<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 24, 2006

Cyanide and Happiness er svo mikil snilld.





Svo eru þeir meira að segja með DEPRESSING COMIC WEEK. Tékkið á þessu STRAX!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ég keppti í Kumite á laugardaginn fyrir viku. Gekk ekkert vel frekar en fyrri daginn, enda kumite aldrei verið mín sterkasta hlið. Stefni að því að bæta mig þar í vetur og reyna að keppa meira. Maður hefur bara gott af því að láta dangla aðeins í síg. Það er svo miklu fljótlegri aðferð til að drepa heilafrumur heldur en helgar fylleríin. Ég tók myndavélina með mér á mótið, en þar sem ég var að keppa þá hafði ég ekki mikinn tíma til að taka myndir. Náði þó nokkrum myndum af bardaga milli Andra Bjarts og Helga, og komst að því að það er erfitt að ná góðum myndum af karate. Hraðinn er svo mikill að ég þyrfti miklu bjartari linsu til að eiga séns í þetta, og svo er lýsingin alveg hræðileg þegar það eru notaðar svona skærgrænar dýnur (þessi ógeðslegi litur á veggjunum bætir heldur ekki úr skák). Þurfti að hafa mikið fyrir því að ná honum niður án þess að aðrir hlutir yrðu skrítnir á litinn.



Ég keypti mér þessa bók um daginn og er aðeins byrjaður að glugga í hana. Þið megið því búast við því að það fari að koma meira af myndum hér inn á bloggið, og jafnvel að þær verði eitthvað betur unnar en hingaðtil. Ég vona það að minnsta kosti.

Morguninn eftir mótið fór ég svo í mína aðra ferð til Kosovo, eða ég hefði farið um morguninn ef það hefði ekki verið 10 tíma töf hjá Iceland Express. Þetta var níu manna (og kvenna) hópur úr vinnunni sem var að fara þarna niðureftir, og því var lítið mál fyrir okkur að nálgast upplýsingar um hvað væri á seiði, og vorum við fljót að fara aftur heim í bólið þegar ljóst var í hvað stefndi. Best að stoppa sem allra styðst á flugvöllum, því þar er bæði dýrt og andstyggilegt að vera.

Veðrið í Kosovo var alveg frábært allan tímann, og alveg sérstaklega þegar maður sá hvað það var andstyggilegt hér heima. Hitinn var á bilinu 15-20 gráður á daginn (25-35 gráðum heitara en á klakanum), sól og logn.



Mér dettur alltaf í hug ljóðið hans Steins Steinarrs um tindátana þegar ég sé svona hermenn á stríðstækjunum sínum:

Það gerast stundum ævintýri
eftirtektarverð.
Eitt sinn voru tíu miljón
tindátar á ferð.

Fyrir svona skammtíma gesti eins og mig, þá virðist mér eitt af stæstu vandamálunum vera þar vera loftmengun. Það eru tvö kola orkuver í Kosovo sem spúa eimyrju yfir sveitirnar dag og nótt. Bæði verin eru rétt hjá Prishtina og því finnur maður all verulega fyrir því þegar vindáttin stendu þannig á. Enda er öskulag yfir öll í borginn og á flugvellinum. Frekar ógeðslegt. Öndunarvegurinn fer ekki varhluta af þessu heldur, og fá allir sem fara þangað Kosovokvefið svokallaða. Það kemur yfirleitt í fyrstu vikunni, og rjátlar svo af manni á nokkrum dögum.

Orkuverið er í á að giska 30 km fjarlægð frá flugvellinum og því getið þið rétt ímyndað ykkur hvað þetta er mikill og ógeðslegur reykur.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?