrjað að skipta um bremsur á sunnudaginn. Reyndar óljóst hversu hress ég verð á sunnudaginn eftir þrjár næturvaktir og á leiðinni á þá fjórðu, en maður getur látið sig dreyma.

Hvað er svo málið með þessa rigningu við Úlfarsfellið? Maður kemur í þessu fína veðri báða dagana en endar svo rennblautur í grenjandi rigningu. Djöfulls meginlandsloftslag þarna í sveitinni með sínum eftirmiðdagsskúrum. Ég vil bara mitt salta og vindasama útnáraloftslag.

Ég skellti mér til Garðars í Bílastáli í gær. Ég var að sækja mér nýjar bremsur í GLE. Garðar var búinn að skella SAABinum sem ætlaði að fórna bremsunum sínum upp á pallettu stafla þannig að það yrði nú þægilegt að vinna þetta, og til að toppa það þá lánaði hann mér líka loftlykil. Mér tókst að vísu að brjóta einn Facom toppinn minn með honum, en það kom ekki að sök því um leið og Grétar Dór frétti af þessu kom hann með nýjan handa mér. Alminnileg þjónust það. Það gekk bara ágætlega að losa bremsurnar, var reyndar í smá vandræðum hægrameginn að framan þar sem einn spindilkúluboltinn var svo fastur að það var enginn leið að ná honum úr (það var einmitt hann sem braut facom toppinn). Róin kom strax af honum, en boltinn sjálfur haggaðist ekki, þrátt fyrir ítrekuð högg á hann með sleggju. Sem betur fer var þetta í neðri spyrnunni þannig að ég losaði hana bara undan SAABinum og tók með.

Þegar ég var að klára bremsurnar hægrameginn að framan byrjaði aðeins að dropa á mig. Þessir dropar breytust svo smá saman í helli rigningu á meðan ég var að taka þær úr vinstrameginn. Ég lét því staðar numið þegar ég var búinn að framan og er núna á leiðinni aftur uppeftir til hanns til að taka dregaran úr að aftan. Já, ég ætla bara að hirða allt draslið undan því það er lang auðveldast að skipta því út þannig. Þá get ég líka notað tækifærið og skipt um gúmmí í tork stöngunum og þverstönginni (phanhard stönginni), en ég keypti mér svoleiðis einhverntíman þegar ég var að panta varahluti (hafði tekið eftir því þegar ég ætlaði að fara að skipta um bremsupúða að aftan að það var lítið sem ekkert eftir af gúmmíunum þar. Enda kanski ekki við öðru að búast á svona gömlum bíl.).

Jæja, ég er búinn með morgun teið og kominn tími til að drýfa sig aftur upp í Flugumýri.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Ég stofnaði nýtt blogg fyrir SAAB 99 prójektið. Það er að finna á saab99.blogspot.com, og í linkunum hér til hægri. Ég á reyndar eftir að redda mér server fyrir myndirnar sem ég mun koma til með að setja inn, en ég redda því einhvernveginn.

Ég tók líka út póstinn hér að neðan og flutti hann yfir á hitt bloggið.

föstudagur, júlí 09, 2004

Ég er hættur að drekka kaffi. Með því meina ég ekki að ég ætli að hætta því frá og með núinu. Nei ég er hættur að drekka kaffi fyrir bráðum tveimur mánuðum. Og þar með er ég líka hættur að drekka kók, pepsí, mountain dew, grænt og svart te, og bara allt sem inniheldur koffín. Ég er allur annar í maganum eftir að ég hætti, og var fyrrnefndur magi einmitt ástæðan fyrir því að ég hætti. Var alltaf mjög tæpur í maganum. Átti það til að stífla klósett og svona. Það út af fyrir sig er ekki gaman, en þó hjóm eitt við hliðna á kvölunum sem þessum skitum fylgdu. En nú skal ég hætta. Engin subbulega smáatriði. Mig hafði reyndar lengi langað að prófa að hætta að nota koffín, en þar sem ég hef verið háður því hálfa æfina, eða frá því ég var þrettán ára, þá var það bara hægara sagt en gert. Ég hef sem sagt reynt að hætta tvisvar áður, en alltaf mistekist. Fékk í bæði skiptin alveg hroðalegan hausverk og var allur ferlegar sljór og asnalegur. En núna ákvað ég að taka þetta öðruvísi. Ég byrjaði á að hætta drekka uppáhellta kaffið í vinnunni og skipti því út fyrir instant kaffi. Ég passaði mig líka mjög vel á því að fjölga bollunum sem ég drakk yfir daginn alls ekki (instant kaffi er með töluvert lægra koffín innihald en venjulegt kaffi). Þessu fylgdu soldil fráhvarfseinkenni, en þó ekkert alvarleg. Vægur seiðingur í hausnum og löngun í meira kaffi. Eftir u.þ.b. tvær vikur af þessu fór ég að minka enn frekar við mig. Hætta að klára úr bollunum og jafnvel fá mér bara tebolla á morgnana þegar ég mætti í vinnuna. Svo fór ég ásamt Stebba bróður til Austurríkis að heimsækja litlabróður okkar. Þar var mikið drukkið og mikið gaman og á fjórða í fyllerí þá uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að ég hafði ekkert drukkið af koffíni þann daginn. Hafði sem sagt bara alveg gleymt að fá mér kaffi (bara drukkið bjór í staðinn). Ég greip þetta tækifæri auðvitað fegins hendi og hef ekki drukkið nema kansi 4-5 bolla af kaffi síðan þá (þar af ekki nema 2 frá því að ég kom heim fyrir fyrrnefndum tveimur mánuðum).

En finn ég svo einhvern mun á mér annan en að vera betri í maganum? Mig hafði nefninlega alltaf langað að prófa að hætta í kaffinu til að sjá hvort ég myndi eiga eitthvað auðveldara með að sofna á kvöldin. Það er einfallt að svara þessu. Nei. Engan mun. Er alveg jafn mikill nátthrafn og áður, og ef eitthvað er þá jafnvel enn verri (klukkan er t.d. 2:11 núna og ég að fara að mæta í vinnuna klukkan 7 í fyrramálið). Það er þó eitt smáatriði sem ég held að sé breytt. Mér finnst að ég verði ekki jafn syfjaður eftir matinn og áður. Þó er ég ekki alveg viss. Maður tekur einhvernveginn ekki eftir því nógu vel þegar hlutirnir breytast til batnaðar.

Annars þegar ég lá andvaka uppi í rúmi áðan (er auðvitað búinn að reyna að sofna) fór ég auðvitað að pæla í nýja SAABinum mínum. Og þá sérstaklega hvaða vél ég ætti að setja í hann. Hann er með gamla B mótornum (en fyrir óinnvígða þá er það gömul og þyngri útgáfa af þeim mótor sem síðar kom. Stákurinn sem átti SAABinn var þó búinn að fikta eitthvað í henni og setja á hana rafmagns kveikju úr nokkrum árum yngri SAAB. Mótorinn er því ekki lengur í orginal ástandi og er það akkurat afsökunin sem ég þurfti til að rífa hann í burtu og setja eitthvað betra í staðinn (enda bara þeir sem eru í amerísku bílunum sem eru nógu vitlausir til að vilja halda í blöndungana). Ég ætla samt ekki að hafa hann túrbó. Ég er með einn túrbó bíl nú þegar og það er alveg nóg. Ég þarf ekki tvo svoleiðis. Það er því bara ein vél sem kemur til greina, og það er auðvitað 16 ventla vélin án túrbínu. 130 hestöfl eru alveg nóg fyrir 99una, enda er það léttur bíll. Svo eyðir hún líka litlu sem engu, og ekki veitir manni af að spara svolítið í þeim efnum, enda bensínverðið komið í eitthvað rugl. Þá er bara eftir að velja innspítinguna. LH 2.2 eða MegaSquirt. Ég held að LH tölvan fái þennan vinning, enda aðlöguð að þessari vél af verkfræðinum SAAB (og ekki eru þeir af verri endanum), auk þess sem ég held að það verði hreynlega ódýrara. Vissulega hefði sennilega verið auðveldara að græja rafkerfið í bílinn með MegaSquirti og meðfylgjandi Relay borði, en ég held þó að það sé ekki allur munur þar á. Ég á allar rafmagnsteikningar sem ég þarf, og ætti að geta reddað mér rafkerfinu úr gömlum 9000 fyrir slikk. Ahh, djöfull er gaman að eignast svona nýjan SAAB. Mig klæar alveg í fingurna að fara að gera hann upp.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Tók góða þynnku á sunnudaginn. Var reyndar ekki vakinn smíðarnar fyrr en hálf tólf, og það hefur sjálfsagt bjargað miklu, en var samt skel þunnur fram eftir degi. Metallica tónleikarnir um kvöldið voru svo algjör snilld. Sveittir og loftlausir eins og alvöru rokktónleikar eiga að vera. En svo er það stóra fréttin. Ég er búinn að eignast annan SAAB. :) Það hlaut svo sem að koma að því. Er búin að hafa augun opin síðustu mánuði, og datt svo niður á þennan á laugardagsnóttina (blindfullur og vitlaus). Fann hann á heimasíðu fornbílaklúbbsins. SAABinn er '79 módel 99, og er próject sem var byrjað á en aldrei klárað. Borgunin fyrir bílin er sú að ég komi honum í lag og á götuna, og það er borgun sem mér finnst mjög sanngjörn.

Bíllinn er ekki ekinn nema 65.000 km, og hefur staðað inni í nokkur ár. Eigandinn var búinn að hreinsa af honum allt lakkið og sandblása þá ryðbletti sem þá voru byrjaðir að myndast og spraut hann allan í Ferrari rauðum lit. Sprautuvinnan virðist hafa heppnast nokkuð vel hjá honum, en þó þarf örlítið að lappa upp á hana hér og þar. T.d. að massa bílstjóra hurðina og aðeins að laga í kringum öndunarristina hægrameginn að aftan. Eitthvað af varahlutum fylgir, svo sem nýjir krómlistar á brettin og eitthvað fleira af dóti. Það vantar líka grill á hann sem og vatnskassa. Svo þarf sjálfsagt að líta á bremsurnar á honum og sitthvað fleira þar sem hann hefur staðið svo lengi. Ég fer og sæki hann efitir helgi og tek þá myndir og skelli inn fyrir ykkur.

sunnudagur, júlí 04, 2004

jarrrrrr, djöfullsins fyllerí og vitleysa. Ég get varla fókuserað á skjáinn. úff... Það er sko ekkert grín að reyna að drekka í kapp við þessa skáta. Þetta eru pro drykkjumenn.

Svona er þetta. Maður kemur heim, dauð þreyttur eftir erfiðan dag í verkamannavinnu (verið að skipta um þak hjá mömmu og pabba) búinn að drekka einn bjór og alveg kominn í fílinginn að fara að sofa. Ætlaði bara að henda inn einu smá bloggi. Einhverju heimspekilegu um það að maður hafi aldrei tíma til neins. Sé alltaf á fullu í einhverju. Allskonar verkefni sem sitja á hakanum og safnast upp af því að maður hefur aldrei tíma til að fara í þau. Og þá sjaldan að aðstæður eru þannig að maður á dauðan tíma, þá er maður svo þreittur að mauður orkar ekki að snerta á neinum af þessum verkefnum (rykið og óhreinu fötin ná manni upp á mið læri) heldur situr bara fyrir framan tölvuna og eyðir tímanum í að skoða alla linkina á batman eða eitthvað álíka gáfulegt.

... En þá hringir Johnny G. og segist sitja yfir viskíflösku ásamt Ásgeiri og Reyni og kvartar yfir því að það gangi ekkert með hana hjá þeim. Þá bara bráð vanti aðstoð. Ég nottla dauð þreyttur og að fara að vakna í fyrramálið til að halda áfram með þak helvítið. Hvað geri ég. Jú ég brekst ekki vinum mínum á ögurstundu og býð fram krafta mína við viskídrykkjuna. Ætla bara að kíkja í smá stund... svo maður verði nú ferskur í fyrramálið. He he, yeah right.... smá stund! MUHAHAHHA.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?