<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hvað er betra en að eiga tvo Saaba? Jú augljóslega að eiga þrjá Saaba! Já ég keypti nýjan Saab um daginn. Þetta er '92 módel 9000 CD með 2,3 lítra túrbó vél og sjálfskiptingu. Allt leðurklætt og ofsalega fínt. Svo keypti ég mér líka digital myndavél, þannig að það er von til að ég geti farið að senda inn eitthvað af myndum. Heilmargt sem ég á eftir að segja ykkur frá sko (og núna að sýna ykkur myndir af).

Já og ég laga þetta með kommurnar á morgun eða næst þegar ég nenni.

Búinn að laga kommurnar :)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Eftir nokkra vikna miðsvetrar lægð er nú komin gangur í mann. Eyddi mörgum köldum dögum uppi í Vökuporti í að ná mér í crank trigger úr þessum fína 91 n/a 900. Synd og skömm að fólk skuli henda svona fínum SAAB. Í öllu falli þá hélt ég öllum fingrum þrátt fyrir 7 - 8 stiga frost. Ég tók líka soggreinarnar, mótorfestingarnar og startaran (en hann var glæ nýr) úr bílnum og ætla að nota í 99una. Er svo búinn að vera að þrífa partana og sjæna allt til.

Fór svo í heljarinnar gott bílskúrs partý í Kópavoginum þar sem Nóni og Birkir (innblásnir af nokkrum bjórum) rifu vélina úr Flyckunni hans Svabba. Þessum gæða mótor verður svo breytt í túrbó mótor og honum slakað niður í 99una við fyrsta tækifæri. En nú er ég farinn í skúrinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?