mánudagur, apríl 24, 2006
Á morgun á ég að halda kynningu fyrir vinnufélagamína í snake. Þessar kynningar eru haldnar reglulega yfir veturinn, og eru nýttar til að kynna uppfærslur á hugbúnaði og breytingar í flugheiminum sem tengjast starfinu. Stundum eru þær líka nýttar í endurþjálfun. Ég hef yfirleitt séð um þessar kynningar. Kynningin á morgun er þó öðruvísi en hinar því að ég hef ekki haft neinn tíma til að undirbúa hana (sem er jafnvel enn minni tími en venjulega), auk þess sem breytingar ætlað var að kynna eru langt frá því að vera tilbúnar. Ekki að það skipti svo miklu máli þar sem ég hefði hvort eð er ekki haft tíma til að kynna mér þær. Þannig að á morgun mun ég vera með 4 klukkutíma óundirbúna kynningu á einhverju sem ég veit ekkert um. Já og það var ekki gert ráð fyrir því að við þyrftum neina aðstöðu fyrir kynninguna og því alls óvíst með að nokkuð fundarherbergi sé laust fyrir okkur.
Þetta er allt ein samhangandi andstyggð.
Allt nema að ég portaði heddið fyrir 99una um helgina ásamt soggreinunum. Það er styggð.
Já og ég er búinn að breyta nöfnunum á öllum myndaskránnum sem ekki virkuðu í gallerýinu, þannig að þær myndir sem eru þar inni núna virka allar eðlilega. Reyndi líka að lagfæra ImageMagic/NetPBM vandamálið (sem kemur í veg fyrir að hægt sé að loada inn nýjum myndum). Það mistókst (svona eins og kynningin mín á morgun).
Þetta er allt ein samhangandi andstyggð.
Allt nema að ég portaði heddið fyrir 99una um helgina ásamt soggreinunum. Það er styggð.
Já og ég er búinn að breyta nöfnunum á öllum myndaskránnum sem ekki virkuðu í gallerýinu, þannig að þær myndir sem eru þar inni núna virka allar eðlilega. Reyndi líka að lagfæra ImageMagic/NetPBM vandamálið (sem kemur í veg fyrir að hægt sé að loada inn nýjum myndum). Það mistókst (svona eins og kynningin mín á morgun).
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Ég setti wideband controller í 9000 Saabinn núna um páskana. Ætlaði mér svona tvo tíma í verkið, en endaði á því að eyða þremur dögum í það. Það hafðist þó að lokum svo núna get ég breytt merkinu frá súrefnisskynjaranum inn á LH tölvuna að vild. Ég byrjaði þó á að fá Birki í lið með mér og tókum við góðan rúnt til að átta okkur á því hvernig þessu væri stýrt í bílnum til að byrja með. Það er skemmst frá því að segja að blöndunni er haldi sem næst 14,7 undir öllu mögulegu álagi, nema undir bústi. Blöndunni er haldið í 14,7 upp í ca. 1/3 af gula strikinu í búst mælinum (er ekki með alminnilegan búst mæli í bílnum), en eftir það er hún aukin upp í ca. 10 á fullu bústi (fer jafnvel enn neðar en það ef bílinn er botnaður snöggt).
Til prufu breytti ég bilinu sem narrowband merkið sveiflast á og setti það á 14,8 og 15,8 (var áður 14,01 og 15,01). Ég veit að vísu ekki hvaða signal gamli súrefnisskynjarinn var að gefa, en það kom glögglega í ljós að vélin fylgi merkinu frá skynjaranum mjög vel eftir og því eðlilegt að ætla að hún reyni að halda 14,7 fyrir hvarfakútinn... en hver þarf hvarfakút!
Nú er næsta mál að fara að huga að alminnilegu pústkerfi undir vagninn og svo kanski bara ... ;)
Í öðrum fréttum þá eyddi ég nóttinni bak við stjörnukíki Stjörnuskoðunarfélagsins að eltast við halastjörnuna 73P/Schwassmann-Wachmann 3 (þjált og gott nafn). Vegna mikillar ljósmengunnar og norðurljósa var þetta mun erfiðari leit en efni stóðu til og fann ég hana fyrst þegar ég skellti myndavélinni ofan á sjónaukann og tók mynd af svæðinu sem hún átti að vera á. Þetta var um klukkan hálf þrjú, og hafði fram að þessari mynd verið við það að gefast upp og fara að halda heim á leið. Efltist ég allur við þessa mynd og hélt áfram að taka myndir og skoða C brotið (en halastjarna þessi er brotin í marga hluta) fram í byrtingu um klukkan hálf fjögur. Ekki tókst mér að finna B og G brotin en veit til þess að Sævari Helga tókst að finna þau frá Kaldárseli þessa sömu nótt, en hann fann aftur ekki C brotið, þannig að við verðum bara að víxla brotum næst þegar gefur. Var ég svo kominn í bólið rétt upp úr fjögur og mættur í vinnuna klukkan átta. Ekkert mjög ferskur kanski, en allavegana mættur.
Þessi halastjarna er enn að nálgast jörðu og sólu og á því eftir að stækka nokkuð auk þess að verða töluvert bjartari. Jafnvel eru nokkrar líkur til þess að hún verði sýnileg með berum augum. Vonum bara að myrkrið endist þangað til.
Til prufu breytti ég bilinu sem narrowband merkið sveiflast á og setti það á 14,8 og 15,8 (var áður 14,01 og 15,01). Ég veit að vísu ekki hvaða signal gamli súrefnisskynjarinn var að gefa, en það kom glögglega í ljós að vélin fylgi merkinu frá skynjaranum mjög vel eftir og því eðlilegt að ætla að hún reyni að halda 14,7 fyrir hvarfakútinn... en hver þarf hvarfakút!
Nú er næsta mál að fara að huga að alminnilegu pústkerfi undir vagninn og svo kanski bara ... ;)
Í öðrum fréttum þá eyddi ég nóttinni bak við stjörnukíki Stjörnuskoðunarfélagsins að eltast við halastjörnuna 73P/Schwassmann-Wachmann 3 (þjált og gott nafn). Vegna mikillar ljósmengunnar og norðurljósa var þetta mun erfiðari leit en efni stóðu til og fann ég hana fyrst þegar ég skellti myndavélinni ofan á sjónaukann og tók mynd af svæðinu sem hún átti að vera á. Þetta var um klukkan hálf þrjú, og hafði fram að þessari mynd verið við það að gefast upp og fara að halda heim á leið. Efltist ég allur við þessa mynd og hélt áfram að taka myndir og skoða C brotið (en halastjarna þessi er brotin í marga hluta) fram í byrtingu um klukkan hálf fjögur. Ekki tókst mér að finna B og G brotin en veit til þess að Sævari Helga tókst að finna þau frá Kaldárseli þessa sömu nótt, en hann fann aftur ekki C brotið, þannig að við verðum bara að víxla brotum næst þegar gefur. Var ég svo kominn í bólið rétt upp úr fjögur og mættur í vinnuna klukkan átta. Ekkert mjög ferskur kanski, en allavegana mættur.
Þessi halastjarna er enn að nálgast jörðu og sólu og á því eftir að stækka nokkuð auk þess að verða töluvert bjartari. Jafnvel eru nokkrar líkur til þess að hún verði sýnileg með berum augum. Vonum bara að myrkrið endist þangað til.
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Vegna vandræða við nettenginguna í Valhúsaskóla verður vetur.net spegill fyrir astro.is næstu daga. Þ.e.a.s. ekki verður hægt að komasti inn á gallerýið (eða neina aðra síðu á servernum) fyrr en nettengingin í Való kemst í lag og serverinn fer aftur þangað uppeftir. Það er svo sem ekki mikill skaði af þessu þar sem gallerýið var hvort eð ekkert farið að virka alminnilega. Fannst samt rétt að láta ykkur vita af þessu.