föstudagur, júlí 21, 2006
Ég, Freysi og Stefán gáfum Johnny klifurnámskeið í afmælisgjöf um daginn. Johnny var svo ekki lengi að sannfæra mig um að skrá mig líka. Námskeiðið var þrjú kvöld og var byrjað niðri í klifurhúsi á þriðjudagskvöldið þar sem farið var yfir helstu græjur, hnúta og svoleiðis þetta allt prófaði í veggjunum þar. Ég var reyndar á næturvakt þetta kvöld, en fékk að mæta seint á vaktina og gat því verið með megnið af tímanum. Á miðvikudagskvöldið var svo farið inn í Eilífsdal í Kjós og klifrað í Valshamri. Það var ekkert leiðinlegt skal ég segja ykkur. Lofthræðslan lét nú svolítið kræla á sér, enda verið að klifra upp í 15 metra hæð, en þá var bara að bíta á jaxlinn og klifra hærra. Við fórum svo aftur upp í Valshamar í kvöld og héldum áfram að klifra. Þetta var frábært námskeið, leiðbeinendurnir fyrsta flokks (Hjalti og Elmar) og alveg ljóst að ég á eftir að halda þessu áfram.
Ég tók myndavélina með mér í kvöld og smellti af nokkrum myndum. Gummi-Stóri tók líka fullt af myndum á námskeiðinu og á örugglega eftir að setja þær á heimasíðuna sína.
Johnny að leggja af stað upp Kristján tíunda. Kristján X er fín byrjenda leið og ágæt til að venjast hæðinni og æfa sig í að leiða, en það er að klifra leiðina og festa línuna jafn óðum. Það er meira krefjandi en að klifra í top rope eins og gefur að skilja. Sérstaklega þegar maður er búinn að klifra langt uppfyrir síðustu festingu og þarf svo að draga út helling af línu til að ná upp í þá næstu - Það yrði soldið mikið fall ef maður dytti akkurat á því augnabliki. Johnny brosir samt bara að þessu, enda mikið hreystimenni (nema þetta sé auðvitað hræðsluglott á honum).
Upp komst hann
og gerir sig klárann að síga niður.
Það voru fleiri leiðir klifraðar. Ég veit ekki hvað þessi heitir.
Hér er svo ein hópmynd í lokin. Hún var tekin 5 mínútum fyrir sólsetur og er þessvegna soldið appelsínugul á litinn. Ég reyndi hvað ég gat að gera hana eðlilegri á litinni, en er bara ekki alveg nógu klár í svona myndvinnslu til að gera betur. Hópurinn er, frá vinstri: Addi, Johnny, Gummi, Ég, Elmar, Hjalti og Óðinn. Elmar og Hjalti voru leiðbeinendurnir og Addi og Gummi eru félagar mínir úr karatefélaginu. Það var skemmtileg tilviljun að þeir skildu vera á sama námskeiði og við.
Ég tók myndavélina með mér í kvöld og smellti af nokkrum myndum. Gummi-Stóri tók líka fullt af myndum á námskeiðinu og á örugglega eftir að setja þær á heimasíðuna sína.
Johnny að leggja af stað upp Kristján tíunda. Kristján X er fín byrjenda leið og ágæt til að venjast hæðinni og æfa sig í að leiða, en það er að klifra leiðina og festa línuna jafn óðum. Það er meira krefjandi en að klifra í top rope eins og gefur að skilja. Sérstaklega þegar maður er búinn að klifra langt uppfyrir síðustu festingu og þarf svo að draga út helling af línu til að ná upp í þá næstu - Það yrði soldið mikið fall ef maður dytti akkurat á því augnabliki. Johnny brosir samt bara að þessu, enda mikið hreystimenni (nema þetta sé auðvitað hræðsluglott á honum).
Upp komst hann
og gerir sig klárann að síga niður.
Það voru fleiri leiðir klifraðar. Ég veit ekki hvað þessi heitir.
Hér er svo ein hópmynd í lokin. Hún var tekin 5 mínútum fyrir sólsetur og er þessvegna soldið appelsínugul á litinn. Ég reyndi hvað ég gat að gera hana eðlilegri á litinni, en er bara ekki alveg nógu klár í svona myndvinnslu til að gera betur. Hópurinn er, frá vinstri: Addi, Johnny, Gummi, Ég, Elmar, Hjalti og Óðinn. Elmar og Hjalti voru leiðbeinendurnir og Addi og Gummi eru félagar mínir úr karatefélaginu. Það var skemmtileg tilviljun að þeir skildu vera á sama námskeiði og við.