miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Ryan Emge sem ég hitti úti í Trollhättan er búinn að setja upp heljarinnar SAAB video safn á netinu. Síðuna er að finna á www.saabvideos.com og legg ég til að allir drífi sig þangað að sækja sér nokkur vel valin SAAB video. Passið ykkur bara á að sum þeirra eru ansi stór og upload hraðinn frá servernum hans er ekkert alltof mikill, þannig að það getur tekið dá góða stunda að sækja svo sem eina 500MB skrá. En það er samt ekkert sem sannur SAAB aðdáandi lætur stöðva sig.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
þrátt fyrir að ég hafi nú ferðast ansi víða, þá er samt helvíti mikið eftir!
create your own visited country map
create your own visited country map
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Pústhitaskynjararnir komnir. Búinn að panta MSII ásamt LC1. Núna er bara að drífa SAABinn hans Birkis saman svo ég geti helt mér í að klára 99una. Það er svo sem ekki mikið eftir, bara klára bévítans teppið og þá má henda sætunum aftur í, svo vantar mig bensíndælu sem ræður við innspítinguna, en það er ekki mikið mál að útvega svoleiðis. Þá þarf ég að tengja tilbaka bensínslönguna við bensíntankinn. Þá er bara mótorinn eftir, og það er nú ekki mikið mál að henda einum svoleiðis saman. Gæti orðið smá maus að koma honum í bílinn. Þarf að breyta eitthvað mótorfestingunum, en ekkert sem góðir menn ráða ekki við.
En af því að ég er búinn að vera að kaupa svo mikið af netinu þá er tilvalið að telja upp alla hlutina sem mig langar í til viðbótar.
Nú fyrst má telja myndavél, en ég braut ódýru digital vélina mína úti í Malmö og er það Birki að þakka að ég gat samt tekið fullt af myndum í ferðinni. En myndirnar úr ferðinni sem er að finna á myndasíðunum voru allar teknar á vélina sem ég keypti fyrir hann úti. En hafandi fengið smá reynslu af því að eiga ódýra drasl vél, og svo afnot af töluvert mikið betri vél (en samt svona vasa vél) þá er ég alveg búinn að sjá út (sem ég vissi svo sem fyrir) að ég þarf að eiga stóra, öfluga vél. Ekki eitthvert smá kríli sem er hálf náttblint sökum lítillar linsu og tekur margar sekúndur í að taka hverja mynd. Það hefur lengi blundað í mér ljósmyndaáhugi og því langar mig að fá mér svona myndavél. Ekki of stór og klossuð, en samt hágæða vél sem hægt er að fá topp linsur fyrir og ekkert rugl.
Svo langar mig óskaplega mikið í annan SAAB. Nánar tiltekið Sonett III. Ég er búinn að vera alveg veikur fyrir þeim frá því að ég fyrst uppgötvaði tilvist þeirra. Í fyrra var eini Sonett SAABinn á landinu til sölu. Ég fór og prufukeyrði hann og fór strax í bankann og hækkaði yfirdráttinn upp úr öllu valdi svo ég gæti keypt hann. En þá tók skynsemin yfirhöndina, enda hef ég ekkert að gera við hann. Hef ekki pláss til að geyma hann eða neitt.... langar samt ofsalega mikið í hann. Ég keypti mér reyndar Sonett úti í Trollhättan, en það var bara svona Sonett. Hann er rosa flottur, en það er samt ekkert hægt að keyra hann nema í huganum. Þessi eini Sonett sem til er hérna heima er aftur til sölu núna.
En nú er klukkan orðin margt þannig að ég verð bara að klára þennan óskalista síðar. Hér er einn lagatexti handa ykkur í staðinn:
Desperado
Johnny Cash
Desperado, why don't you come to your senses?
You been out ridin' fences for so long now.
Oh, you're a hard one,
But I know that you've got your reasons.
These things that are pleasin' you,
Can hurt you somehow.
Don't you draw the queen of diamonds, boy,
She'll beat you if she's able.
Know the queen of hearts is always your best bet.
Now it seems to me, some fine things,
Have been laid upon your table.
But you only want the things that you can't get.
Desperado, oh, you ain't gettin' no younger:
Your pain and your hunger, they're drivin' you home.
And freedom, oh freedom,
Well, that's just some people talkin'
Your prison is walking,
Through this world all alone.
And don't your feet get cold in the winter time?
The sky won't snow, the sun won't shine
It's hard to tell the night time from the day
You're loosin' all your highs and lows
Ain't it funny how the feeling,
Goes away?
Desperado, why don't you come to your senses?
Come down from your fences, and open the gate
It may be rainin', but there's a rainbow above you,
You better let somebody love you,
You better let somebody love you,
You better let somebody love you,
Before it's too late.
En af því að ég er búinn að vera að kaupa svo mikið af netinu þá er tilvalið að telja upp alla hlutina sem mig langar í til viðbótar.
Nú fyrst má telja myndavél, en ég braut ódýru digital vélina mína úti í Malmö og er það Birki að þakka að ég gat samt tekið fullt af myndum í ferðinni. En myndirnar úr ferðinni sem er að finna á myndasíðunum voru allar teknar á vélina sem ég keypti fyrir hann úti. En hafandi fengið smá reynslu af því að eiga ódýra drasl vél, og svo afnot af töluvert mikið betri vél (en samt svona vasa vél) þá er ég alveg búinn að sjá út (sem ég vissi svo sem fyrir) að ég þarf að eiga stóra, öfluga vél. Ekki eitthvert smá kríli sem er hálf náttblint sökum lítillar linsu og tekur margar sekúndur í að taka hverja mynd. Það hefur lengi blundað í mér ljósmyndaáhugi og því langar mig að fá mér svona myndavél. Ekki of stór og klossuð, en samt hágæða vél sem hægt er að fá topp linsur fyrir og ekkert rugl.
Svo langar mig óskaplega mikið í annan SAAB. Nánar tiltekið Sonett III. Ég er búinn að vera alveg veikur fyrir þeim frá því að ég fyrst uppgötvaði tilvist þeirra. Í fyrra var eini Sonett SAABinn á landinu til sölu. Ég fór og prufukeyrði hann og fór strax í bankann og hækkaði yfirdráttinn upp úr öllu valdi svo ég gæti keypt hann. En þá tók skynsemin yfirhöndina, enda hef ég ekkert að gera við hann. Hef ekki pláss til að geyma hann eða neitt.... langar samt ofsalega mikið í hann. Ég keypti mér reyndar Sonett úti í Trollhättan, en það var bara svona Sonett. Hann er rosa flottur, en það er samt ekkert hægt að keyra hann nema í huganum. Þessi eini Sonett sem til er hérna heima er aftur til sölu núna.
En nú er klukkan orðin margt þannig að ég verð bara að klára þennan óskalista síðar. Hér er einn lagatexti handa ykkur í staðinn:
Desperado
Johnny Cash
Desperado, why don't you come to your senses?
You been out ridin' fences for so long now.
Oh, you're a hard one,
But I know that you've got your reasons.
These things that are pleasin' you,
Can hurt you somehow.
Don't you draw the queen of diamonds, boy,
She'll beat you if she's able.
Know the queen of hearts is always your best bet.
Now it seems to me, some fine things,
Have been laid upon your table.
But you only want the things that you can't get.
Desperado, oh, you ain't gettin' no younger:
Your pain and your hunger, they're drivin' you home.
And freedom, oh freedom,
Well, that's just some people talkin'
Your prison is walking,
Through this world all alone.
And don't your feet get cold in the winter time?
The sky won't snow, the sun won't shine
It's hard to tell the night time from the day
You're loosin' all your highs and lows
Ain't it funny how the feeling,
Goes away?
Desperado, why don't you come to your senses?
Come down from your fences, and open the gate
It may be rainin', but there's a rainbow above you,
You better let somebody love you,
You better let somebody love you,
You better let somebody love you,
Before it's too late.
laugardagur, ágúst 13, 2005
Ég á von á þessu í pósti:
Pústhitaskynjurum, fimm stykkjum. Fyrir mig Birki, Nóna, Gunna og Óla.
AD595CQ mögnurum fyrir pústhitaskynjarana. Líka fimm af þeim á leiðinni.
Svo er sitt lítið af hverju á leiðinni frá eEuroparts.com.
Þessu til viðbótar ætla ég svo að panta MegaSquirtII ásamt v3.0 pcb (er ekki til eitthvað gott íslenskt orð yfir þetta? Íhlutaspjald? Tölvuspjald?) og LC-1 WB controller og LSU4.2 WB skynjara. Panta þetta allt frá http://diyautotune.com. Hendi pöntuninni út á morgun þegar það verður runnið af mér. Kann ekkert góðri lukku að stýra að fara að panta á netinu eftir fyllerí. Svoleiðis nokkuð endar bara með ósköpum.
Svona í lokin vil ég svo vekja athygli á SAAB samkomu á Sunnudaginn. Allar upplýsingar er að finna hjá Nóna. Allir að mæta á Sööbunum sínum (helst stífbónuðum og fínum).
Þessu til viðbótar ætla ég svo að panta MegaSquirtII ásamt v3.0 pcb (er ekki til eitthvað gott íslenskt orð yfir þetta? Íhlutaspjald? Tölvuspjald?) og LC-1 WB controller og LSU4.2 WB skynjara. Panta þetta allt frá http://diyautotune.com. Hendi pöntuninni út á morgun þegar það verður runnið af mér. Kann ekkert góðri lukku að stýra að fara að panta á netinu eftir fyllerí. Svoleiðis nokkuð endar bara með ósköpum.
Svona í lokin vil ég svo vekja athygli á SAAB samkomu á Sunnudaginn. Allar upplýsingar er að finna hjá Nóna. Allir að mæta á Sööbunum sínum (helst stífbónuðum og fínum).
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
%$"#%"%&!!! Þetta er ljóta vitleysan. Ég er farinn að halda að það sé kominn tími á að ég fari að reyna að læra af einhverju viti á Linux. Aðferðin: "læra hlutina jafnóðum og þeir koma upp" er ekki að duga mér lengur. M.ö.o. um leið og ég er kominn út í framkvæmdir sem ekki er farið sérstaklega yfir í Biblíunni eða lendi í vandræðum sem ekki eru tilgreind í henni þá er ég alveg strand. Helvítis open source samfélag með alltof mikið af upplýsingum á netinu til að maður geti auðveldlega komist í gegnum þær og lært það sem maður þarf! *steytir hnefana að skjánum*.
Djöfull eru þetta dýr námskeið, auk þess held ég að ég hafi ekki sjálfsagan sem þarf í að taka svona net námskeyð. Ætti í það minnsta að reyna að klára öll projectin í Biblíunni fyrst. Ekki líklegt að það klárist í bráð. Ætli ég verði ekki bara að halda áfram að ösla í gegnum upplýsinga flóðið og reyna að drukkna ekki. Get þá alltaf flúið niður í bílageymslu í 99una mína... sem er akkurat það sem ég ætla að gera núna.
Djöfull eru þetta dýr námskeið, auk þess held ég að ég hafi ekki sjálfsagan sem þarf í að taka svona net námskeyð. Ætti í það minnsta að reyna að klára öll projectin í Biblíunni fyrst. Ekki líklegt að það klárist í bráð. Ætli ég verði ekki bara að halda áfram að ösla í gegnum upplýsinga flóðið og reyna að drukkna ekki. Get þá alltaf flúið niður í bílageymslu í 99una mína... sem er akkurat það sem ég ætla að gera núna.
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Það að setja upp tikiwiki virðist ætla að verða stærra project en ég gerði mér grein fyrir. Eða það fylgir því ýmislegt sem ég hafði ekki athugað fyrir fram. Ég þarf til að mynda að koma upp MySQL gagnagrunni (svo vill nú skemmtilega til að MySQL er sænskt og því hlítur það að vera voðalega gott) með öllu lærdómsferlinu sem því fylgir. Það eru því sjálfsagt nokkuð enn í að ég verði búinn að koma blogginu mínu yfir á serverinn.
laugardagur, ágúst 06, 2005
Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir þá er smbandslaust við vefþjóninn minn. Þetta er tilkomið vegna rafmagnsleysis á Seltjarnarnesinu í gær. Svo virðist sem routerinn fyrir húsið hafi dottið út og þarf víst að endurræsa hann. Þrátt fyrir að ég hefði strax samband við Og Vodafone (sem eiga Línu.net), Línu.net og loks Orkuveituna (sem sér um þennan búnað) og loforð orkuveitunnar um að ganga strax í málið, þá hefur ekkert enn gerst og ég neyðist víst til að hringja í fjórða aðilan sem sér um þetta verk fyrir þá. En þeir eru bara við til klukkan 2 á daginn um helgar. Þið verðið því að lifa við myndaleysi þangað til. Já og svo kemst ég ekkert á netið heldur þar sem ég nota sömu internet tenginu fyrir serverinn og almennt vafr.
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Í framhaldi af blogginu mínu frá í gær, þá er ég búinn að finna mér næsta project fyrir serverinn minn: Tikiwiki. Ef vel tekst til þá ætti þetta að leysa öll mín blogg vandamál, og ef ég er rosa duglegur, gera mér kleift að búa til voða fína heimasíðu í leiðinni... og reyndar fullt annað. Getið lesið allt um það hér.
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Hvað segið þið nú gott börnin góð? Ætli það sé ekki kominn tími á að maður beri eitthvað í barmafullan blogg-lækinn. Það finnst mér að minnsta kosti. Frá því að ég kom heim hef ég haldið mannin í vinnunni, í bílskúrnum hjá Birki og í sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba.
Ein af aðalástæðum þess hvað ég er farinn að blogga lítið er sú að búið er að loka fyrir aðgang að blogger.com í vinnunni og get ég því ekki lengur sent inn pistla þaðan. Þetta heftir augljóslega blogg getu mínu, án þess þó að auka afköst mín í vinnunni. Það vita það allir sem reynt hafa að vinna við tölvur krefst þess örfárra mínútna truflanna öðru hvoru. Maður heldur einfaldlega athyglinni ekki lengur en í ca. klukkutíma við eitthvert eitt verkefni. Þá er gott að standa upp og fá sér koffínlaustaumingjate, fara á klósettið, spila Minesweeper nú eða blogga. Ég drekk því bara meira aumingjate í staðin fyrir að blogga. Þegar maður kemur svo heim úr vinnunni gefur maður sér (venjulega) ekki tíma í að blogga. þá fer maður að huga að kvöldmatnum og sína sööbunum sínum (og annara) smá umhyggju.
En þið nennið auðvitað ekkert að lesa svona væl. SAAB fréttir eru miklu skemmtilegri: Ég lagði númerin af Tanngnjósti inn í gær, en hann stendur nú niðri í bílageymslu með ónýta lega og er óvíst hvenær (og mig hryllir við að segja þetta: og hvort) hann kemur aftur á götunar. Ég er efstur á biðlista eftir geymsluplássi hjá Fornbílaklúbbnum og er ætlunin að flytja Tanngnjóst þangað þegar ef stæði losnar (er von til þess nú með haustinu). Ég á orðið svo mikið af ryðbæti brettum að það kemur vart annað til greina en að gera hann upp. Það þarf bara að finna aðstöðu, tíma og verkvilja til að drífa í þessu.
Frá því að ég kom heim hefur verið settur mikil kraftur í að klára túrbó saabinn hans Birkis og hafa æði mörg kvöld og helgar farið í samsetningu og saumaskap (já ég þurfti að draga fram nál og tvinna til að græja nýja teppið alminnilega í hann, það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í bílauppgerðum). Af þessum sökum hefur uppgerð á 99unn alveg staðið í stað. Það kemur þó ekki að mikill sök. Það er svo lítið verk eftir og ég er viss um að Birkir verður fánlegur í að hjálpa mér síðustu metrana. Ef fer fram sem heldur þá ætti túrbóinn hans Birkis að komast á götuna nú í ágúst, og 99an ætti að verða ökufær í lok september, en það fer soldið eftir því hvenær ég get fengið innspítitölvuna og fylgihluti. Ég ætla að panta MegaSquirtII um leið og það kemur út, og því til viðbótar LC1 Wide Band controller og meðfylgjandi súrefnisskynjara. Að auki pantaði ég svo pústhitaskynjara um daginn og á von á honum í pósti á hverri stundu. Jæja, verð að fara að drífa mig í skúrinn til Birkis að henda topplúgunni og einhverju fleiru í bílinn.
Ein af aðalástæðum þess hvað ég er farinn að blogga lítið er sú að búið er að loka fyrir aðgang að blogger.com í vinnunni og get ég því ekki lengur sent inn pistla þaðan. Þetta heftir augljóslega blogg getu mínu, án þess þó að auka afköst mín í vinnunni. Það vita það allir sem reynt hafa að vinna við tölvur krefst þess örfárra mínútna truflanna öðru hvoru. Maður heldur einfaldlega athyglinni ekki lengur en í ca. klukkutíma við eitthvert eitt verkefni. Þá er gott að standa upp og fá sér koffínlaustaumingjate, fara á klósettið, spila Minesweeper nú eða blogga. Ég drekk því bara meira aumingjate í staðin fyrir að blogga. Þegar maður kemur svo heim úr vinnunni gefur maður sér (venjulega) ekki tíma í að blogga. þá fer maður að huga að kvöldmatnum og sína sööbunum sínum (og annara) smá umhyggju.
En þið nennið auðvitað ekkert að lesa svona væl. SAAB fréttir eru miklu skemmtilegri: Ég lagði númerin af Tanngnjósti inn í gær, en hann stendur nú niðri í bílageymslu með ónýta lega og er óvíst hvenær (og mig hryllir við að segja þetta: og hvort) hann kemur aftur á götunar. Ég er efstur á biðlista eftir geymsluplássi hjá Fornbílaklúbbnum og er ætlunin að flytja Tanngnjóst þangað þegar ef stæði losnar (er von til þess nú með haustinu). Ég á orðið svo mikið af ryðbæti brettum að það kemur vart annað til greina en að gera hann upp. Það þarf bara að finna aðstöðu, tíma og verkvilja til að drífa í þessu.
Frá því að ég kom heim hefur verið settur mikil kraftur í að klára túrbó saabinn hans Birkis og hafa æði mörg kvöld og helgar farið í samsetningu og saumaskap (já ég þurfti að draga fram nál og tvinna til að græja nýja teppið alminnilega í hann, það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í bílauppgerðum). Af þessum sökum hefur uppgerð á 99unn alveg staðið í stað. Það kemur þó ekki að mikill sök. Það er svo lítið verk eftir og ég er viss um að Birkir verður fánlegur í að hjálpa mér síðustu metrana. Ef fer fram sem heldur þá ætti túrbóinn hans Birkis að komast á götuna nú í ágúst, og 99an ætti að verða ökufær í lok september, en það fer soldið eftir því hvenær ég get fengið innspítitölvuna og fylgihluti. Ég ætla að panta MegaSquirtII um leið og það kemur út, og því til viðbótar LC1 Wide Band controller og meðfylgjandi súrefnisskynjara. Að auki pantaði ég svo pústhitaskynjara um daginn og á von á honum í pósti á hverri stundu. Jæja, verð að fara að drífa mig í skúrinn til Birkis að henda topplúgunni og einhverju fleiru í bílinn.