<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 03, 2007

Það kom loksins að því að ég gæfist upp á gamla servernum mínum. Vetur.net hefur verið hýstur á bilaðri tölvu alltof lengi. Ég skellti mér því á partalistann og fann mér þar fína tölvu til að setja upp sem server. Vélbúnaðurinn er mjög svipaður því sem hann var á gamla servernum, en vonandi öllu stabílli.

Ég ákvað að nota tækifærið og uppfæra hugbúnaðinn í leiðinni og setti því upp Ubuntu 7.10 á henni og er að setja upp nýjasta Gallery hugbúnaðinn. Það verður svo að koma í ljós hvað það á eftir að taka mig langan tíma að fá öll gömlu albúmin inn aftur. Gagnagrunnurinn fyrir gamla gallerýið var orðinn skemmdur eftir að vélin fraus á meðan ég var að uploada myndum inn á hann. Þið þurfið samt ekki að hafa neinar áhyggjur af gömlu myndunum, þær eru allara geymdar á vísum stað. Gallerýið verður vonandi orðið aðgengilegt á vetur.net einhverntíman um helgina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?