þriðjudagur, júlí 24, 2007
mánudagur, júlí 09, 2007
Á fimmtudaginn, daginn áður en við lögðum af stað heim frá Kosovo fórum við Jói í hellaferð. Einhver á flugvellinum hafði sagt Jóa frá flottum helli sem væri að finna rétt suður af Prishtinë. Við fengum leiðbeiningar hjá honum um hvernig ætti að finna hellinn og lögðum svo af stað vopnaðir GPS tæki og myndavél.
Leiðbeiningarnar sem við fengum voru ekki betri en svo að við þurftum að stoppa nokkrum sinnum og spyrja til vegar. Þeir mega eiga það Albanirnir að þeir voru mjög hjálpsamlegir og allir af vilja gerðir að leiðbeina okkur á rétta leið, jafnvel þeir sem töluðu ekki stakt orð í ensku, og ekki nema eitt og eitt orð í þýsku. Eftir góðan bíltúr fundum við hellinn (og logguðum leiðina í GPSið. Þetta verður allt komið á openstreetmap.org innan tíðar).
Það kostaði 2 evrur á mann að fara í hellinn, en það er mjög dýrt á Kosovo mælikvarða. Sambærilegt við að borga 5-6000 kr. fyrir sambærilegt hér heima. Innifalið í þessum tveim evrum var um klukkutíma ferð í gegnum hellinn með leiðsögumanni. Leiðsögumaðurinn okkar má eiga það að hann þekkti hellinn mjög vel, og gat bent okkur á allt það áhugaverðasta og hvaðan væri best að taka myndir og svo framvegis. Eini gallinn var að hann talaði sára litla ensku, og þýskan mín hefur bara aldrei verið neitt sérstaklega góð. Leiðsögnin hans fór því soldið fyrir ofan garð og neðan. Það kom þó ekki að sök því hellirinn er gríðarlega fallegur, og fyllilega ferðarinnar virði. Ég átti í smá vandræðum með myndavélina fyrst, og óttaðist í smá stund að ég gæti ekki tekið neinar myndir. En eftir að hafa tekið úr henni battarýið þá komst hún í lag (takk fyrir ábendinguna Jói!) og ég gat tekið fullt af myndum. Smellið á myndina hér að neðan til að komast í albúmið.
Það er smá síða á Wikipedia um þennan helli. Þið getið tékkað á henni, eða leitað að marble cave kosovo á google.
Leiðbeiningarnar sem við fengum voru ekki betri en svo að við þurftum að stoppa nokkrum sinnum og spyrja til vegar. Þeir mega eiga það Albanirnir að þeir voru mjög hjálpsamlegir og allir af vilja gerðir að leiðbeina okkur á rétta leið, jafnvel þeir sem töluðu ekki stakt orð í ensku, og ekki nema eitt og eitt orð í þýsku. Eftir góðan bíltúr fundum við hellinn (og logguðum leiðina í GPSið. Þetta verður allt komið á openstreetmap.org innan tíðar).
Það kostaði 2 evrur á mann að fara í hellinn, en það er mjög dýrt á Kosovo mælikvarða. Sambærilegt við að borga 5-6000 kr. fyrir sambærilegt hér heima. Innifalið í þessum tveim evrum var um klukkutíma ferð í gegnum hellinn með leiðsögumanni. Leiðsögumaðurinn okkar má eiga það að hann þekkti hellinn mjög vel, og gat bent okkur á allt það áhugaverðasta og hvaðan væri best að taka myndir og svo framvegis. Eini gallinn var að hann talaði sára litla ensku, og þýskan mín hefur bara aldrei verið neitt sérstaklega góð. Leiðsögnin hans fór því soldið fyrir ofan garð og neðan. Það kom þó ekki að sök því hellirinn er gríðarlega fallegur, og fyllilega ferðarinnar virði. Ég átti í smá vandræðum með myndavélina fyrst, og óttaðist í smá stund að ég gæti ekki tekið neinar myndir. En eftir að hafa tekið úr henni battarýið þá komst hún í lag (takk fyrir ábendinguna Jói!) og ég gat tekið fullt af myndum. Smellið á myndina hér að neðan til að komast í albúmið.
Það er smá síða á Wikipedia um þennan helli. Þið getið tékkað á henni, eða leitað að marble cave kosovo á google.
föstudagur, júlí 06, 2007
Leiðin til Prizren er mjög falleg, en hún liggur um háa fjallgarða og djúpa dali. Mest hækkuðum við okkur um 1000 metra, og það á aðeins um 20 mínútum. Toyotunni okkar líkaði það ekkert alltof vel í hitanum, og neyddumst við til að slökkva á loftkælingunni síðustu kílómetrana svo hún ofhitnaði ekki. Sem betur fer var aðeins kaldara þarna uppi (einhversstaðar á bilinu 30-35 gráður) og því lifðum við þetta alveg af. Við vorum samt snögg að kveikja aftur á kælingunni þegar toppnum var náð. Útsýnið þarna úr hæðunum var frábært, enda vorum við komin langt frá menguinni í Prishtinë og orkuverinu í Obiliq.
Helgi og Helga tóku líka myndir.
Jói var guidinn okkar í ferðinni, enda þekkir hann Kosovo orðið eins og handarbakið á sér.
Þetta fiðrildi var ekki feimið, og naut athyglinnar frá ljósmyndaranum.
Á leiðinni urðum við vitni að þessum æsispennandi framúrakstri. Kosovo Harleyinn kom á rosalegri siglingu upp að traktornum, og fleygði sér svo til hliðar og rétt náði að forðast árekstur. Kúplingin í gólfið, skipt niður, inngjöfin í botn, vélin í redline og kúplingunni droppað. Vælið í dekkjun var ærandi og reykurinn blindandi. Þvílíkur frammúrakstur hefur ekki sést síðan Häkkinen tók svo eftirminnilega fram úr Schumacher á Spa hérna um árið.
Prizren er bara nokkuð falleg borg (mjög flott á Kosovo mælikvarða). Þar er smá miðbær, og mjög falleg gönguleið upp að virki sem horfi yfir borgina.
Eins og annarsstaðar í Kosovo, þá verða allir að eiga gerfihnattamóttakara. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð og telja diskana.
Á leðinni upp að virkinu er gengið fram hjá hverfi sem fór mjög illa í mars óeirðunum. Sennilega hefur þetta verið Serba hverfi.
Þessi fjölskylda var í nestisferð uppi í virkinu.
Eftir gönguferðina þarna upp eftir þá fengum við okkur kærkomna hressingu í formi ískalds Pejä. Við keyrðum svo aftur til Prishtinä og borðuðum kvöldmat á Gresa.
Helgi og Helga tóku líka myndir.
Jói var guidinn okkar í ferðinni, enda þekkir hann Kosovo orðið eins og handarbakið á sér.
Þetta fiðrildi var ekki feimið, og naut athyglinnar frá ljósmyndaranum.
Á leiðinni urðum við vitni að þessum æsispennandi framúrakstri. Kosovo Harleyinn kom á rosalegri siglingu upp að traktornum, og fleygði sér svo til hliðar og rétt náði að forðast árekstur. Kúplingin í gólfið, skipt niður, inngjöfin í botn, vélin í redline og kúplingunni droppað. Vælið í dekkjun var ærandi og reykurinn blindandi. Þvílíkur frammúrakstur hefur ekki sést síðan Häkkinen tók svo eftirminnilega fram úr Schumacher á Spa hérna um árið.
Prizren er bara nokkuð falleg borg (mjög flott á Kosovo mælikvarða). Þar er smá miðbær, og mjög falleg gönguleið upp að virki sem horfi yfir borgina.
Eins og annarsstaðar í Kosovo, þá verða allir að eiga gerfihnattamóttakara. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð og telja diskana.
Á leðinni upp að virkinu er gengið fram hjá hverfi sem fór mjög illa í mars óeirðunum. Sennilega hefur þetta verið Serba hverfi.
Þessi fjölskylda var í nestisferð uppi í virkinu.
Eftir gönguferðina þarna upp eftir þá fengum við okkur kærkomna hressingu í formi ískalds Pejä. Við keyrðum svo aftur til Prishtinä og borðuðum kvöldmat á Gresa.