<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 18, 2006

Keppti í kvartmílunni um helgina. Tók overboost cutout-ið úr sambandi og skrúfaði bústið hressilega upp. Tókst það svo vel til að ég snéri vinstri hjöruliðinn í sundur. Núna situr saabinn einmanna í rigningunni og kemst ekki neitt. Það verður þó vonandi ekki til frambúðar, stefni á að redda nýjum lið sem allra fyrst.

Fór svo á Nick Cave tónleikana um kvöldið með Silju. Þeir voru mjög góðir. Soldið skrítin stemning samt að sitja á svona tónleikum. Vill miklu frekar standa sveittur í rokkinu fremst. Það er eina vitið.

Tékkið svo endilega á heimsreisublogginu hennar Önnu Pálu frænku: annapala.blog.is. Ég væri alveg til í að vera í svona ferð núna í staðin fyrir brauðstritið hér í rokinu og rigningunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?