<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 28, 2005

Jæja, þá er loksins búið að stofna SAAB klúbbinn. 15 SAABar mættu fyrir utan Hús Verslunarinnar, og keyrðu svo hópakstur í gegnum bæinn og enduðum við í kaffi í Húsgaganhöllinni. Var það mál manna að þetta hefði heppnast vonum framar. Ég tók nokkrar myndir og er búinn að henda þeim inn á myndasíðurnar. SAAB myndir


fimmtudagur, maí 19, 2005

Jæja, þá er það endanlega ákveðið. Ég er að eyða sumarfríinu í skandinavíu. Ég keypti miða með Iceland Express til Köben í gærkvöldi. Flýg utan seinnipart 10. júní og kem eftur út til Íslands 3. júlí. Fyrstu vikuna gisti ég hjá Jóhanni frænda í Malmö, þaðan er ferðinni heitið á Saabfestival í Trollhättan. Frá Trollhättan fer ég til Oslóar, en mánudaginn 20. júní heldur Stefán Jón lokaprófstónleika sína frá tónlistarháskólanum í Osló. Ég mun búa hjá Stefáni, Silju og Myrkva í nokkra daga. Öðruhvorumegin við helgina 25-26 júní fer ég svo til Gotlands og verð í sumarhúsi Lindell fjölskyldunnar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gotland eyja undan austurstönd Svíþjóðar. Ég flýg svo heim aftur heim frá Köben þann þriðja júlí eins og áður sagði. Þetta verða því rúmar þrjár vikur þarna úti.

Það eina sem ekki er frágengið í ferðaplaninu, er hvernig ég kem mér frá Malmö til Trollhättan, en ég ætla að reyna að koma mér í samband við Saab eigendur í Malmö og/eða Köben og fá að sitja í með þeim norður eftir, enda ekki hægt að skrölta þetta í rútu eða lest þegar maður veit af fullt af Söbum á ferðinni.

Svo var ég að koma af kvartmíluæfingu. Það var gaman. Besti tíminn minn var 15.458 á 89,11 mílum/klst (143,41 km/klst). Ég held að það teljist alveg ágætt fyrir alveg óbreyttan 9000, og meira að segja með alltof litlu samtíningspústi. Væri sjálfsagt hægt að koma honum niður í 15,3 með réttu pústi og góðum dekkjum. Annars er planið sett á að keppa á Tanngnjósti á laugardaginn. Birkir ætlar að lána mér bremsurnar sínar þar sem mínar eru ekki tilbúnar. Þegar þær verða komnar í er ekkert því til fyrirstöðu að keppa á honum. Ég er að vonast til að komast niður í 14 sekúndurnar, en við sjáum til. Töluvert erfiðara að spyrna honum heldur en sjálfskiptum og vökvastýrðum 9000 Saab.Hér hef ég náð betra starti en Birkir (á 9000 Saabinum hans Nóna).

fimmtudagur, maí 12, 2005

Bætti tveimur myndum á IMDb Top 250 listanna minn. Hable con ella sem ég sá í bíó á sínum tíma og Il Buono, il butto, il cattivo sem er betur þekkt sem The good, the bad and the ugly. En hana horfði ég á í gærkveldi. Ég er því kominn upp í 114 myndir sem ég hef séð af listanum. Er annars búinn að vera að hjálpa Mosa að flísaleggja nýju íbúðina í Kópavoginum. Það er töluvert tímafrekara en ég gerði mér grein fyrir. Búin að fara þrjú kvöld í þetta nú þegar og útli fyrir að þau verði þrjú í viðbót hið minnsta. Það hefur því lítið gerst í saab málum. Þar að auki hefur verið töluvert álag á mér í vinnunni, og er ég því almennt ekki til stórræðanna þessa dagana. En eins og alltaf þegar það er mikið að gera hjá manni þá er alltaf alveg að fara að hægast um hjá manni. Bara nokkrir dagar í viðbót... he he.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Ég hef ekkert nennt að blogga undanfarið, enda ennþá bitur út í tölvuna mína fyrir að hafa frosið á mig rétt áður en ég náði að senda bloggið um daginn. Er samt búinn að vera duglegur að bæta við myndum á myndasíðurnar. Setti meðal annars inn myndir úr Háskaskákferð okkar Johnny upp á Trölladyngju. En við klifum þar upp á sunnudaginn með viskí og tafl og tókum skák á toppnum. Ætlunin er að reyna að gera þetta að föstum lið í sumar. Strax farið að plana næstu ferð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?