<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 19, 2004

Kominn í gang :D Þetta var hvorki stór né mikil bilun eftir allt saman. Það þurfti bara tvo til að geta komið auga á hana. Einn til að starta bílnum á meðan hinn sá hvar háspennukapallinn milli háspennukeflisins og kveikjuloksins leiddi út. Einfalt og auðvelt að laga og SAABinn datt í gang. Pirrandi samt að hafa ekki fattað þetta fyrr. En svona er þetta bara, maður getur víst ekki staðið yfir vélinni og startað á sama tíma (ekki nema maður auðvitað græji startar takka undir húddið - sem bíður þá einmitt upp á þá skemmtilegu hugmynd að maður geti keyrt yfir sjálfan sig.)

Pantaði svo slatta af dóti á eEuroparts rétt í þessu. Þetta voru aðalega stýrisendar og spindilkúlur fyrir 99una ásamt öxulhosum og bremsuslöngum. Mig langaði reyndar að panta alveg fullt í viðbót, og var búinn að setja fullt af góðgæti í "körfuna". En varð svo að skera verulega niður svo ég hefði efni á þessu. Er nefninlega að kaupa mér ný gler í gleraugun í þessum mánuði líka þannig að útgjöldin eru orðin soldið mikil.

laugardagur, september 18, 2004

Þessi líka fína eldvarpa. Það stóðu ábyggilega hálfsmetra langar eldtungur út úr heddinu mínu. Athugaði svo til öryggis kveikjuröðina; snéri vélinni í efridástöðu og athugaði svo hvort kveikjuþræðirnir væru ekki allir á réttum stað. Auðvitað voru þeir það, enda hafði ég ekkert þurft að fikta í þeim, skipti bara um kveikjuhamar. Þetta er því farið að verða hið undarlegasta mál. Næst hlítur að vera að kíkja undir ventlalokið og ef það skýrir ekki neitt þá er það bara af með heddið... hrollur. Ekki það sem mig langar að standa í þessa stundina. Helvítis.

Jæja, þarf víst að drífa mig af stað í matarboð. Vonum að ég fái einhverja snilldar hugmynd yfir grilluðum laxi og hvítvíni. Ef ekki þá verð ég þó allavegana saddur.

Á morgun ætla ég svo að panta slatta af varahlutum frá eEuroparts.com. Kominn tími á að ég fari að gera eitthvað af viti fyrir 99una. Hef ekki gert nándar nærri nóg undanfarið.

Ég er búinn að vera andlaus og kraftlaus síðustu daga og vikur. Lethargic eins og kaninn myndi segja. Þetta nær ekki nokkurri átt. Það er mál að linni. Ég er ekki búinn að fara á nema þrjár karate æfingar, að vísu að hluta til vegna þess að ég náði mér í einhverja pest, en það er þó ekki öll sökin. Hef ekkert unnið í 99unni. Mín bíða um það bil þrjúhundruðþúsund ókláruð verkefni sem öll heimta athygli mína og orku, en í stað þess að gera eitthvað af viti þá leiði ég það bara hjá mér og legst upp í rúm og annað hvort les eða sef. Svo byrjaði gírkassinn minn að leka olíu um daginn, og það út um gat þar sem ekki á að vera gat. Veit ekki ennþá hvað ég geri í því, en þar sem SAABinn fer ekki í gang þá er þetta víst ekki til mikilla trafala eins og er. Annars er þetta helvíti mikill leki, ábyggilega hálfur líter á sólarhring. Ekki gott. Til að toppa þetta þá bilaði svo SAABinn á fimmtudaginn, og það ekki einusinni. Heldur þrisvar sama daginn. Í fyrri tvö skiptin var reyndar um sama vandamálið að ræða, slangan frá vatnslásnum inn á vatnskassan lagðist ofan á kveikjulokið og þegar ég skipti í annan gír undir góðri inngjöf þá liftist vélin of hátt þannig að slangan klemmdist milli húddsins og kveikjuloksins þannig að lokið þrýstist niður á kveikjuhamarinn og braut hann. Þegar ég hafði áttað mig á því hvað var að gerast var þetta svo sem fljótlagað. Nokkur strengbindi á slönguna halda henni núna frá kveikjulokinu svo það ætti að vera allt í lagi. Fimmtudaskvöldinu eyddum við Birkri svo í að snurfusa SAABinn og gera hann fínan. Skiptum um stuðara (sem ég klessti fyrr í sumar) og hægri framluktina (en hún fékk grót í sig á leiðinni austur um verslunarmannahelgina). Þegar þessu var lokið dreif Birkir sig heim og ég gekk frá verkfærunum og reyndi að setja í gang en ekkert gerðist. Þar sem klukkan var orðin margt og ég þreittur eftir að hafa verið hálfur ofan í SAABinum meira og minna frá því klukkan fjögur um daginn þá gat ég fátt annað gert en að ýta honum inn í laust stæði í bílageymslunni og fara að sofa. Reyndi aftur um morguninn áður en ég fór í vinnuna. Ekkert gerðist. Tók leigubíl í vinnuna og pældi ekki meira í þessu fyrr en ég kom heim upp úr fjögur. Birkri kíkti aftur til mín, en var reyndar að verða veikur sjálfur (hef sjálfsagt smitað hann af minni alræmdu illsku). Ég gat þó staðfest með aðstoð hans að hann gaf neista út á að minnsta kosti eitt kerti (geri bara ráð fyrir því að hann gefi neista á öll hin. Einnig virðist hann vera að fá nóg bensín því að það gaus upp töluverð bensínlykt þegar ég var búinn að starta nokkrum sinnum. Það vildi bara ekki kvikna í blöndunni. Sem er dularfullt. Í morgun athugaði ég svo hvort hann væri ekki örugglega að fá straum út á spíssana. Ég lóðaði 1000 ohma viðnám á ljósdíóðu og stakk svo inni í plugginn sem fer á spíssana. Ekkert gerðist á MegaSquirt pluggnum, en á LH pluggnum blikkaði hún voða fínt. Það breytti samt eingu að nota lh tölvuna í staðinn fyrir megasquirtið og er ég farinn að hallast að því að ég hafi ekki stungið díóðu testernum mínum nógu vel í samband við pluggin fyrir megasquirtið og það sé í raun og veru allt í fína lagi með það. Í öllu falli vill SAABinn alls ekki brenna bensíninu sem ég bíð honum, og það þrátt fyrir að hann gefi ágætis neista á að minsta kosti einum sílinder. Þetta fer að verða spurning um að breyta honum um stundarsakir í eldvörpu eins og Orri gerði svo glæsilega fyrir okkur Birki þegar við fengum vélaliftuna lánaða hjá honum. Hann gerði það reyndar óvart, en ég gæti gert það viljandi til að fullvissa mig um að það neistaði af honum og hann fengið jafnframt bensíns.... svo er það líka cool :). Já ég ætla að prófa það. Kem aftur að vörmu spori.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?