<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 27, 2007

Þriðjudagskvöldið 19. júní brunaði ég til Keflavíkur, á leið í fjórðu ferðina mína til Kosovo. Til að gera þetta 16 tíma ferðalag enn skemmtilegra, þá var ég með bullandi hálsbólgu. Ég bruddi því íbúfen og paracetamól þangað til ég stóð varla í lappirnar. Að því búnu fékk ég mér viskí. Mér til mikillar armæður uppgötvaði ég að það svíður all verulegt að drekka viskí ofan í sáran háls. Ég lét það þó ekki stoppa mig og kláraði úr glasinu. Áhrifin af því að blanda saman íbúfeni, parasetamóli og viskí, eru grúví. Ég sveif því á ljósbleiku vímuskýji inn í fyrsta flugið. Mér til mikillar gleði var fátt um farþega í þessu flugi, og því gat ég nælt mér í þrjú sæti og sofið mest alla leiðina til Köben. Þess má til ganmans geta að þetta mun vera í fyrsta skipti sem ég sef í flugvél. Í Kaupmannahöfn tók svo við þessi klassíska fjögurra tíma bið eftir næsta flugi. Þar var farið beint inn á næsta VIP lounge og etið og drukkið eins og íslendingum einum er lagið þegar þeir komast í ókeipis mat og drykk. Ég svaf að mestu leiti af mér flugin til Búdapest og Pristína líkt og flugið til Köben. Reyndar var þetta í fyrsta skipti sem ég kem til Ungverjalands, en þar sem ég sá ekkert nema flugstöðina þá telst það ekki með.

Við lenntum í Pristína um klukkan hálf fimm í eftirmiðdaginn (fórum klukkan eitt um nóttina frá Keflavík), og þar tók á móti okkur sól og blíða og 37° hiti. Þetta átti eftir svo að vera veðurlýsingin næstu vikuna. Heiðskírt, hiti á bilinu 35 - 39 gráður, en nokkur gjóla (sem betur fer). Ég bruddi paracetamól og íbúfen það sem eftir lifði dags og daginn þar á eftir, en eftir það lét ég bjórinn nægja. Ég varð samt ekki orðinn alminnilega góður í hálsinum fyrr en á sunnudeginum.

Á fimmtudag og föstudag voru venjulegir vinnudagar. Við vorum að koma heim um sex leitið, og þá voru opnaðir nokkrir Peja eða Lasko og svo farið út að borða. Á laugardaginn voru hins vegar tveir nemar settir í próf í turninum, og var það búið á hádegi, og þar sem við áttum frí á sunnudeginum, var ákveðið að keyra til Skopje og gista þar eina nótt. Í Skopje var 43° hiti, og það er bara ekkert grín að vera úti í svoleiðis hita, en rosalega smakkaðist bjórinn samt vel. Við gistum á sæmilegu hóteli sem heitir Mramor, þar var líka heitt. Loftkælingin í herberginu mínu kældi ekkert sérstaklega vel, en var þess mun betri í að búa til hávaða. Ég setti hana því bara í gang í um klukkutíma áður en ég fór að sofa og hækkaði bara vel í ipodinum á meðan.

Á sunnudeginum var byrjað á að fara í Ramstor, en það er stórt Moll í Skopje. Það er alveg þess virði að kíkja þangað ef þið eruð einhverntíman stödd í borginni. Þó ekki væri nema til að sjá almenningssalerni sem eru ekki bara hola í gólfinu eins og er venjan í Makedóníu. Ég keypti mér nýjan síma þarna (Nokia 6300), en gamli síminn minn var hættur að vilja hringja.

Eftir verslunarferðina héldum við svo aftur inn í Kosovo, en núna var förinni heitið til Prizren.

Framhald næst, en þangað til getið þið kíkt á nokkrar myndir sem ég er búinn að setja inn. Þær eru hér: myndir

laugardagur, júní 23, 2007

Jæja, kominn heim eftir viku dvöl í Köben. Stoppaði heima í 5 daga og flaug svo til Kosovo. Sit núna á alltof heitu hótelherbergi í Skopje.

Eins og fram kom hjá Stefáni bróður, þá var mikið fjör í Köbe, og það reyndar svo mikið að ég fór ekkert á Saabfestivalið eins og til stóð. Naut þess í stað lífsins í blíðunni í Danmörku með vinum og ættingjum. Móttökurnar hjá Stefáni voru höfðinglegar í meira lagi (eins og við var að búast, enda Stefán mikill höfðingi). Í mann var borinn matur og veigar sem jafnvel Burj Al Arab hefði verið stolt af að geta boðið gestum sínum upp á. Danska ölið var kneifað og því skolað niður með meira öli. Þegar ekki var hægt að koma meiru öli fyrir, þá var lagst í sólina þangað til nóg hafði gufað upp af manni, svo hægt væri að koma meiru öli fyrir.

Ég tók slatta af myndum í þessari ferð, en því miður get ég ekki sýnt ykkur þær fyrr en ég kemst heim til að endurræsa vetur.net (ég verð að fara að fá mér nýja tölvu, þessi er alls ekki nógu stabíl til að keyra vefþjón á). Hanna Lilja, vinkona Fríðar, tók líka fullt af myndum þessa viku, og ég slysaðist víst inn á einhverjar þeirra.

Blogga um Kosovo og Makedóníu ferð næst þegar ég kemst í netsamband. Er farinn að sofa núna. Góða nótt.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Ég veit ekki með ykkur, en ég er farin til Köben.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Sko brósa, hann er orðinn frægur í útlöndum:

en talentfuld charmetrold

sunnudagur, júní 03, 2007

Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því, en fyrir nokkrum vikum bætti ég inn link á OpenStreetmap.org undir Ýmislegt hérna hægramegin á síðunni. Ef þið hafið ekki tékkað á þessu ennþá, þá mæli ég með því að þið gerið það núna.

Ég er að verða búinn að kortleggja allt Seltjarnarnesið (á nokkra göngustíga eftir og smá fíniseringar) og er kominn ágætlega af stað með vesturbæ Reykjavíkur. Ef þið eigið nýlegt Garmin gps tæki þá getið þið downloadað þessari skrá: gmappsupp.img og uploadað henni inn í folder sem heitir Garmin á minniskortinu í GPS tækinu (búið folderinn til ef hann er það ekki nú þegar, og takið afrit af þeim kortum sem kunna að vera þar áður en þið skrifið yfir eitthvað). Nú ættuð þið að geta valið þetta kort og séð það sem ég er búinn að kortleggja. Það er reyndar einhver böggur í þessu sem veldur því að göturnar sjást ekki nema það sé zoomað inn í 120 metra eða nær, en það hlítur að finnast lausn á því fljótlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?