þriðjudagur, mars 21, 2006
sunnudagur, mars 19, 2006
Ég biðst afsökunnar á blogg leti minni undanfarna daga. Ég var að flytja nettenginua mína frá Skýrr yfir til Hive og það gekk vægast sagt illa fyrir sig, en hafðist þó að lokum. Er ábyggilega búinn að eyða 6 klukkutímum í spjalla við þjónustuver Hive. Strákarnir þar vou svo allir af vilja gerðir að leysa úr þessum vandræðum, en það tók bara svona ógurlega langan tíma. En allt er gott sem endar vel. Nettengingin er komin í lag og ég er byrjaður að setja serverinn upp upp á nýtt.
Ég var að skrá vetur.net hjá DNS þjónustu (ákvað að vera latur og fresta því að setja upp DNS þjón á servernum). Það þíðir að vetur.net ætti að fara að vísa á ip-töluna mína einhverntíman á næstu 48 klukkutímum. Þar er að vísu ekkert að finna nema test síðu fyrir Apache vefþjónin, en ég er að hamast í að setja upp gallerýið og fleira þannig að þetta fer allt koma.
Það er líka allt að gerast í vefmálum Stjörnuskoðunarfélagsins, búið að settja upp spjallsvæði og myndagallerý og fleira á döfinni. Kíkið á astro.is, og alveg sérstaklega ljósmengunarmyndirnar sem ég tók í nótt.
Ég var að skrá vetur.net hjá DNS þjónustu (ákvað að vera latur og fresta því að setja upp DNS þjón á servernum). Það þíðir að vetur.net ætti að fara að vísa á ip-töluna mína einhverntíman á næstu 48 klukkutímum. Þar er að vísu ekkert að finna nema test síðu fyrir Apache vefþjónin, en ég er að hamast í að setja upp gallerýið og fleira þannig að þetta fer allt koma.
Það er líka allt að gerast í vefmálum Stjörnuskoðunarfélagsins, búið að settja upp spjallsvæði og myndagallerý og fleira á döfinni. Kíkið á astro.is, og alveg sérstaklega ljósmengunarmyndirnar sem ég tók í nótt.