fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Ég hef verið að dunda mér við að vinna myndirnar frá Kosovo ferðinni í október, er búinn að setja það sem komið er inn á myndagallerýið.
Ég á alveg haug af myndum úr þessari ferð sem ég á eftir að vinna, þannig að það á eitthvað eftir að bætast við safnið.
Á sunnudaginn fór ég svo í maraþon hellaferð með Johnny og Ásgeiri, ungum frænda þeirra, og félögum úr Hellarannsóknarfélaginu. Fórum við í Búra, og var ætlunin að halda áfram að grafa og riðja til grjóti neðan við hraunfossinn, með að að leiðarljósi að opna leið áfram eftir rásinn, en ekki er ólíklegt að hún sé heillöng þar fyrir innan. Ekki tókst okkur að opna leið þarna í gegn í þetta skiptið, þrátt fyrir heiðarlega tilraun, en miklu af grjóti og sandi var rutt til. Eina sem við höfðum upp úr krafsinu að öll skriðan fyrir ofan okkur var orðin laus í sér og stórir hnullungar farnir að hreyfast, og var því orðið varasamt að reyna frekari tilfæringar að sinni.
Ferðin öll tók um 11 tíma og þar af voru 8 tímar inni í hellinum.
Myndir úr ferðinni eru komnar í gallerýið:
Ég á alveg haug af myndum úr þessari ferð sem ég á eftir að vinna, þannig að það á eitthvað eftir að bætast við safnið.
Á sunnudaginn fór ég svo í maraþon hellaferð með Johnny og Ásgeiri, ungum frænda þeirra, og félögum úr Hellarannsóknarfélaginu. Fórum við í Búra, og var ætlunin að halda áfram að grafa og riðja til grjóti neðan við hraunfossinn, með að að leiðarljósi að opna leið áfram eftir rásinn, en ekki er ólíklegt að hún sé heillöng þar fyrir innan. Ekki tókst okkur að opna leið þarna í gegn í þetta skiptið, þrátt fyrir heiðarlega tilraun, en miklu af grjóti og sandi var rutt til. Eina sem við höfðum upp úr krafsinu að öll skriðan fyrir ofan okkur var orðin laus í sér og stórir hnullungar farnir að hreyfast, og var því orðið varasamt að reyna frekari tilfæringar að sinni.
Ferðin öll tók um 11 tíma og þar af voru 8 tímar inni í hellinum.
Myndir úr ferðinni eru komnar í gallerýið: