mánudagur, febrúar 11, 2008
Jæja, langt um liðið og frá mörgu að segja. Eins og þið vitið eflaust flest þá er ég fluttur til Danmerkur og bý núna hjá kærustunni minni á Øresunds kollegíinu á Amagaer. Ég flaug hingað 16. janúar síðastliðinn og eru því að verða fjórar vikur frá því að ég flutti. Það hefur tekist ágætlega að aðlagast lífinu hér í Kaupmannahöfn, og hefur allt lagst á eitt með að gera lífið sem auðveldast hérna. Veðrið hér hefur til að mynda verið jafn gott og það er búið að vera leiðinlegt á Íslandi, hiti á bilinu 5-12° og hægviðri. Helgi og Unnur komu svo hingað til Køben í viku æfingaferð, en þau eru svo að spila á tónleikum með Teit hér um næstu helgi. Ég hitti þau því næstum jafn mikið og áður en ég flutti út.
Ég byrjaði í upprifjunarkúrs í stærðfræði í DTU strax og ég kom út, og það hefur reynst vera hin fínasta dönsku kennsla. Öll kennslan fer fram á dönsku og allir nemarnir verða að gjöra svo vel og fara upp að töflu hverjum einasta tíma og reikna dæmi og útskýra á dönsku! Það hefur gengið vonum framar verð ég að segja, tölurnar eru það eina sem maður ruglast alltaf í. 24 verður 42 í glósunum og svo skilur maður ekkert þegar maður fer að lesa dæmin eftir á, en þetta kemur allt með kalda ölinu.
Tengdaforeldrarnir gáfu okkur Líneyju gamla bílinn sinn, og sendi ég hann hingað með Atlantsskipum. Þetta gerði mér kleift að flytja dótið mitt hingað út á ódýran og þægilegan hátt... alveg þangað til tollurinn hér úti komst í hann. Það tók svo 5 daga af símtölum og almennum leiðinum að fá bílinn og dótið úr tollinum. Þeir hjá tollinum þóttust loks finna einhverja undanþágu sem væri hægt að nota, og þannig gætum við fengið bílinn. Þessi undanþága var auðvitað bara það sam við höfuð verið að segja þeim allan tímann. En hvað um það, við fengum bílinn án þess að borga, og það er það sem skiptir mestu máli.
Á miðvikudaginn síðasta byrjuðum við svo á swing námskeiði, eftir bara einn tíma þá erum við ekki orðin alveg svona góð, en við verðum það pottþétt eftir þann næsta.
Ég keypti mér svo auðvitað hjól fyrir peningan sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf, takk fyrir það. Þetta er auðvitað mikið snilldar hjól, og eins og veðrið hefur verið þá hefur maður enga afsökun fyrir því að nota það ekki. Ég fer því flestra minna ferða hjólandi núna (ég keyri samt í skólann, en það tekur um klukkutíma að hjóla hvora leið og mér finnst bara ekki taka því að hjóla í tvo tíma fyrir þrjá tíma af stærðfræði. Svo verður maður líka svo sveittur af því að hjóla með bakpoka).
Á morgun ætla ég svo á fyrstu karateæfinguna hér úti. Ætlaði að vera löngu byrjaður, en svona er þetta bara. Ég ætla að byrja að skoða dojoið sem er næst okkur, en það er klúbbur í Fredriksberg. Þeir eru með tvær svartbeltara æfingar í viku, og það er fínt að byrja bara á þeim, ég sé svo til hvort ég bæti við mig einhverjum auka æfingum til viðbótar við það.
Ég byrjaði í upprifjunarkúrs í stærðfræði í DTU strax og ég kom út, og það hefur reynst vera hin fínasta dönsku kennsla. Öll kennslan fer fram á dönsku og allir nemarnir verða að gjöra svo vel og fara upp að töflu hverjum einasta tíma og reikna dæmi og útskýra á dönsku! Það hefur gengið vonum framar verð ég að segja, tölurnar eru það eina sem maður ruglast alltaf í. 24 verður 42 í glósunum og svo skilur maður ekkert þegar maður fer að lesa dæmin eftir á, en þetta kemur allt með kalda ölinu.
Tengdaforeldrarnir gáfu okkur Líneyju gamla bílinn sinn, og sendi ég hann hingað með Atlantsskipum. Þetta gerði mér kleift að flytja dótið mitt hingað út á ódýran og þægilegan hátt... alveg þangað til tollurinn hér úti komst í hann. Það tók svo 5 daga af símtölum og almennum leiðinum að fá bílinn og dótið úr tollinum. Þeir hjá tollinum þóttust loks finna einhverja undanþágu sem væri hægt að nota, og þannig gætum við fengið bílinn. Þessi undanþága var auðvitað bara það sam við höfuð verið að segja þeim allan tímann. En hvað um það, við fengum bílinn án þess að borga, og það er það sem skiptir mestu máli.
Á miðvikudaginn síðasta byrjuðum við svo á swing námskeiði, eftir bara einn tíma þá erum við ekki orðin alveg svona góð, en við verðum það pottþétt eftir þann næsta.
Ég keypti mér svo auðvitað hjól fyrir peningan sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf, takk fyrir það. Þetta er auðvitað mikið snilldar hjól, og eins og veðrið hefur verið þá hefur maður enga afsökun fyrir því að nota það ekki. Ég fer því flestra minna ferða hjólandi núna (ég keyri samt í skólann, en það tekur um klukkutíma að hjóla hvora leið og mér finnst bara ekki taka því að hjóla í tvo tíma fyrir þrjá tíma af stærðfræði. Svo verður maður líka svo sveittur af því að hjóla með bakpoka).
Á morgun ætla ég svo á fyrstu karateæfinguna hér úti. Ætlaði að vera löngu byrjaður, en svona er þetta bara. Ég ætla að byrja að skoða dojoið sem er næst okkur, en það er klúbbur í Fredriksberg. Þeir eru með tvær svartbeltara æfingar í viku, og það er fínt að byrja bara á þeim, ég sé svo til hvort ég bæti við mig einhverjum auka æfingum til viðbótar við það.