<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 14, 2006

Það var svo sem auðvitað að um leið og ég komst í netsamband þá fór nettengingin á hótelinu til fjandans. Þetta er nú meira ruslið. Hún virðist vera komin aftur í lag núna, en af fenginni reynslu þá treysti ég henni mátulega mikið.

Best að ég segi ykkur aðeins hvað ég hef verið að gera síðustu daga. Ég kom hingað til að fljúga nokkrar æfinga í flugumferðarhermi. Þetta er samskonar hermir og við notum heima. Fjórir nemar fóru í próf í procedural aðlfugsstjórnun (aðflugsstjórn án radars) í herminum og fimm þreyttu lokapróf í flugumferðarstjórn í turninum. Þvert á allar venjur þá náðu allir nemarnir prófunum í fyrstu tilraun. Þetta gaf okkur soldinn auka tíma til að skoða okkur um og kíkja í búðir, við urðum að gera ráð fyrir tíma fyrir endurtektarpróf. Á föstudag og laugardag var ég að undirbúa aðflugsprófið og kynna mér aðstöðuna í herminum. Hermirinn og skrifstofurnar eru í litlum einingahúsum (eiginlega bara gámar) sem raðað er upp í lengju og á móti hver öðrum. Svo er þak yfir þeim þannig að það er hægt að ganga þurrum fótum á milli. Ekkert sérstaklega hlýtt á köldum dögum, en dugar til verksins.

Á sunnudaginn var frídagur hjá okkur svo við fórum í skoðunarferð um héraðið. Keyrðum fyrst norður til Mitrovicë. Borgin skiptist í tvennt af ánni Ibar. Sunnan megin árinnar búa nær eingöngu Albanir, en norðan megin Serbar. Þessi skipting er auðvitað afleiðing af stríðinu (þó svo eflaust hafi hún verið að einhverju leiti til staðar fyrir stríð). Hér er kort af Mitrovicë. Við komum sunnan megin að aðalbrúnni (nr. 1 á kortinu) og lögðum bílnum þar rétt hjá (brúin er lokuð fyrir alla almenna bílaumferð). Ég byrjaði auðvitað að taka myndir af öllu, en var snarlega stöðvaður í því af frönskum hermanni gráum fyrir járnum. Maður þorir ekki annað en að hlíða þegar menn með vélbyssur biðja mann að taka ekki myndir. Af því að við vorum með UN-passa, þá fengum við að fara yfir brúnna og inn í Serbneska hlutann. Við stungum pössunum þó inn á okkur áður en við komum þangað. Serbarnir eru lítt hrifnir af KFOR, og sjá víst lítinn mun á þeim og starfsmönnum SÞ. Í serbneska hluta borgarinnar er, eins og gefur að skilja, á serbnesku, en hún er skrifuð með Kýrrillísku letri og því ólæsileg með öllu fyrir gestkomandi. Þar eru líka notaðir dínarar í staðin fyrir Evrur og því var í raun eins og maður væri kominn í allt annað land. Við stoppuðum stutt norðanmegin árinn og héldum fljótlega aftur af stað.

Við keyrðum í gegnum sveitir Kósovo. Víða má sjá sundursprengd hús, en þau voru víst í flestum tilfellum sprengd af eigendunum sjálfum, þegar þeir flúðu stríðið. Þetta voru í flestum tilfellum Serbar sem sprengdu húsin, svo Albanirnir gætu ekki sest að í þeim. Þetta gerðu þeir með því að kveikja á kerti á háaloftinu og skrúfa svo frá gaskút í kjallaranum. Þar sem gasið er þyngra en loftið í húsinu, þá er húsið orðið slétt fullt af gasi þegar það loksins nær kertaloganum og spryngur því í loft upp með miklum látum.

Næst komum við til Pejë. Þar hafði einn úr hópnum séð bíl á íslenskum númerum nokkrum mánuðum áður, og gat sýnt okkur mynd því til sönnunnar. Ekki sást til neinnra Íslendinga í þetta skiptið, en þar fengum við okkur ágætis pizzur og bjór. Borgin sjálf minnir um margt á Prishtinë, nema hvað hún er enn skítugri. Þeir sem höfðu verið í Kosovo áður sögðu að þetta væri svipað og Prishtinë fyrir ca. 1-2 árum. Borgin var með öðrum orðum ekkert mjög spennandi, en rétt fyrir utan borgina er aftur á móti að finna klaustur og biskupasetur serbnesku kirkjunnar. Þarna eru elstu kirkjur svæðisins, um 1100 ára gamlar. Er þeirra vandlega gætt af KFOR hermönnum. Þurftum við að afhenda UN-passana okkar til að meiga fara inn á svæðið. Þegar við komum að bílastæðinu þá voru þar fjórir Benz herjeppar og tveir skriðdrekar, allir mannaðir og tilbúnir í action. Mörgum Albönum þætti víst mikil fengur í því að geta sprengt upp þessar kirkjur. Þegar við vorum búnir að leggja bílnum og hugðumst ganga inn, tók á móti okkur enn einn vörðurinn. Spurði hann fyrst hvort við værum vopnaðir, og er þetta í fyrsta skipti sem ég er spurður að því í fullri alvöru. Við vorum auðvitað allir óvopnaðir, og eftir fimm mínútna bið eftir leifi fengum við að fara inn. Fyrir innan hlaðinn vegginn sem umliggur svæðið er fallegur garður, eða mér skilst að hann sé fallegur á sumrin. Hann var satt best að segja ekkert sérstaklega spennandi í mígandi rigningu og blautum haustlitum. Kirkjurnar sem við skoðuðum eru þrjár sambyggðar í eina. Þar var nunna sem vísaði okkur inn, og var mjög sérstök tilfinning að ganga þarna um gólfin. Hálf rökkvað inni og algjör þögn. Við þorðum ekki að tala saman nema í hálfum hljóðum og skoða mörghundruð ára gömul íkon sem skreittu veggina. Sökum myrkus og þrífótarleisis þá tók ég engar myndir þarnar inni. Mæli ég með því við alla sem hafa tækifæri til þess að skoða þessar kirkjur. Það er alveg þessi virði, jafnvel fyrir trúleysingja eins og mig.

Kirkjurnar standa við munan á miklu gljúfri sem hægt er að keyra í gegnum alla leið til Sebíu, um 40 km leið. Við vorum ekki á leiðinni þangað, en gáfum okkur þó tíma til að keyra nokkra km inn í gljúfrið. Er það alveg mögnuð tilfinning að ferðast um svona gljúfur. Þetta er svo miklu stærra og dýpra en nokkuð sem maður þekkir að heiman.

Frá gljúfrinu var svo kominn tími til að halda heim á leið, enda getur umferðin verið ansi þung í Kosovo. Helgast það fyrst og fremst af því að göturnar eru ekki bara notaðar af bílum, heldur líka traktorum og hestvögnum sem telja sig hafa alveg jafnan rétt til að nýta göturnar og aðrir og eru því ekkert að víkja fyrir annari umferð. Það verða því oft til margra kílómetra langar raðir á eftir einum bóndadurg.Flestar myndirnar úr þessari ferð eru á raw formatti og því get ég ekki sýnt ykkur þær fyrr en ég kem heim og get unnið þær. Ég er samt búinn að uploada fullt af myndum og getið þið kíkt á þær hér: http://myndir.astro.is/v/thorir/Kosovo/ Ég held svo áfram að bæta við myndum þangað eftir því sem færi gefast.

Nú er ég búinn að skrifa nóg í bili og farinn út að fá mér bjór. Framhald næst þegar færi og nettenging gefst.

föstudagur, október 13, 2006

Eins og ykkur ætti að vera orðið ljóst, þá hefur mér ekki tekist að tengjast þráðlausa netinu á hótelinu. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að stillingunum á routerunum væri breytt þannig að gamla laptop vélin sem ég er með gæti tengst, þá hefur ekkert gerst ennþá. Ég gafst því upp í gær og tók 15 metra langa netsnúru með mér upp á hótel. Stakk ég henni í samband við routerinn, og dróg inn á herbergi. Windows vildi, þrátt fyrir þetta, bara leifa mér að pinga og nota telnet, þannig að ég skellti bara ubuntu live-cd í drifið og bootaði upp í linux. Þar virkaði allt eins og það á að gera. Ég tók þegar til við að uploada myndum, og komst þá að því að bitarnir voru sendar á milli með bréfdúfum, svo hæg var tengingin. Þar sem myndirnar eru 3,5 MB þá gafst ég fljótt upp á þessu, og er núna búinn að finna mér nettengda tölvu á flugvellinu og er að uploada myndunum þaðan. Tengingin er að vísu ekki mjög hröð, en dugir þó fyrir nokkrar myndir. Ég læt þetta malla á meðan ég er í vinnunni í dag, það hlítur að duga til að hlaða upp nokkrum myndum. Hendi svo inn almynnilegu bloggi í kvöld.

föstudagur, október 06, 2006

Það varð svo mikil töf á vélinni frá Köben að ég hafði engan tíma til að blogga í Vín. Netsambandið á hótelinu, var svo með eitthvað vesen, þannig að það varð ekkert úr metnaðarfullum plönum mínum að blogga frá fjórum löndum á einum degi. En hvað um það. Hótelið er svona sæmilegt, bíð samt með endanlega einkunn þar til ég sé hvort þeir hafa lagað nettenginguna. Kemur allt í ljós. Það var fínt veður þegar við komum í gærkvöldi, 17°C skýað og hægviðri. Í dag er smá rigning, hægur vindur og hitinn um 11° á að giska. Vona að það verði eitthvað heitara á morgun.

Ef nettengingin á hótelinu verður komin í lag, þá hendi ég inn einhverjum myndum í kvöld.


fimmtudagur, október 05, 2006

Kominn til Kaupmannahafnar og, thøkk sje ferdafjeløgunum, inn a eitthver VIP lounge. Hjer er bodid upp a okeypis øl og hnetur, en ekki thradlaust net. Bara nokkarar tølvur med nettengingu.

Thid hafid tekid eftir øllum auglysingunum sem eru a svona flugstødum. Fyrstu tvær auglysingarnar sem eg sa hjer a Kastrup voru fra Glitni og Kaupthing. Thad er greinilegt ad Islenskir peningamenn eru bunir ad koma sjer vel fyrir hjer i Køben. Thad verdur gaman ad sja hvernig Lars von Trier tekur a thessu, ef myndin hans fer einhverntiman i syningar heima.

Stefan brodir er nuna i lestinni a leidinni hingad og ætlar ad fa sjer einn øl med mjer. Sje ykkur i Vin.


vetur.net er komin aftur í gagnið. Hive hafði breytt "föstu" ip tölunni minni og því var ekki hægt að nálgast síðunna. Vonandi verður þetta í lagi núna.

Er annars staddur í Leifsstöð á leiðinni til Prishtina í Kosovo. Flýg í gegnum Kaupmannahöfn og Vín og ætti að verða kominn suðreftir um kvöldmatar leitið. Ég ætla að reyna að henda inn myndum og bloggir reglulega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?