þriðjudagur, janúar 31, 2006
Viljiði hætta að senda mér invitation til að skrá mig á sms.ac. STRAX! Þið eruð öll fífl að falla fyrir svona vitleysu. Það er ekki til neytt sem heitir ókeypis, nema kanski ofbeldi. Ef þið fáið einhverja undarlega þörf fyrir að senda mér eitthvert auglýsinga rusl þá gerið tvennt áður en þið sendið mér það. Googlið fyrirbærið og lesið ykkur til um það á fleiri stöðum en í auglýsingunni sem þið fenguð senda frá fávitanum í næsta bás við ykkur á skrifstofunni. Ef þið finnið ekkert sem fær ykkur ofan af því að senda þetta þar, lesið þá yfir keðjubréfa reglurnar hans Denis Leary og athugið hvort þetta fellur undir eitthvað af því sem hann telur upp. Nú ef allt kemur fyrir ekki þá kanski er einhver smá ástæða til að senda þetta til mín.
föstudagur, janúar 27, 2006
fimmtudagur, janúar 26, 2006
föstudagur, janúar 20, 2006
Það gerir nú hálf lítið úr hellaferðinni manns, þegar menn fara ofan í hella sem eru dýpri en hellarnir sem við fórum í eru langir. Samt flottar myndir.
sunnudagur, janúar 15, 2006
Ég fór í hellaferð um helgina. Það var mikil snilld. Hugmyndina átti Johnny G, en hann og Gauji (eða Gaui, veit ekki hvorn ritháttinn hann kýs) höfðu lóðsað hópa af skátakrökkum um þessa hella í sumar. Þar sem þeir þurftu að bera ábyrgð á stórum hóp af krökkum og voru þar að auki tímabundnir gafst þeim ekki tækifæri á að skoða hellana alminnilega og því vildu þeir ólmir og uppvægir fara aftur og líta betur á þetta. Við fórum því ásamt Ásgeiri (litlabróður Johnny) og Ásgeiri (Geira túttu) inn að Gjábakkahrauni (eða Goðahrauni eins og það er nefnt á heimasíðu Hellarannsóknarfélagsins. En það er að finna á leiðinni inn á Lingdalsheiði. Það var fallegt veður þennan dag, hægviðri, bjart og um 5-6 stiga frost.
Við byrjuðum á að skoða Gjábakkahelli, en inngangurinn í hann er ekki nema um 10 metra frá vegkantinum og því auðvelt að finna hann. Það var um 20-30cm snjólag yfir öllu svæðinu þannig að opið var hálf hulið snjó sem við þurftum að brjótast í gegnum fyrst. Það var þó létt verk og komumst við fljótt inn í hellinn. Gjábakkahellir er eins og flestir hellarnir á þessu svæði gömul hraun rás og víðast nokkurra metra breiður og hár. Gjábakka hellir er þó töluvert hruninn þannig að það var um mikið stórgrýti að fara með tilheyrandi klifri og klöngri. Og ekki bætti úr skák að fyrstu um 70 - 100 metrana voru allir steinarnir og veggirnir þaktir blautum ís og því verulega erfitt að fóta sig. Þegar við vorum komnir um 2/3 af leiðinni skiptist hellirinn í þrjú op hvert ofan á öðru. Þetta var einn af þessum stöðum sem Gauja og Johnny hafði ekki gefist tími til að skoða í sumar. Byrjuðum við á að klifra upp á miðhæðina, en hún reyndist bara lítill skúti sem endaði þó með gati niður á neðstu hæðina. Efsta hæðin náði svipað langt inn, en þar var líka hægt að fara til baka út með veggnum þar til komið var að þröngu gati. Þegar við skriðum í gegnum það (á maganum með bakið fast í loftinu og axlirnar í veggjunum, sem sagt þröngt!) þá var komið út á litla sillu, eða nokkurskonar svalir. Þar er flott að setjast niður og hvíla sig og jafnvel borða nesti ef það er með í för. Um 6 metra fall er niður af 'svölunum' svo það er vissara að fara varlega. Við skriðum svo til baka (og reyndar aftur til baka til að ná myndum í gatinu). Þegar við fórum svo að nálgast hinn endan á hellinum fór aftur að kólna, en það var á að giska 5 stiga hiti ofna í hellinum og hálkan fór aftur að gera vart við sig. En síðustu 30 metrana gat að líta mjög fallegar ísmyndanir og grílukerti. Opið í þessum enda er stórt og mikið og því auðvelt að finnan þennan muna líka ef maður vill fara hina áttina í gegn. Þessi hellir var ágætis 'reality check' fyrir mig því svona hellaskoðun er mun meira líkamlega krefjandi en mig hafði órað fyrir.
Þegar við komum upp úr hellinum var Geiri tútta orðinn hálf slappur, kominn með hausverk og orðið flökurt og hélt því heim á leið. Við hinir héldum þó ótrauðir áfram.
Seinni hellirinn heiti Litli-Björn. Við höfðum hnitin að opinu á honum og þrömmuðum af stað þessa 700 metra sem voru í hann. Þetta var helvítis púl ganga þar sem snjórinn náði manni ýmist upp á miðja kálfa eða maður sökk upp að hnjám. Við komum svo loks að stað þar sem GPS tækið sagði okkur að opið væri í 50 sentimetra fjarlægð. Ekkert var þó að sjá í kringum okkur nema samfellda snjóbreiðu og prófað ég því að reka kústskaft sem við höfðum með okkur akkurat í þessum tilgangi ofan í jörðina. Tókst mér að sökkva því öllu ofna í jörðina og því ekki um annað að ræða en að byrja að grafa. Spörkuðum við og mokuðum sem mest við máttum þar til við uppgötvuðum að snjóbreiðan virtist gefa aðeins eftir þegar einhver okkar hoppaði á henni. Við fórum því allir að hoppa sem mest við máttum. Skyndilega kallaði Ásgeir uppyfir sig, en hann hafði labbað nokkra metra í burtu á meðan við vorum að grafa. Hafði hann þá skyndilega sokkið upp fyrir hné í snjóinn og brugðið við það. Við litum allir upp rétt í tíma til að sjá Ásgeir hverfa alveg upp að öxlum. Hann hafði þá fundið opið og hékk í lausu lofti á höndunum ofan á snjóbreiðunni. Fannst okkur þetta ógurlega fyndið, en í raun var það algjör heppni að Ásgeir datt ekki alveg í gegn því nokkurra metra lóðrétt fall var fyrir neðan gatið eftir hann. Við þurftum því að brjóta heilmikinn snjó úr gatinu til að komast ofan í hellinn.
Litli-Björn er líka gömul hraun rás líkt og Gjábakkahellir, enn ekki eins hruninn og því auðveldari yfirferðar. Þegar Gauji og Johnny fóru með krakkana í þennan helli þá gengu þeir með þeim inn að miklu hruni sem maður kemur að eftir um 500 metra göngu og snéru þar við. Þeir höfðu þó eitthvað veður af því að það væri til leið í gegnum hrunið og eftir það tækju við um 500 metrar í viðbót. Við kíktum inn í þröngar sprungur á milli steinnanna lýsandi á milli annara til að athuga hvort félaginn sem stóð hálfur á haus á milli þeirra fyrri sæji ljósið einhversstaðar. Eftir nokkurra mínútna þóf fann Johnny loks rétta gatið. Það var um nokkurra metra löng og frekar þröng göng að fara og því skildum við bakpokana og óþarfa úlpur eftir (það var síst kaldara í þessum helli en þeim fyrri) enda fylgdi sögunni að ekki væri um nema einn útgang að ræða og því auðvelt að kippa dótinu með á bakaleiðinni. Eftir um 200 metra göngu komum við að stað þar sem hellirinn skiptist í tvent. Annars vegar heldur hann til hægri og lækkar lofthæðin þar mjög mikið. Johnny og Gauji skelltu sér niður á fjóra fætur og síðar magan og héltu inn þá leiðina.
Við Ásgeir ákváðum að láta þá um púlið og treystum á að þeir myndu kalla á okkur ef eitthvað skemmtilegt leyndist í þessum afkima. Eftir um 5 mínútna bið þar sem við sáum enn í lappirnar á Gauja þar sem hann elti Johnny (enda óhemju seinfarið að skríða á maganum með hraunnibbur grípandi bæði í magan og bakið á manni), þá leiddist okkur þófið og ákváðum við að kanna betur grjóthrunið okkur á vinstri hönd. Þar var auðvelt að troðast í gegn og opnaðist þar strax sæmileg hvelfing. Nokkur leðja var í botninum á henni og þar var að sjá fótspor! Við vorum greinilega ekki fyrstu mennirnir til að skríða þarna í gegn. Hér var líka farið að kólna og því orðið nokkuð ljóst að við vorum nær yfirborðinu en áður. Við héltum aðeins áfram þar sem hellirinn opnaðist aftur og þar byrjuðu þessi líka rosa flottu grílukerti. Grílukertin í Gjábakkahelli komust ekki í hálfkvist á við þessi. Við Ásgeir snérum því til baka og sóttum Johnny og Gauja (sem voru ennþá að reyna að skríða inn eftir þrengingunum). Við héldum svo áfram í þessum grílukerta skógi þar til að eftir um 150 metra í viðbót að við komum aftur að stað þar sem hellirinn skiptist. Opið til hægri þrengdist líka niður svipað og gatið sem Johnny og Gauji kíktu á og voru uppi getgátur um að þau lægju saman, en hitt gatið var farið að sveigja töluvert til vinstri og því ekkert útilokað í þeim efnum. Bíður það frekari rannsókna í framtíðinni. Eftir um hundarð metra í viðbót í vinstri göngunum komum við að snjó! Upplýsingar okkar reyndust greinilega ekki réttari en svo að hér var greinilega gat út, því ekki snjóar neðanjarðar. Ásgeir var fyrstu upp snjóinn og gróf sig upp úr þekjunni en hún var um 10 metra hærra en botninn á hellinum. Við fórum upp þar og fengum okkur ferskt loft og hringdum heim til að láta vita að okkur seinkaði um að minnsta kosti klukkutíma frá áætluninni. Þar sem það voru svo flott grílukerti í þessum enda þá ákváðum við að sækja bakpokana og þar með myndavélarnar og fara út á þessum enda.
Johnny og Gauji völdust til þessi og við Ásgeir biðum eftir þeim við opið. Eftir um 10 mínútna bið ákváðum við að kíkja aftur á seinni skiptinguna á göngunum og fundum við hana fljótt. Við skriðum aðeins inn í hana en nenntum ekki langt og settumst því þar og biðum félaga okkar. Prófuðum við að slökkva ljósin sem við vorum með og er það mjög sérstök tilfinning að upplifa svona algjört myrkur (verst að maður getur ekki tekið það með sér og notað þegar maður fer í stjörnuskoðun). Nokkrum mínútum síðar komu svo strákarnir og héldu þá að við hefðum hlaupið að hinu opinu og komið á móti þeim. Þeir höfðu með öðrum orðum villst og voru komnir lang leiðina til baka án þess að hafa hugmynd um það! Þá var klukkan orðin svo margt að ekki var um annað að ræða en við færum allir til baka og tækjum bakpokana og færum svo út á sama stað og við komum inn. Það tók okkur ekkert svo langan tíma að finna leiðina til baka, en þó vorum við því feignir að við höfðum áttað okkur á því í tíma að "ruslið" sem við höfðum verið að hirða upp öðru hvoru var sumstaðar notað til að merkja leiðina. Skildum við nokkrar merkingar eftir við þröngu göngin, en þau er einna erfiðast að finna þar sem það er í stóru grjóthruni og úr mörgum álitlegum götum að velja. Við komum svo loks niður í bíl um sjö leitið og var ég kominn út á nes um klukkan hálf níu, dauð uppgefinn eftir átök dagsins, en jafnframt ánægður með ferðina.
Þess má geta að þessu bloggi hefði fyllt fullt af myndum ef ekki væri fyrir þvermóskuhátt skýrsluvélanna (en Skýrr verður aldrei nefnt annað en skýrsluvélarnar héðan í frá) og seinagangs Hive.
Við byrjuðum á að skoða Gjábakkahelli, en inngangurinn í hann er ekki nema um 10 metra frá vegkantinum og því auðvelt að finna hann. Það var um 20-30cm snjólag yfir öllu svæðinu þannig að opið var hálf hulið snjó sem við þurftum að brjótast í gegnum fyrst. Það var þó létt verk og komumst við fljótt inn í hellinn. Gjábakkahellir er eins og flestir hellarnir á þessu svæði gömul hraun rás og víðast nokkurra metra breiður og hár. Gjábakka hellir er þó töluvert hruninn þannig að það var um mikið stórgrýti að fara með tilheyrandi klifri og klöngri. Og ekki bætti úr skák að fyrstu um 70 - 100 metrana voru allir steinarnir og veggirnir þaktir blautum ís og því verulega erfitt að fóta sig. Þegar við vorum komnir um 2/3 af leiðinni skiptist hellirinn í þrjú op hvert ofan á öðru. Þetta var einn af þessum stöðum sem Gauja og Johnny hafði ekki gefist tími til að skoða í sumar. Byrjuðum við á að klifra upp á miðhæðina, en hún reyndist bara lítill skúti sem endaði þó með gati niður á neðstu hæðina. Efsta hæðin náði svipað langt inn, en þar var líka hægt að fara til baka út með veggnum þar til komið var að þröngu gati. Þegar við skriðum í gegnum það (á maganum með bakið fast í loftinu og axlirnar í veggjunum, sem sagt þröngt!) þá var komið út á litla sillu, eða nokkurskonar svalir. Þar er flott að setjast niður og hvíla sig og jafnvel borða nesti ef það er með í för. Um 6 metra fall er niður af 'svölunum' svo það er vissara að fara varlega. Við skriðum svo til baka (og reyndar aftur til baka til að ná myndum í gatinu). Þegar við fórum svo að nálgast hinn endan á hellinum fór aftur að kólna, en það var á að giska 5 stiga hiti ofna í hellinum og hálkan fór aftur að gera vart við sig. En síðustu 30 metrana gat að líta mjög fallegar ísmyndanir og grílukerti. Opið í þessum enda er stórt og mikið og því auðvelt að finnan þennan muna líka ef maður vill fara hina áttina í gegn. Þessi hellir var ágætis 'reality check' fyrir mig því svona hellaskoðun er mun meira líkamlega krefjandi en mig hafði órað fyrir.
Þegar við komum upp úr hellinum var Geiri tútta orðinn hálf slappur, kominn með hausverk og orðið flökurt og hélt því heim á leið. Við hinir héldum þó ótrauðir áfram.
Seinni hellirinn heiti Litli-Björn. Við höfðum hnitin að opinu á honum og þrömmuðum af stað þessa 700 metra sem voru í hann. Þetta var helvítis púl ganga þar sem snjórinn náði manni ýmist upp á miðja kálfa eða maður sökk upp að hnjám. Við komum svo loks að stað þar sem GPS tækið sagði okkur að opið væri í 50 sentimetra fjarlægð. Ekkert var þó að sjá í kringum okkur nema samfellda snjóbreiðu og prófað ég því að reka kústskaft sem við höfðum með okkur akkurat í þessum tilgangi ofan í jörðina. Tókst mér að sökkva því öllu ofna í jörðina og því ekki um annað að ræða en að byrja að grafa. Spörkuðum við og mokuðum sem mest við máttum þar til við uppgötvuðum að snjóbreiðan virtist gefa aðeins eftir þegar einhver okkar hoppaði á henni. Við fórum því allir að hoppa sem mest við máttum. Skyndilega kallaði Ásgeir uppyfir sig, en hann hafði labbað nokkra metra í burtu á meðan við vorum að grafa. Hafði hann þá skyndilega sokkið upp fyrir hné í snjóinn og brugðið við það. Við litum allir upp rétt í tíma til að sjá Ásgeir hverfa alveg upp að öxlum. Hann hafði þá fundið opið og hékk í lausu lofti á höndunum ofan á snjóbreiðunni. Fannst okkur þetta ógurlega fyndið, en í raun var það algjör heppni að Ásgeir datt ekki alveg í gegn því nokkurra metra lóðrétt fall var fyrir neðan gatið eftir hann. Við þurftum því að brjóta heilmikinn snjó úr gatinu til að komast ofan í hellinn.
Litli-Björn er líka gömul hraun rás líkt og Gjábakkahellir, enn ekki eins hruninn og því auðveldari yfirferðar. Þegar Gauji og Johnny fóru með krakkana í þennan helli þá gengu þeir með þeim inn að miklu hruni sem maður kemur að eftir um 500 metra göngu og snéru þar við. Þeir höfðu þó eitthvað veður af því að það væri til leið í gegnum hrunið og eftir það tækju við um 500 metrar í viðbót. Við kíktum inn í þröngar sprungur á milli steinnanna lýsandi á milli annara til að athuga hvort félaginn sem stóð hálfur á haus á milli þeirra fyrri sæji ljósið einhversstaðar. Eftir nokkurra mínútna þóf fann Johnny loks rétta gatið. Það var um nokkurra metra löng og frekar þröng göng að fara og því skildum við bakpokana og óþarfa úlpur eftir (það var síst kaldara í þessum helli en þeim fyrri) enda fylgdi sögunni að ekki væri um nema einn útgang að ræða og því auðvelt að kippa dótinu með á bakaleiðinni. Eftir um 200 metra göngu komum við að stað þar sem hellirinn skiptist í tvent. Annars vegar heldur hann til hægri og lækkar lofthæðin þar mjög mikið. Johnny og Gauji skelltu sér niður á fjóra fætur og síðar magan og héltu inn þá leiðina.
Við Ásgeir ákváðum að láta þá um púlið og treystum á að þeir myndu kalla á okkur ef eitthvað skemmtilegt leyndist í þessum afkima. Eftir um 5 mínútna bið þar sem við sáum enn í lappirnar á Gauja þar sem hann elti Johnny (enda óhemju seinfarið að skríða á maganum með hraunnibbur grípandi bæði í magan og bakið á manni), þá leiddist okkur þófið og ákváðum við að kanna betur grjóthrunið okkur á vinstri hönd. Þar var auðvelt að troðast í gegn og opnaðist þar strax sæmileg hvelfing. Nokkur leðja var í botninum á henni og þar var að sjá fótspor! Við vorum greinilega ekki fyrstu mennirnir til að skríða þarna í gegn. Hér var líka farið að kólna og því orðið nokkuð ljóst að við vorum nær yfirborðinu en áður. Við héltum aðeins áfram þar sem hellirinn opnaðist aftur og þar byrjuðu þessi líka rosa flottu grílukerti. Grílukertin í Gjábakkahelli komust ekki í hálfkvist á við þessi. Við Ásgeir snérum því til baka og sóttum Johnny og Gauja (sem voru ennþá að reyna að skríða inn eftir þrengingunum). Við héldum svo áfram í þessum grílukerta skógi þar til að eftir um 150 metra í viðbót að við komum aftur að stað þar sem hellirinn skiptist. Opið til hægri þrengdist líka niður svipað og gatið sem Johnny og Gauji kíktu á og voru uppi getgátur um að þau lægju saman, en hitt gatið var farið að sveigja töluvert til vinstri og því ekkert útilokað í þeim efnum. Bíður það frekari rannsókna í framtíðinni. Eftir um hundarð metra í viðbót í vinstri göngunum komum við að snjó! Upplýsingar okkar reyndust greinilega ekki réttari en svo að hér var greinilega gat út, því ekki snjóar neðanjarðar. Ásgeir var fyrstu upp snjóinn og gróf sig upp úr þekjunni en hún var um 10 metra hærra en botninn á hellinum. Við fórum upp þar og fengum okkur ferskt loft og hringdum heim til að láta vita að okkur seinkaði um að minnsta kosti klukkutíma frá áætluninni. Þar sem það voru svo flott grílukerti í þessum enda þá ákváðum við að sækja bakpokana og þar með myndavélarnar og fara út á þessum enda.
Johnny og Gauji völdust til þessi og við Ásgeir biðum eftir þeim við opið. Eftir um 10 mínútna bið ákváðum við að kíkja aftur á seinni skiptinguna á göngunum og fundum við hana fljótt. Við skriðum aðeins inn í hana en nenntum ekki langt og settumst því þar og biðum félaga okkar. Prófuðum við að slökkva ljósin sem við vorum með og er það mjög sérstök tilfinning að upplifa svona algjört myrkur (verst að maður getur ekki tekið það með sér og notað þegar maður fer í stjörnuskoðun). Nokkrum mínútum síðar komu svo strákarnir og héldu þá að við hefðum hlaupið að hinu opinu og komið á móti þeim. Þeir höfðu með öðrum orðum villst og voru komnir lang leiðina til baka án þess að hafa hugmynd um það! Þá var klukkan orðin svo margt að ekki var um annað að ræða en við færum allir til baka og tækjum bakpokana og færum svo út á sama stað og við komum inn. Það tók okkur ekkert svo langan tíma að finna leiðina til baka, en þó vorum við því feignir að við höfðum áttað okkur á því í tíma að "ruslið" sem við höfðum verið að hirða upp öðru hvoru var sumstaðar notað til að merkja leiðina. Skildum við nokkrar merkingar eftir við þröngu göngin, en þau er einna erfiðast að finna þar sem það er í stóru grjóthruni og úr mörgum álitlegum götum að velja. Við komum svo loks niður í bíl um sjö leitið og var ég kominn út á nes um klukkan hálf níu, dauð uppgefinn eftir átök dagsins, en jafnframt ánægður með ferðina.
Þess má geta að þessu bloggi hefði fyllt fullt af myndum ef ekki væri fyrir þvermóskuhátt skýrsluvélanna (en Skýrr verður aldrei nefnt annað en skýrsluvélarnar héðan í frá) og seinagangs Hive.
föstudagur, janúar 13, 2006
Ég virðist ekkert nenna að skrifa þessa dagana. Það tekur svo mikla orku að vera svona fúll út í Skýrr og Hive. En einhver þarf að vera það þannig að ég tók það bara að mér. Ég fæ nettenginguna hjá Hive bara einhverntíman og skýrsluvélarnar eru alveg harðar á þessum reglum sínum þannig að ég verð bara að vera server laus þangað til 'einhverntíman'. Ég var svo bjartsýnn þegar Hive sagðist geta tengt mig milli jóla og nýárs og að ég fengi fasta ip tölu og engin port blokkuð að ég hljóp til og keypti mér lén: http://www.vetur.net Það er auðvitað ekkert þar núna nema auglýsing frá GoDaddy.com sem selur mér lénið.
Nenni ekki að skrifa meira. Ein myndasaga handa ykkur í lokin:
Nenni ekki að skrifa meira. Ein myndasaga handa ykkur í lokin: