<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Nú er farið að styttast í að farið verði að selja MegaSquirtII, en ég ætla að sjálfsögðu að setja svoleiðis í 99una og reyndar 900 saabinn líka. Það verður lítið mál í 900 saabinum, enda með MegaSquirt í honum nú þegar og því þarf ekkert að gera nema skipta örgjörfanum út fyrir MegaSquirtII spjaldið og svo auðvitað tjúna allt upp á nýtt. En það er einmitt þessi tjún hluti sem ég er búinn að vera að pæla í undanfarið.

Þegar ég tjúnaði MegaSquirtið á sínum tíma, fékk ég analizerinn hans Nóna lánaðan og tjúnaði bílinn bara með því að horfa á mælinn og fá sæmilega góða blöndu. Pældi aðalega í því að hann fengið nóg bensín undir bústi og væri einhversstaðar í kringum 17:1 í lausagangi. Ég tengdi analizerinn ekkert við megasquirtið og loggaði því ekkert hvernig hann var nákvæmlega og því er ég ekki með svo nákvæma hugmynd um hvernig blandan er í svona venjulegum akstri. MegaSquirtII er með þrjú "möpp", tvö VE (Volumetric Efficiency)og eitt A/F (Air/Fuel). Ég fór því að pæla í því hvernig maður myndi mappa innspítinguna fyrir A/F, þ.e. hvaða gildi maður ætti að miða við. N/a (ekki túrbó) vélar er yfirleitt reynt að hafa milli 12,5 og 12,0 við umhverfisþrýsting (á fullri inngjöf) til að fá sem mestan kraft. Á túrbó bíl gilda önnur lögmál. Væri ekki eðlilegra að miða við að hafa 14,7:1 við eitt bar (ekki eins bars búst samt:) og svo smá rýkja blönduna þangað til að hámarks boosti er náð? Eða verður bruninn þá of heitur? Verður maður ekki bara að fá sér afgashitamæli til að geta tjúnað þetta alminnilega? Hvað ætli maður megi leyfa pústinu að vera heitu áður en maður fer að skemma ventlana? Svo má ekki gleyma því að þetta hefur allt áhrif á hvað túrbínan er fljót að taka við sér. Ekki vill maður að hún láti bíða alltof mikið eftir sér. Það verður svo fróðlegt að byrja að pæla í kveikjutímanum (las reyndar þessa grein í morgun, mjög áhugavert stuff. Verður gamana að fara að pæla í jónastraumum þegar UltraMegaSquirt kemur (með DI support fyrir okkur SAAB fanaticerana)). Margt að pæla í. Verst að það er ekkert jólafrí þessi jólin til að leika sér í. Bara skitinn hálfur dagur í frí á aðfangadag og gamlársdag. Jæja það þíðir ekkert að fást um það, það koma páskar eftir þessi jól og svo önnur jól þar á eftir, nægur tími til að leika sér. :-)

laugardagur, nóvember 20, 2004

Þetta var erfitt, en hafðist að lokum. Kominn með annað kyu.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir þá dreifist greindarvísitala fólks eftir normalkúrfunni svokölluðu. Þ.e.a.s. lang flestir eru u.þ.b. meðalgreindir og svo fjarar toppurinn út til beggja hliða. Ein afleiðingin af þessu er sú að helmingur mannkyns (eða þar um bil) er undir meðalgreind (rétt eins og hinn helmingurinn er yfir meðalgreind).

Það má svo skjóta því hér inní að ég vil ekki gera allt of mikið úr ágæti svona greindarprófa, en þau eru þó mjög henntug þegar maður ætlar að alhæfa og fullyrða og því gríp ég tækifærið og flagga þeim sem heilögum sannleik ;).

Það vakti svo athygli mína árið 2000 þegar Georg "göngumaður" Bush var valinn (ekki kosinn) forseti Úsalands að rétt tæplega helmingur kjósenda kaus hann. Annar litlu stærri hópur kaus Al Gore og þriðji hópurinn (vart mælanlegur í samanburði við hina tvo) kaus Ralph Nader (spurning hvort þessir séu lengst til hægri á kúrfunni???). Svo ég komi mér nú að efninu þá var það sem vakti forvitni mína við þessa hnífjöfnu skiptingu atkvæða, hvort hugsanlega væri eitthvað samband á milli hennar og skiptingu greindar.

Þessi skemmtilega skipting endurtók sig svo í kosningunum nú á þriðjudaginn þegar Bush var kjörinn forseti (ekki valinn í þetta skiptið) í annað sinn.

En ég er greinilega ekki sá eini sem hef pælt í þessu, því að einhver hefur í snarhasti tekið þessar upplýsingar saman í handhæga töflu (sem Freysi bennti mér á). Ég læt töfluna tala sínu máli og leifi ykkur lesendum mínum að draga ykkar eigin ályktun af henni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?