<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Með grófri misbeitingu á aðstöðu minni sem starfsmaður Flugmálastjórnar tókst mér að fá starfsmenn vélaverkstæðisins til að sjóða fyrir mig ró á rörið milli millikælisins og soggreinarinnar. Ekki áttu þeir til ró af réttri stærð og boruðu því róna út og snittuðu upp á nýtt (og brutu einn bor í leiðinni). Lofthitaskynjarinn skrúfaðist svo þar í. En ekki var misnotkuninni lokið því ég arkaði með rörið beint inn á radíóverkstæði þar sem ég sníkti tengi sem ég gat notað upp á skynjaran, litla herpihólka utan um tengin og skermaðan vír til að tengja við hall skynjaran í kveikjunni. En eins og er koma ansi miklar truflanir þegar ég fer upp á snúning (sbr. aumingjalega tilraun mína til að skerma vírinn með álpappír á myndinni hér fyrir neðan). En hvað um það. Á morgun er svo planið að hella sér út í MegaSquirt tjúningar og er kvöldið í kvöld vonandi það síðasta sem ég keyri á LH tölvunni.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Komið þetta fína púst undir SAABinn. Hljóðið úr því er reyndar soldið undarlegt þar sem það eykst hægt og rólega og nær hámarki um 2000 snúning og dettur svo alveg niður í dauða þögn, ekki það að ég sé að kvarta. Nú er veghljóðið og söngurinn í 5 gírs legunni orðinn miklu háværari en hljóðið frá vélinni. Birkir droppaði svo inn á mig í kvöld og í sameiningu settum við súrefnisskynjaran í pústið, tengdum MegaSquirtið og settum í gang! Já, hann hrökk í gang í fyrstu tilraun. Kom verulega á óvart. Lausagangurinn var að vísu ekkert alltof góður, en þetta lofar góðu um framhaldið. Nú er bara að koma lofthitaskynjaranum í pípuna frá millikælinum (nenni ekki að setja hann í sogreinarnar, því þá þarf að taka þær af og skipta um pakkningu og eitthvað vesen), ætla að reyna að plata strákana á vélaverkstæðinu í vinnunni til að gera það fyrir mig.

Hér eru svo að lokum 3 myndir frá því í kvöld.


Hér er pústið frá túrbínunni. Á fyrsta hlutanum er stór bolti í þar sem nú er súrefnisskynjarinn, og ef þetta kemur vel út á skjánum hjá ykkur þá sjáið þið aðeins nær túrbínunni beint ofan á rörinu, er annar bolti, nokkru minni en súrefnisskynjaraboltinn, en hann er fyrir hitaskynjara. Siggi hjá BJB sem smíðaði pústið ákvað upp á eigin spítur að það gæti verið góð hugmynd að gera ráð fyrir honum. Fær hann rokk stig fyrir það.


Þetta er helvíti stórt að sjá svona frá hlið. Væri ekki slæmt að hafa Airflow kit til að fela það. Verst að það er ekki til neitt svoleiðis fyrir 4 dyra bílana.


Að lokum er hér svo mynd af MegaView-inu mínu, og fína bracketinu sem ég lét smíða fyrir mig í Akron. Eins og sjá má þá er þetta ekkert alltof flott svona glært, en það á vonandi eftir að skána þegar ég set filmuna á það.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Amen! Maddox er snillingur! (tvö upphrópunarmerki í röð, ekki veit það á gott. Farinn að verða einhver Se&Hör stíll yfir þessu hjá mér).

Búinn að kaupa lofthitaskynjara. Hann fékkst í Bílanausti eftir allt. Ég keypti Standard AX1 skynjara á 1065 kr., og steingleymdi (eins og svo oft áður) að ég er með aflsátt hjá þeim. Þeir áttu því miður ekki tengi á hann, þannig að ég verð eftir allt, samt að fara á partasölurnar og leita (hef slæma reynslu af því að skítmixa svona tengi). Tengið sem mig vantar er eins og það til vinstri á myndinni hér að neðan (ef ske kynni að þið ættuð eitt svona á lausu)


Eftir viku bið er loksins komið að áframhaldandi MegaSquirt æfintýrum. Ég fann öryggin sem mig vantaði á Essó, og hef keyrt bensíndæluna í gegnum MegaSquirtið síðan þá. Er líka búinn að koma MegaViewinu fyrir á plexígler plötu, sem ég lét skera fyrir í Akron, í útvarpsslottið. Það kemur ágætlega út þar. Ég ætla samt að prófa að líka svona glugga filmu yfir það til að dekkja þetta aðeins. Skjárinn er nefninlega alveg nógu bjartur til að þola það, og það er ekkert sérstaklega fallegt að horfa á vírana allt í kringum hann. Ég verð að fara að fá digitla myndavél aftur lánaða til að taka myndir af herlegheitunum. En svo ég komi mér nú aftur að því sem ég byrjaði á, þá er loksins eintthvað að fara að gerast aftur. Ég á pantaðan tíma hjá BJB núna klukkan 13 og ætla að fá þá til að smíða fyrir mig 7-8 cm (ca. 3") púst með gengjum fyrir súrefnisskynjara, og þá á ég ekkert eftir nema að redda lofthitaskynjaranum. Bílanaust átti þá ekki til, og ég er ekki tilbúinn að kaupa svoleiðis á 7000 kr. hjá Ingvari Helgasyni þannig að ég verð bara að ganga á partasölurnar þangað til ég finn svoleiðis, nú eða panta hann á netinu.

Nú, og svo fór ég á karate æfingu í gær, í fyrsta skipti í LANGAN tíma. Núna er ég líka að drepast úr harðsperrum, samt var þetta bara létt æfing. Þetta fylgir því bara að taka sér pásu. Ætti að hætta að fá svona slæmar harðsperrur eftir ca. 2 vikur... ef ég mæti reglulega.

Jæja, best að fara að hringja á partasölurnar. Tekst vonandi að finna skynjarann í dag þannig að ég geti notað kvöldið í starta á MegaSquirtinu.

sunnudagur, apríl 18, 2004

MegaSquirt! Búinn að vera massa duglegur í megasqurit prójectinu mínu. Búinn að tengja allt og vantar núna bara, lofthitaskynjara og nýtt pústkerfi til að setja súrefnisskynjarann í, og svo öryggi í relayspjaldið, en það er fyrir einhver asnaleg ammerísk öryggi. Ég á ábyggilega yfir 100 öryggi af bæði eldri og nýrri gerðinn, en svo þarf þetta að vera fyrir einhverja asnalega úsagerð. Jæja það skiptir ekki máli, þau fást víst á bensínstöðvum og því verð ég bara að redda mér lofthitaskynjaranum og skreppa svo í BJB og sjá hvort þeir geti ekki skellt saman einu pústi fyrir mig. Þá ætti þjöppubiðin líka að styttast aðeins (túrbó lag-ið að minnka, ef þið skilduð þetta ekki). Ég fæ þá bjb kallinn líka til að setja gengjur fyrir lofthitaskynjaran í pípuna frá intercoolernum.

Svo er ég líka kominn með laptop sem pabbi á, en hann átti líka straumbreyti sem breytir 12V DC yfir í 220V AC frá því að sumarbústaðurinn var með 12 volta rafmagni. Ég þarf því bara að tengja straumbreytinn í bílinn og svo straumbreytinn fyrir tölvuna þar við og þá er allt til í slaginn.

Alltaf gaman þegar vel gengur.

Á meðan að ég hef verið að þessu var Birkir með rauða túrbóinn sinn í stæðinu við hliðina (sem stendur ennþá autt) og reif allt mælaborðið úr honum og skipti um miðstöðvarmótor og lagaði leka frá hitaelementinu, en hann var víst farinn að blotna í fæturna við að keyra hann. Auk þess liðkaði hann allt vacuum kerfið sem stýrir blæstrinum frá miðstöðinni, en það var orðið stirt eftir margra ára notkunarleysi.

Þetta er í stuttu máli búin að vera mjög öflug SAAB helgi hjá okkur félugunum, og sér ekki fyrir endan á henni því planið er að halda áfram á morgun.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

My Inner Hero - Wizard!



I'm a Wizard!


There are many types of magic, but all require a sharp mind and a cool head. There is no puzzle I can't solve, no problem I can't think my way out of. When you feel confused or uncertain, you can always rely on me to untangle the knots and put everything back in order for you.



How about you? Click here to find your own inner hero.

Jahá, þá veit maður það.

Meiri næturvaktir. Meiri hræðilega vond tónlist. Merkilegt hvað tónlist getur farið í taugarnar á manni. Ég verð alveg skapvondur af að hlusta á þetta. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég tók með mér geislaspilara á vaktina :) Er núna að hlutsa á Dark side of the moon eftir (á maður að segja eftir eða með?) Pink Floyd. Mér fannst hún reyndar ekkert sérstök fyrst þegar ég fór að hlusta á hana, en djöfull er ég farinn að fíla hana núna. Algjört meistaraverk sko. Frábær tónlist og snilldar textar. Meira að segja svo mikil snilld að ég ætla að leifa einum að fljóta með hérna:

Time
Ticking away the moments that make up a dull day
You fritter and waste the hours in an offhand way.
Kicking around on a piece of ground in your home town
Waiting for someone or something to show you the way.

Tired of lying in the sunshine staying home to watch the rain.
You are young and life is long and there is time to kill today.
And then one day you find ten years have got behind you.
No one told you when to run, you missed the starting gun.

So you run and you run to catch up with the sun but it's sinking
Racing around to come up behind you again.
The sun is the same in a relative way but you're older,
Shorter of breath and one day closer to death.

Every year is getting shorter never seem to find the time.
Plans that either come to naught or half a page of scribbled lines
Hanging on in quiet desperation is the English way
The time is gone, the song is over,
Thought I'd something more to say.


Annars er ég búinn að vera að spá í að kaupa mér annan SAAB. Til viðbótar við hinn að sjálfsögðu. En eins og með allt annað þá er ég alveg hræðilegur þegar kemur að því að taka ákvarðanir, jafnvel svona smáar og ómerkilgar. Ég get ekki bara ákveðið að kaupa helvítis bílinn eða ekki. Heldur þarf ég að velta fyrir mér öllum mögulegum og ómögulegum hlutum tengdum því og réttlæta þetta fyrir mér alveg í botn. SAABinn sem um er að ræða er SAAB Sonett. Mig er búið að langa í svona bíl frá því að ég fyrst uppgötvaði tilvist þeirra fyrir nokkrum árum, og alveg sérstaklega frá því að það var farið að auglýsa þennan til sölu, en þetta er eina eintakið á landinu.

En hversvegna langar mig í hann? Til hvers vantar mig hann? Hvað ætla ég að gera við hann? Jú ég get notað hann þegar hinn er í stærri viðgerðum (tvisvar það sem af er þessu ári, fyrst skipt um hedd og svo legur og stimpilhringi). Og svo get ég ... uh ... keyrt hann, og hérna ... uhmmm ... keyrt hann meira. Svo nottla bráð vantar mig eitthvað meira til að eyða peningunum í. Hinn er engan veginn nógu dýr í rekstri. *hóst hóst* Nei ég get víst ekki neitað því að eina ástæðan fyrir því að mig langar í hann er til að monta mig af honum. Skrautfjöður í hattinn. Til að reyna að fá aðdáun og virðingu. *æl*

Svo pælir maður líka í því hvað væri hægt að gera annað við peningana. Hvað væri til dæms hægt að bjarga mörgum frá hungursneyð og dauða? Hvað væri hægt að kaupa alnæmislyf handa mörgum munaðarlausum HIV smituðum börnum í Afríku? Hvort myndi gera mig hamingjusamari að kaupa bílinn eða gera eitthvað af þessu? Hvort myndi gera heiminum meira gagn? Skiptir það yfir höfðu einhverju máli?

Ég held að svörin við öllum þessum spurningum séu nokkuð augljós. En eins og stundum þegar maður er fastur í einhverjum svona pælingum þá sér maður hlutina allt í einu frá allt öðru sjónarhorni. Svona pælingar gera manni ekkert gott nema maður hafi manndóm í sér til að breyta eftir þeim niðurstöðum sem maður kemst að. Sama hvað þær stangist á við viðtekin viðhorf og almenningsálit. Maður verður bara þunglyndur á því. Ég hef með öðrum orðum ekki manndóm í mér til að gera svoleiðis. Er svoddan gunga.

Það eru því tveir möguleikar eftir. Að eiga bara peningana (eða réttara sagt að skulda aðeins minna), og að kaupa bílinn. Ef ég kaupi hann ekki, þá mun ég þurfa að nota minna af laununum mínum í að borga vexti, og get því eytt aðeins meiru í SAABinn minn og annan óþarfa. Ef ég kaupi hann þá fæ ég jákvæðu styrkingarnar mínar sem mig langar svo í (og eins og halelújafólkið þá leið ég hjá mér öll mótmæli og góð rök fyrir því að ég hefði ekki átt að kaupa hann, enda væru þau of sein). Svo viku síðar, þegar allir væru búnir að sjá bílinn og fá einn rúnt um hverfið og hrósa bílnum (eða skammast), þá sæti ég eftir með tvo bíla til að reka.

And all you touch and all you see
Is all your life will ever be.


Ég held ég geri tilboð í hann á morgun. Þið hafið til hádegis (15.04) til að koma með góð rök með eða á móti.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Hef ekkert nennt að blogga undanfarið. Hef bara ekkert langað til þess. Helgarfríið sem ég nefndi í síðasta bloggi varð ekkert frí. Eyddi allri helginni í að hreinsa til á tölvunni hjá frændfólki mínu. Ég held ég hafi aldrei séð tölvu jafn illa haldna af spy- og adware drasli og þessa, og svo var vírus á henni í þokkabót. Það var ekki til að auðvelda verkið að hún er með Windows ME, og fraus því af minnsta tilefni.

Svanur kíkti líka til mín um helgina, og lánaði mér fullt af manga. Ég er ekki enn byrjaður á því, en þar sem ég er búinn að horfa á alla Scrubs þættina sem ég er kominn með, þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég byrji á þeim.

Á þriðjudagskvöldið hitti ég svo nokkra félaga í Auxroro. Við vorum að byrja brainstorming vinnu fyrir nýja heimasíðu fyrir félagið. Skemmtilegir karlar. Ég fékk svipaða tilfinningu fyrir að vinna með þeim og þegar ég vann á Veðurstofunni. Gott fólk. Góð tilfinning.

Á miðvikudaginn var svo brunað austur í sumarbústað í smá páskafrí, en þar sem SAABinn er eiginlega ekki nema einsmanns bíll þessa dagana (vírar út um allt, og góður hluti af innréttingunni framan úr bílnum er í aftursætinu) þá fékk ég Imprezuna hennar ömmu lánaða. Imprezan er svo sem ágætis bíll, en djöfull er hún máttlaus samanborið við SAABinn. Svo eyðir hún líka alltof miklu á langkeyrslu. Ég fór með 10l/100km á leiðinni austur, og það var í stífum meðvindi. Ég keyrði reyndar soldið hratt, en samt meiri eyðsla heldur en ég hefði viljað sjá.

Kom svo í bæinn í gær og er svo á næturvöktum um helgina. Skrapp til JohnnyG áðan í kaffi. Við horfðum á Akira. Hún var zúr (já með zetu, hún var það súr). Minnti mig á 2001 að því leiti. Langur illskyljanlegur kafli í lokinn sem maður botnar hvorki upp né niður í. Vona að hún sé ekki dæmigerð fyrir Manga myndir, því ef svo er þá á ég ekki eftir að nenna að horfa á mikið af því.

föstudagur, apríl 02, 2004

Ahhhhh! Helgarfrí. :)

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Chernobyl myndirnar sem ég sagði ykkur frá um daginn, en var búið að taka niður, eru aftur komnar á netið. Tékkið á þeim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?