miðvikudagur, mars 14, 2007
Ég er búinn að vera svo andlaus eitthvað síðustu vikurnar að ég hef bara ekkert haft að segja. Kominn tími á að bæta úr því.
Ég stefni á að læra að fljúga í sumar. Langar að prófa svona paraglider, eða svifhlíf eins og þetta er víst kallað á íslensku. Reyndar líta svifdrekar ekkert illa út heldur. Sérstaklega ekki þegar þeim er flogið eins og í þessu videoi:
Svifhlífar eru samt miklu praktískari. Taka ekkert pláss samanborið við svifdrekana, og því mun auðveldara að kippa þeim með sér ef maður skreppur eitthvað út á land, eða jafnvel út fyrir landssteinana.
Svifdreka menn eru samt klárlega með betri tónlistarsmekk en svifhlífa fólkið:
Ég stefni á að læra að fljúga í sumar. Langar að prófa svona paraglider, eða svifhlíf eins og þetta er víst kallað á íslensku. Reyndar líta svifdrekar ekkert illa út heldur. Sérstaklega ekki þegar þeim er flogið eins og í þessu videoi:
Svifhlífar eru samt miklu praktískari. Taka ekkert pláss samanborið við svifdrekana, og því mun auðveldara að kippa þeim með sér ef maður skreppur eitthvað út á land, eða jafnvel út fyrir landssteinana.
Svifdreka menn eru samt klárlega með betri tónlistarsmekk en svifhlífa fólkið: