<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 12, 2005

Eftir maraþon vinnudag í fyrradag (vann í nítján [19] tíma, persónlegt met á einum sólarhring held ég bara) átti ég frí í gær. Ég nýtti því fríið að sjálfsögðu í að lóða MegaSquirtið mitt saman. Það var nú heldur meira verk en ég hélt, ég lóðaði frá eitt til hálf níu með einni stutti pásu til að gleypa í mig skúffuköku og mjólkurglas. Var ég orðinn ansi þreittur þegar þetta loks hafðist, en það hafðist, og ég er ánægður :)

Þegar ég stökk svo í tölvuna til að prófa gripinn mætti mér spjall gluggi frá Daniel Fischer .
Hann var þá í miðju kafi að setja MegaSquirt í 8 ventla túrbó SAABinn sinn. Hann ætlar að MSnS kóðan og bara stjórna kveikjunni til að byrja með (soldið meira verk að bæta við innspítingunni á 8 ventla bílunum eins og Birkir veit manna best. Hann var kominn öllu lengra en ég og byrjaður að tengja allt í bílinn. Þetta ætti því að fara að detta í gang hjá honum hvað úr hverju. Sem er gott.

En það sem meira er um vert þá gat hann bent mér á mann sem er að stjórna DI kassettunni í gegnum MegaSquirt. Ég ætla að setja mig í samband við þennan mann og sjá hvort hann geti ekki gefið mér smá leiðbeiningar um hvernig sé best að snúa sér í þeim efnum. Það væri nefninlega alveg wicked að setja DI í 99una svona til að toppa allt í flottheitum (og til að tryggja að ég verði á hraðskreiðari SAAB en Birkir... MUHAHAHAHA! Þú nærð mér aldrei, ALDREI! *geðveikisglampiíaugum*).

miðvikudagur, október 05, 2005

Ég reyndi frekar veikum mætti að setja 99una í gang í gær. Hún startaði rosa fínt þegar nýhlaðinn geymirinn var settur í hana, en ekki dugði það til þess að hún færi í gang. Þar sem ég var einn að þessu gat ég ekki athugað hvort að kertin gæfu neista, og ekki fann ég neina bensínlykt. Ég greip því tækifærið þegar Birkir bað mig um að taka smá rúnt með sig í SAABinum mínum (greyið á engan gangfæran SAAB og þjáist af fráhvarfseinkennum. Það minnsta sem maður getur gert er að keyra smá rúnt með hann öðru hvoru) og brunaði með hann í bílageymslunna. Í þetta skiptið kipptum við með okkur startvökva. Það kom strax í ljós að SAABinn neistaði ekki neitt. Því var þó fljót kippt í liðinn. Þegar neistinn var kominn var ekkert því til fyrirstöðu að skjóta góðum sjúss inn á soggreinina og... vrúmmm vrrrrrúúúmmmm! Hún hrökk í gang eins og henni hefði síðast verið startað í gær. Þíður og góður gangur og allt hið besta mál. Eini gallinn var að þetta gerði hún eingöngu svo lengi sem maður sprautaði startvökvanum inn á soggreinina (eða þar til hún spúði eldi út úr blöndungnum og sveið öll hárin af hægri hendinni á mér). Við nánari athugun kom í ljós að ekkert bensín kemur frá tanknum og verður það næsta mál að finna út úr því. Ætla að leita ráða hjá mér fróðari mönnum um blöndungsvélar áður en reynt verður aftur.

Í öllu falli er ég sáttur við afrakstur kvöldsins (þrátt fyrir hræðilega sviðafýlu af hendinni).

þriðjudagur, október 04, 2005

Þá er Tanngnjóstur farinn í geymslu hjá Fornbílaklúbbnum. Ég og Birkir "drógum" hann upp í Esjumel þar sem hann gistir núna geymslu í góðum félagsskap Saab Sonett og fleiri góðra bíla. Ég færði svo 99una yfir í stæðið mitt í bílageymslunni, og ætla að fara að hefjast aftur handa við að koma henni í gagnið. Mig langar að prufa að koma B mótornum í gang og sannreyna hvort hann fari ekki örugglega að leka áður en ég skipti honum út. Ég hirti í þessum tilgangi batteryið úr Tanngnjósti og ætla að reyna á morgun að starta honum.

Í öðrum fréttum þá kláraði ég plötuvinnu í skólanum á þriðjudaginn, og svo hlíðgassuðuna í kvöld, þannig að nú eru bara tvö fög eftir. Logsuða sem ég byrjaði á í kvöld (ekkert svo erfið þegar maður er búinn að TIG sjóða, var töluvert erfiðari á stutta suðunámskeiðinu sem ég tók í fyrra), og grunnteikning. Ef ég er rosalega duglegur þá get ég tekið próf í grunnteikningunni 12. október, en þá stendur og fellur með því hvort ég næ að klára allar teikningarnar fyrir þann tíma. Annars tek ég prófið í desember.

Læt þetta nægja í bili, kem með 99 fréttir á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?