<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 26, 2004

Ég var byrjaður að skrifa pistil um atburði síðustu helgar, en svo fraus Opera (jafnvel bestu vafrar frjósa þegar þeir eru keyrðir í Windows umhverfi) og át pistilinn minn þannig að þið verðið að sætta ykkur við stutta samantekt í staðinn:

Föstudagur; æfði karate og horfði á snilldarmyndina Mullholland Dr. (í þriðja eða fjórða skipti)
Laugardagur; vaknaði snemma og þvoðið fjórar fullar þvottavélar og staujaði alltof margar skyrtur. Keypti mér Meade 8" LX10 stjörnusjónauka. Hitti Birki og Grétar um kvöldið og við skelltum okkur á Airwaves. Nánar tiltekið á Þjóleikhúskellaran. Horfðum og hlýddum þar á Tristian (sem voru góðir), Touch (sem voru arfa slakir) og Frogsplanet (sem voru góð). Á heildina litið, fínasta kvöld.
Sunnudagur; vaknaði aftur snemma og þvoði þrjár vélar í viðbót (enda rek ég mjög stórt eins manns heimili). Brenndi svo Smáralindina til að kaupa mér tannhlíf (góm), brunaði svo aftur heim, en náið samt að hitta Tomma í leiðinni og draga hann með mér heim. Sauð góminn og brenndi mig þegar ég mótaði hann að tönnunnum. Brunaði svo aftur í smárann, en í þetta skiptið í íþróttahúsið í smáranum og keppti þar í kata og kumite á fyrra bikarmóti vetrarins. Árangurinni var misjafn, en er samt alveg sáttur þar sem ég hafði fyrst og fremst hugsað þetta sem æfingu fyrir íslandsmeistaramótið í kumite 6. nóvember. Horfði svo á Live and let Die á Skjá Einum um kvöldið. Djöfull er það léleg mynd, tvímæla laust versta Bond myndin sem ég hef séð (reyndar orðið langt síðan ég hef séð þær flestar, en hvað um það).

þriðjudagur, október 19, 2004

Hafandi fylgst með Birki sjóða hverja bótina á fætur annari í SAABinn sinn, ákvað ég að ég að ég gæti ekki látið það spyrjast út að ég væri minni maður en hann (enda gamli góði GLE orðinn nánast jafn ryðgaður og túrbóinn hans Birkis). Ég skellti mér því á málmsuðunámskeið í Vélskólanum. Þetta eru þrjú þriggja tíma kvöld, frá 19 til 22. Fyrsta kvöldið var í gærkvöldi og svo er aftur á morgun og fimmtudaginn. Verðið er 14800 kr. sem er ekki svo slæmt. 5000 kall á kvöld, og efni innifalið í því.

Prófaði pinna, MAG og TIG suðu í gærkvöldi auk þess að logskera. Ætla svo að prófa að logsjóða og tigga í ál á morgun, og ef tími gefst að æfa mig aðeins meira með MAG suðunni. Langar að ná smá tökum á MAG suðunni, því hana á maður sennilega lang mest eftir að nota á Saabana. Svo væri reyndar gaman að verða sæmilega fær í að TIG sjóða í ál. Smíða endatanka á millikæla og svoleiðis ;)

Heilsaði aðeins upp á Silju og Myrkva í gær áður en ég fór að sjóða. Myrkvi er farinn að hluapa um og orðinn al gangandi, en hann var rétt að rembast við að taka fyrstu sporinn þegar ég sá hann síðast.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?