<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól öll sömul. Reyndar finst mér jólin alltaf vera nokkrum dögum of sein. Ættu með réttu að vera 21. desember, en það er víst alltof mikið verk að breyta þessu. Ég nenni allavegana ekki að standa í því. Hef annað og betra við tíman minn að gera.

Annars var ég að muna eftir kvæði sem Unnur systir skrifaði um aðfarir mínar og Birkis við að setja 16 ventla túrbó vélina í Saabinn minn. Ég hefði með réttu átt að vera löngu búinn að setja þetta hér á bloggið. En betra seint en aldrei. Gjöriði svo vel.

SAABTAN

Þórir fékk sér saab
og gerði á hann gat.
Í bílskúrnum hann hékk
og ekkert hjá honum gekk.

Þangað til að loksins kom
Birkir nokkur Friðfinnsson.
Þeir voru í skúrnum í marga daga
nú heldur áfram fyrri saga.

Þeir tóku bílinn í sundur
en svo var haldinn fundur
og mikið var gruggað í saab-skræðu,
þar sem Þórir myndaði umræðu.

Á netinu var í marga tíma,
ekki gat hann notað síma
því bilaður síminn hans var
Þórir fékk aldrei frá honum svar.

Þeir marga lítra af kóki drukku
og geymdu það í kurkku.
En það eina sem Þórir vildi fá
var að heyra og sjá
Saabinn fara á stjá
því annars væri veröldin grá.

Á endanum þetta gekk
Þórir loksins hrós fékk.
Mamma bakaði skúffuköku,
Þórir og Birkir fengu undirhöku.

Nú borða þeir bara subway,
því þeir eru orðnir svo feitir, ónei!
Það er nú af þeim að segja
það þýðir víst ekkert að þegja
að Þórir um bæinn tætir á bílnum
og fær athygli mikla frá skrílnum.
Því frá bílnum berast skruðningar og læti,
það er líkt og hann ráði sér ekki af kæti,
við að loksins vera laus úr bílskúr
eftir hálfs árs langan fegrunarlúr.

En bráðum verður hetjan okkar
ekkert meira en táfýlusokkar.
Sem sykurkók aðeins drekkur
annars hann í sundur hrekkur.
Nú kveð ég ykkur að sinni
og vona að þessu saabstandi linni.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Klukkan er 13:23 þann 23. desember og ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar. Ég held að þetta sé persónlegt met. Á móti kemur að ég er ekki byrjaður á neinu sem heiti jólhreingerning. Það hlutleysir sjálfsagt ágóðan af því að vera búinn með gjafirnar snemma. Ég held samt að það sé mun betra að eiga hreingerninguna eftir heldur en að vera í einhverju stressi í kvöld að redda síðustu gjöfun. Bærinn troðfullur af fólki, hræðilega kalt (þannig að annað hvort er maður nógu vel klæddur til að þola kuldann og er þá að stikna inni í búðunum eða líður ágætlega í búðunum en deyr úr kulda utandyra).

Tók mér svo frí í vinnunni á morgun, þannig að það er þriggja daga helgi framundan. Planið er að nota kvöldið í að klára allt sem þarf að klára í íbúiðinni, pakka inn jólagjöfunum, þrífa og jafnvel ef vel liggur á mér skreita smá. Þá get ég notað morgundaginn í að þrífa SAABana og ganga soldið frá í bílageymslunni. Það er búið að safnast upp helvíti mikið af drasli síðustu vikurnar hjá mér og kominn tími til að gera eitthvað í því.

föstudagur, desember 17, 2004

MUHAHAHAHAHAHA!

Þið eigið reyndar ekki eftir að geta loggað ykkur inn á þessa síðu á öllum tímu sólarhringsins þar sem tölvan sem hún er vistuð á er (ennþá) það hávær að ég nenni ekki að hlusta á hana á nóttunni. Það verður þó unnin bragarbót á því fljótlega og þaggað niður í henni, auk þess sem hún fær varanlegt heimili inni í stofu þar sem hún truflar engan.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Þrátt fyrir rólega tíð í SAAB málum hjá mér er ég búinn að vera ofsaduglegur að tölvunördast. Eftir nokkura mánaða pásu frá Linux pælingum ákvað ég að gerast duglegur upp á nýtt og halda áfram að reyna að læra á þetta. Það getur nefninlega oft verið góð hugmynd að taka sér smá pásu frá hlutunum ef þeir ganga ekki alveg nógu vel.

Hafandi reynsluna af því að vera alltaf að færa netkortið á milli Windows og Linux tölvunnur (lina.net auðkennir notendur eftir mac addressum netkortanna, þannig að ég get bara tengst með einu ákveðnu netkorti nema ég standi í einhverju veseni með að vera alltaf að hringja í þá og láta þá auðkenna nýtt kort í hvert skipti sem ég tengist hinni tölvunni.) auk þess þurfti ég að færa skjátengingua á milli tölva og nota tvö sett af lyklaborði og mús. Sem sagt allt í flækju og hár pirr stuðull. Ég byrjaði því á að fjárfesta í skjáskipti (sem gerir mér kleift að deila skjá, lyklaborði og mús með tveim tölvum). Einnig keypti ég fimm prota 10/100Mbps switch. Já nú átti sko aldeilis að vera duglegur.

Ég byrjaði svo á að installa Fedora aftur inn á hnakkatölvuna mína (sem mynnir helst á transformers kall að framan) og í þetta skiptið installaði ég bara því helsta sem mig grunaði að ég þyrfti að nota (ég gerði complete install síðast og fékk hroðaleg flassback frá því ég þurfti að vinna á Windows 98 úti í vinnu *hrollur* það fraus sem sagt í tíma og ótíma). Installið gekk snuðrulaust fyrir sig. Ég hef svo eitt frítíma síðustu daga í að lesa mér til um LAN uppsetningar og almenna netvinnslu með Linux. Til að gera langa sögu stutta er mér sem sagt búið að takast að setja Linuxinn upp sem router og er að skrifa þennan póst af Windowstölvunni minni sem fær sína internettengingu í gegnum Linux routerinn minn :)

Nú er stefnan sett á vef server og því næst póst server. Sem sagt allt að gerast!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?