mánudagur, september 26, 2005
Ég verð að viðurkenna það að ég hef alltaf soldið gaman af svona online persónuleika prófum, þó svo að þau segi manni ekki neitt sem maður veit ekki fyrir.
http://www.bbc.co.uk/science/humanbody/mind/surveys/whatamilike/index_5.shtml?personality_type=resolver
http://www.bbc.co.uk/science/humanbody/mind/surveys/whatamilike/index_5.shtml?personality_type=resolver
þriðjudagur, september 13, 2005
Hvað ætli stór prósenta af öllum bloggfærslum í heiminum byrji á afsökun á því hvað það er langt síðan viðkomandi bloggaði síðast? Mín afsökun er sú sama og flestra; hef haft mjög mikið að gera undanfarið. það hefur verið unnið grimmt í Saabinum hans Birkis og stefnir jafnvel í að stóru orðin standi og Saabinn fari í gang á morgun (miðvikudag). Þessu til viðbótar er ég svo byrjaður í kvöldnámi í Borgarholtsskóla. Er að taka þá áfanga í grundeild bíliðna sem ég fæ ekki metna, þetta eru: Hlífðargassuða (rafsuða), logsuða, plötuvinna og grunnteikning. Tímarnir eru kenndi á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá sex til hálf ellefu. Þetta eru því ansi langir dagar, en á móti kemur að bæði plötuvinnan og grunnteikningin klárast í október. Suðuáfangarnir á miðvikudögum eru út alla önnina. Hvað ég geri svo í framhaldinu verður að koma í ljós. Er aðeins að gæla við hvort ég eigi að halda áfram í bifreiðasmíð eftir áramótin, en þá þyrfti ég að skipta yfir í dagskóla og þar af leiðandi að gera einhverjar ráðstafanir með vinnuna. En það kemur allt í ljós.
Er byrjaður að setja saman MegaSquirtið, en af fyrrgreindum ástæðum er það ekki nema rétt komið af stað.
Er byrjaður að setja saman MegaSquirtið, en af fyrrgreindum ástæðum er það ekki nema rétt komið af stað.