<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 30, 2004

Djöfull er fínt að skrúfa aðeins upp APCið! SAABinn var farinn að banka svo mikið að ég dreif loksins í því í gær að líta aftur á tímann á honum. Ég var svo sannfærður um að hann væri í lagi eftir að við stilltum hann síðast. Hann reyndist vera alltof fljótur. Var kominn út fyrir það sem kasthjólið sýndi. Með diggri aðstoð Birkis, stillti ég tímann á 13 gráður fyrir efri dástöðu (TDC fyrir þá sem skilja ekki íslensku), og viti menn, loksins loksins hélt hann bústinu stöðugu og var ekkert að opna spilligáttina (waste gateið). Eini gallin var að hann bústaði samt ekki nema 10 pund á fertommu, en eftri því sem mér skilst á hann að bústa um 12 pund upprunalega. Hvað um það. Bústið var orðið stöðugt, og ekkert bank heyranlegt. Ég dreif því í því núna áðan að skrúfa aðeins upp APCið (snéri F og P viðnámunum um 45° réttsælis), og viti menn hann rauk upp í 12 pund við fyrstu prófun. Ég ætla ekkert að vera að skrúfa hann neitt lengar fyrr en ég er búinn að koma MegaSquirtinu í gagnið. Veit ekki hvað gamal LH tölvan er möppuð fyrir mikið búst. Nenni ekki að eyðileggja heddpakninguna eða eitthvað ef blandan verður allt í einu of veik á bústi. Er búinn að tengja alla vírana í Relay borðið (fallegt spagettí þó ég segi sjálfur frá). Núna er mig farið að vanta PC laptop til að fara að prófa þetta í bílnum. Enda sennilega bara á að kaupa batterý í gamla laptoppinn hans pabba. Helt samt að þau séu helvíti dýr. Spurning hvort maður geti ekki riggað tengi úr rafkerfinu á bílnum fyrir tölvuna. Sjáum til. Farinn aftur í skúrinn að fikta meira.

mánudagur, mars 29, 2004

Hvað getur maður gert þegar lesendur heimta aðgerðir? Jú MegaSquirtað! Ég er sem sagt byrjaður að undirbúa frekari MegaSquirt aðgerðir. Búinn að redda mér fullt af vírum og rífa miðjustokkinn úr SAABinum og hnéhlífina undir mælaborðinu. Þannig að nú ætti ekki að vera neitt mál fyrir mig að koma MeagSquirtinu fyrir og draga vírana út í vél. Það lítur út fyrir að þetta verði soldið skítmix með TPS skynjaran, en ég þarf bæði að föndra einhverja festingu fyrir hann og að útbúa einhverja leið til að hann geti snúsit með spjaldinu. Það stefnir allt í að þetta verði ekki mjög mikið fyrir augað, en ef það virkar þá er mér alveg sama. Svo er nú líka alveg kominn tími á að maður fái sér alminnilegt púst. Ég var nú ekki að færa rafgeyminn úr vélasalnum bara að gamni, nei nú vil ég almennilegt EV-1 púst! Já og svo þarf ég líka að koma fyrir IAT skynjaranum. Er að spá hvort það sé ekki nóg af efni til að bora og snitta gengjur þar sem kaldræsispíssin er í 8 ventla vélunum. Það er allvegana góð staðsetning ef ég get notað hana. Við sjáum til. Núna bíð ég bara eftir Rocky manifold og skoða hvernig þetta er gert þar, og einnig hvort ég geti ekki notað TPS skynjaran af henni (þessi mitsubishi skynjari virðist ætla að verða hálfgert klúður).

föstudagur, mars 26, 2004

Eftir tillöguna frá Baldri hér að neðan ákvað ég að prófa að setja aftur gömlu kertin í (tók þá reyndar eftir því að það eru alltof heit kerti fyrir svona túrbó bíl). Það var eins og við manninn mælt, gangurinn varð allur miklu betri, en þó ekki alveg góður. Ég er að vona að með réttum kertum og kanski örlítið stærra kertabili en bókin gefur upp verði þetta í lagi. Verst að helvítis kertin eru ekki til á landinu, en ég þarf hvort eð er að fara að taka bremsurnar mínar í gegn (fyndið hvað maður tekur allt í einu eftir því hvað bremsurnar manns eru orðnar lélegar þegar vélin er komin í lag *hóst*ofhraðurakstur*hóst*). En þar sem gangurinn í bílnum er orðinn nokkuð góður er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari að MegaSquirta. Á mánudaginn verður sem sagt byrjað af fullum krafti að draga víra um allt og tengja. Þarf svo að redda mér einhverjum festingum fyrir IAT skynjaran (og skynjaran sjálfan reyndar, en Birkir er búinn að lofa mér skynjaranum úr Rocky mótor sem dó). Jæja er að verð að drífa mig á fund hjá Aŭroro. Giŝ la.

þriðjudagur, mars 23, 2004

SAABinn er kominn í lag. Ég ætlaði að sleppa því bara að segja hvað hefði verið að, en það er lélegt að gera það. Er búinn að vera að segja ykkur frá þessum vandræðum mínum og þið eigið því skilið að fá að vita hvað var að. Það var ekkert að SAABinum, bara eigandanum. Mér tókst sem sagt einhvernvegin, í hausnum á mér, að snúa við gangi vélarinnar. Þ.e. mér fannst hún snúast í akkurat öfuga átt við það sem hún gerir. Afleiðingin af þessu var auðvitað sú að ég víxlaði kertaþráðum 2 og 3 (staðsetti nr. 1 rétt og þar af leiðandi nr. fjögur líka). Anda inn anda út. Jæja, ég á þá allavegana auka sett af kveikju dóti, og ég var ekki búinn að rýfa heddið af. Hmmm, ég held að ég verði að þakka fyrir mig. Birkir, takk fyrir að hafa tekið eftir því að mér fannst vélin snúast í vitlausa átt ;)

Svo er ég líka búinn að kaupa nýtt sett af felgum undir SAABinn. Hef alltaf bölvað því að þurfa að borga fyrir umfelgun tvisvar á ári, og stökk því til þegar ég sá auglýstar SAAB álfelgur á huga. Þær eru í ótrúlega góðu ástandi, og ég þurfti ekki að borga nema 4000 fyrir þær! Algjör snilld. Nú er bara að þvo þær og bóna og svo er að skella sumardekkjunum undir. Héðan í frá verða sko ekki sett vetrardekk undir nema það sé þörf fyrir þau. Algjör óþarfi að vera að spæna þeim upp á auðum götum mestan partinn af vetrinum.

Ég sagði víst ekki alveg rétt frá hérna að ofan. SAABinn er ekki alveg í fullkomnu lagi, það er eitthvað vandamál með kveikjuna held ég. Hann missir úr sprengingu og sprengingu. Það furðulega er að þetta gerist bara þegar hann er í lausagangi, á föstum hraða eða í rólegri hröðun, en ekki þegar gefið er almennilega í. Ég ætla að byrja að tengja MegaSquirtið núna í vikunni (ætla samt að keyra á LH tölvunni áfram, þar til ég er orðinn sáttur við stillingarnar á MegaSquirtinu), og reyni að finna orsökina á þessu vandamáli í leiðinni.

föstudagur, mars 19, 2004

Ný kerti, kertaþræðir, kveikjulok og kveikjuhamar breyttu engu. Það er því ekki um annað að ræða en taka heddið af. Verst að sennilega eyðilegg ég pakkninguna í leiðinni, og er þar með orðinn pakkningalaus. Ég er þó allavegana ennþá með átakslykilinn hans Nóna.

Ég þarf alvarlega orðið á því að halda að þetta fari að ganga vel hjá mér. Það er rúmlega ár síðan ég byrjaði á þessu projecti og SAABinn er ekki enn farinn að virka alminnilega. Kanski maður ætti bara að hætta þessu og kaupa sér grænakortið?

Þetta var vitleysa í mér hérna áðan, SAABinn gegur ekkert á þremur sílindrum. Hann gengur á tveimur. Jákvæðu fréttirnar eru samt þær að hann hljómar fyrir vikið eins og Harley Davidson. En að öllu gamni slepptu þá verð ég væntanlega að rífa heddið af til að komast að vandanum. Ventlarnir eru hugsanlega ekki að lokast sem skildi (það myndi líka skýra ventlaglamrið) *andvarp*. "No pain, no gain" segja vaxtarræktar tjokkóin. Eftir allt þetta pain sem það hefur verið að setja 16 ventla túrbóvélina í saabinn OG fá hana til að virka! þá hlýtur gainið að verða svo gífurlegt að ég eigi eftir að geta sveig tíma og rúm með SAABinum. Klárað kvartmíluna áður en ég legg af stað. Verð örugglega tekinn af löggunni fljótlega fyrir að vera of ungur til að keyra. *annað andvarp*.

fimmtudagur, mars 18, 2004

ARRRGGGHHH! SAABinn minn vill ekki ganga nema á þremur sílindrum. Hann fær fínan neista og ég geri því ráð fyrir því að hann fái ekkert bensín. Ég reyndi að mæla spennu yfir vírana á innspítispíssin (á sílinder nr. 2, sem er sá sem ekki virkar), en eins og ég reyndar bjóst við var það ekki mjög gagnlegt. Þegar ég var með valið jafnspennu hreyfðist nálin ekki neitt, en þegar ég skipti yfir á riðstraum liftist hún aðeins (~2-3 volt). Þetta segir mér að spíssinn er allavegana að fá einhverja spennu, en ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé nægjanleg til að hann opnist. Verð sennilega að taka hann úr til prófa hann (nú eða fá mér sveiflusjá). Djöfulls vesen er að vera á svona gömlum bíl. Ég held ég verði að fara að fá mér annan SAAB til að hafa til vara. Sjá svo bara til þess að mynnsta kosti annar þeirra sé alltaf í lagi. Það fer alltof mikill tími í eitthvað svona bilanastand, þegar ég gæti verið að MegaSquirtast. Jæja, ekki lagast SAABinn við það að maður kvarti og kveini á netinu. Farinn aftur í skúrinn.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Fann skemmtilegt myndband á Batman í kvöld. Ákvað að deila því með ykkur.

Freysi sendi mér svo link á Princess eftir Tray Parker og Matt Stone. Það voru bara tveir þættir búnir til, því miður, en þeir eru samt mikil snilld.

Að lokum, ein pæling. Ef búddamunkur tæki sig til hér á klakanum og tilkynnti að hann ætlaði að brenna sig til bana til að mótmæla t.d. þáttöku Íslendinga í einhverju stríðinu. Fjöldi fólks væri mættur, lögregla, slökkvilið, fréttamenn og allt hvað eina. Hann væri búinn að hella yfir sig bensíni og sestur í lotus stellinguna, en hætti svo við stæði upp og færi. Ætli fólkið á staðnum yrði fegið, eða yrði það frekar fyrir vonbrygðum?

þriðjudagur, mars 16, 2004

Kominn í gang :D Nóni og Óli komu með tímabyssu og góð ráð og hann hrökk í gang. Nú þarf ég bara að grafa upp hver kveikjutíminn á að vera svo ég geti stillt hann rétt í eitt skipti fyrir öll. Það er því farið að styttast all verulega í að ég byrji á MegaSquirtinu, mig vantar bara lofthitaskynjara (MAT), en Birkir getur reddað honum. Nú er því bara komið að mér að fara að útbúa gengjur fyrir MAT skynjaran og festinu fyrir TPS skynjaran, og þá er hægt að tengja. Allt að gerast.

Af mér er annars ekkert að frétta. Ég er enn ekki byrjaður að vinna. Heldur ekki búinn að gera upp við mig hvort ég eigi að fara til Pristina, Kabúl, eða bara vera á klakanum. Og því síður búinn að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Kanski maður ætti bara að reyna að finna sér konu og koma sér upp fjölskyldu til að sjá fyrir. Þá myndi ég neyðast til að vera í vinnunni og þar með losna við þessa erfiðu ákvarðanatöku.

mánudagur, mars 15, 2004

Þá er vélin loks komin aftur í SAABinn. Nú er bara að vona að hún verði til friðs.

Fór á Monster með Johnny og Tino. Góð mynd. Charlize Theron leiðir hana áfram með frábærum leik í aðalhlutverkinu. Annars var bíóið meira aukaatriði í þessum hitting okkar, því Tino var að tilkynna okkur nafnið á guðsyni okkar, Litla Tino. Ég ætla ekki að segja ykkur frá nafninu hér á blogginu strax. Ef þið eruð rosa forvitin, þá verðið þið bara að hafa samband við þau (þið geti reyndar líka kíkt í þjóðskrána, en þá væruð þið eiginlega að svindla). Ég get samt sagt ykkur að hann heitir mjög flottu nafni. Sjaldgæfu, en mjög flottu.

Nú verð ég að fara að sofa, þar sem Birkir ætlar að koma á Raminum í fyrramálið og skutla vélatjakknum með mér. Verð vakinn eftir rétt rúma 6 tíma. Góða nótt.

föstudagur, mars 12, 2004

Jæja, vélin komin úr og heddið af. Þurfti að vísu smá heilabrot til að ná einum heddboltanum, en hann skemmdist þegar við settum sama síðast. Með smá handlagni og 12mm topp tókst Birki að losa hann. Vorum orðnir soldið smeikir á tímabili, þegar ekki gekk að losa hann með rétta toppnum. Ef ekki hefði gengið að nota annan topp hefðum við verið í djúpum skít. Hann er svo djúpt oní heddinu að það hefði verið ómögulegt að koma nokkrum verkfærum að honum, og nánast verið útilokað að sjóða einhverja framlengingu á hann (þó svo það hefði sennilega verið það sem hefði næst verið reynt). Þetta gekk samt bara vel og ég er nokkuð sáttur við daginn. Í fyrramálið verður svo blokkin rifin af kassanum og sveifarásinn og stimplarnir sett yfir í hina blokkina ásamt nýjum stimpilhringjum og legum. Þá ætla ég líka að setja olíusíuna af 8 ventla bílnum á þá blokk. Þessi olíukælir (og meðfylgjandi slöngur) er alltaf fyrir mér og gerir hvort eð er lítið sem ekkert gagn, enda fullur af skít og drullu.

Þar sem Johnny er víst búinn að skrá mig í vísindaferð hjá sálfræðinemum klukkan 17:45 á morgun, geri ég ekki ráð fyrir því að ég nái að klára þetta fyrr en á laugardaginn. Það væri samt frábært ef mér tækist að koma vélinni í bílinn fyrir þann tíma, svo ég geti skilað gálganum (þ.e.a.s. ef Birkir getur aftur komið á Fólksvagninum og skutlað honum með mér. Ég lofa að muna eftir veskinu núna!). Jæja niður í geymslu aftur að klára að þurka upp kælivökvann og ganga frá fyrir nóttina.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Döfull er Natalie Portman foxy. Ætli hún kunni að skipta um stimpilhringi í SAAB?

Er annars búinn að losa allt frá vélinni. Á bara eftir að losa trissuhjólið og kúplinguna áður en ég kippi henni uppúr. Ef vel gengur ætti ég að ná að klára að taka allt í sundur í kvöld, og jafnvel byrja aðeins að setja saman. Farinn aftur í bílageymsluna.

Eins og alltaf þá kem ég mér aldrei af stað í verkin fyrr en miklu seinna en ég ætla mér (svo er ég reyndar líka yfirleitt lengur með þau en ég ætla mér, en það er önnur saga). Leigði vélatjakk í Byko í dag. Hann passaði ekki ofan í skottið á saabinum þannig að ég varð að fá Birki í lið með mér. Hann kom á station Golf fjölskyldunnar og skutlaði mér með tjakkin til Nóna, þar sem ég fékk átaksmæli/lykil lánaðan og svo út á nes. Í stað þess að fara svo beint í að rífa vélina úr fór ég í að skipta um dekk á Imprezunnni hennar ömmu. Þegar ég var búinn að því þurfti hún svo aðstoð í tölvunni. Allt orðið fullt af spyware drasli, auk þess sem XP var komið í einhverja vitleysu og Outlook var ekki eins og það átti að vera. Ég eyddi því einhverjum þrem tímum í að laga það. Var svo rétt kominn heim þegar Birkir og Kiddi mættu til mín með sjónvarpstæki sem ég er að fá lánað hjá systur Kidda. Eftir þetta kom svo Johnny að sækja mig, og ég fór með honum að draga bílinn hans á verkstæði. Kom svo heim um eitt leitið og fékk mér tvo bjóra áður en ég treysti mér niður í bílageymslu. Þá var klukkan hinsvegar orðin svo margt að ég nennti ekki að gera meira en að tappa af honum olíunni. Þetta var með öðrum orðum mjög aumur dagur í SAAB viðgerðum, en viðburðaríkur að öðru leiti.

mánudagur, mars 08, 2004

Merkilegt með þetta blogg. Eins mikið og mann langar til að skrifa um allt það sem maður er að hugsa og velta fyrir sér (engjast yfir?) þá bara getur maður það ekki. Það er orðið alltof persónulegt. Á fáránlega stuttum tíma er ótrúlegasta fólk farið að lesa bloggioð manns. Fólk sem er kanski bara kunningjar manns farnir að vita allt of mikið um mann. Það verður vandræðalegt að hitta fólk ef maður skrifar of mikið. Bæði fyrir mann sjálfan og eins fyrir kunningjana. Með öðrum orðum þá ætla ég að hætta að skrifa svona persónulegar pælingar eins og ég hef aðeins gert. Þær eru hvort eð er alltaf svo ritskoðaðar og mildaðar að þær verða aldrei nema lítill og óljós skuggi af því sem raunverulega gengur á í hausnum á manni. Stofna kanski bara annað blogg fyrir svoleiðis; og skrifa þá undir dulnefni og jafnvel bara á Esperanto þannig að þið getið örugglega ekki lesið það. Nema þið auðvitað lærið Esperanto (sem þið eigið auðvitað að gera). Héðan í frá verðið þið líklega bara að láta ykkur linda óljósar vísanir (og ykkar eigin getgátur) um mínar allra persónulegustu hugsanir. Enda koma þær flestum (ef ekki öllum) ykkar ekkert við.

Ég ætlaði að setja hérna link á myndir frá Pripyat sem var linkað á frá batman um daginn, en þá er bara búið að taka síðuna niður og manni sagt að koma aftur í maí. En ekki örvænta ég fann bara aðra myndasíðu fyrir ykkur í staðinn. Kanski ekki alveg eins flottar og hinar, en þær segja samt sína sögu.

Er búinn að vera latur í SAAB og MegaSquirt málum undanfarið. Bjó þó til kapalinn til að tengja MegaSquirtið við Relay spjaldið í dag. Ef að líkum lætur þá byrja ég svo á enn einni vélaupptektinni á morgun. Ætla að setja nýjar legur og stimpilhringi í hana og nota blokk sem ég lét hóna fyrir mig um daginn (tímdi ekki að kaupa mér hóner [kostar 16.000 kr. í Bófanausti], en þurfti svo að borga 9500 kr. fyrir þetta. Hefði betur keypt hónerinn og getað þá nýtt hann í seinni vélaupptektum). Langar ennþá að prófa að nota 8 ventla stimplana, en ætla að sitja á mér. Ætla að læra betur á MegaSquirtið áður en ég fer í svoleiðis æfintýri. Stærsta fyrirstaðn við vélaupptektina er aðstaðan, eða aðstöðuleysi öllu heldur. Verð sennilega að gera þetta í bílageymslunni þó það sé leiðinlegt. Vont að þurfa alltaf að ganga frá öllum verkfærunum eða skilja þau eftir og taka áhættuna á að þeim verði stolið. Það er nokkuð ljós að það verður bílskúr innifalinn í næstu húsnæðiskaupum mínum.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Fréttabréfið kom úr prentun í dag... eða bíddu þið vitið víst ekkert um hvað ég er að tala. Best að byrja á byrjuninni. Þar síðustu helgi eyddi ég í góðum félagsskap Sævars Helga við að setja saman fréttabréf fyrir Stjörnuskoðunarfélagið. Þetta tók (eins og alltaf reyndar) miklu meiri tíma en ég gerði ráð fyrir. Alveg ótrúleg vinna við uppsetningu og frágang á svona fréttabréfi. Útkoman varð reyndar mjög glæsileg, þó ég segi sjálfur frá; 16 síður og allt í lit. Ekki amalegt það. Birkir kom svo til mín núna áðan og hjálpaði mér að setja snepilinn í umslög (160 stykki), og eftir smá slagsmál við MS Word þá tókst mér að prenta límmiða með heimilsföngum félagsmanna. Fer svo með þetta í póst á morgun.

Eftir að hafa pælt meira í þessu með stimpla í túrbó vélina, þá held ég að ég þori ekki að setja 8 ventla stimplana í hana. Þó svo mig langi mjög mikið til þess. Ég bara nenni ekki að lenda í einhverju veseni (brotinn stimpill t.d.) þar sem þetta er nú eini SAABinn minn. Geri þetta bara seinna þegar ég hef annan til vara. Hefðbundnari leiðin verður því fyrir valinu. MegaSquirtið í, bústið upp þar til spíssarnir ráða ekki við meira, þá stærri spíssar og bústið aftur upp þar til bensíndælan ræður ekki við meira. Þá auka dælu og sterkari kúplingu, meira búst, og svo brotinn gírkassa og brotna öxla = mikið gaman :)

Ef mig langar þá að gera eitthvað meira óvenjulegt, þá er alltaf pæling að fá sér vatnsinnspítingu og annað MegaSquirt til að stýra henni. En það bíður betri tíma.

Fann svo þennan snilldar link á batman. Einhverjir snillingar búnir að taka Kings Quest 1 og 2 og gera VGA útgáfu af þeim, og gefa hann svo á netinu. Ég er í þessu líkar rosalega nostalgíukasti núna. Svo er Quest for Glory 2 á leiðinni. Þá veit maður hvað maður eyðir næstu kvöldum í :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?