<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 28, 2005

Jæja börnin góð. Nú eru páskarnir búnir og voru þeir bara töluvert góðir. Ég tók mér frí þá daga í síðustu viku sem ekki eru lögbundnir frídagar og fékk því tíu daga samfellt frí. Þetta er einmitt lengsta frí sem ég hef farið í frá því að ég byrjaði aftur að vinna eftir síðustu tilraun mína til að setjast á skólabekk.

Fyrrihluti vikunnar fór í SAAB viðgerðir og bætingar. Á fimmtudaginn brunaði ég svo austur í bústað á mínum eðal 9000 SAAB. Var þetta hin mesta afslöppunarferð. Drukkuð öl og viskí og borðaður eðal matur. Að venju voru að sjálfsögðu borðuð páskaegg. Eins og venja er fylgir eggjum þessum málsháttur, og fékk ég tvo slíka þessa páskana. "Oft er stór kólfur í lítilli klukku" ég hef ekki enn komist að niðurstöðu um það hvort þetta sé jákvæður eða neikvæður málsháttur. Eru bjöllur betri ef það er stór kólfur í þeim? Hinn er þó augljóslega neikvæður: "Sér eignar smali fé þó engan eigi sauðinn". Það skiptir svo sem engu máli hvort þeir eru jákvæðir eða neikvæðir, enda er svona páksaeggjamálsháttum ekki beint sérstakelga að viðtakandunm (væri ekki gott fyrir þá sem fá t.d. "Oft er flagð undir fögru skinni").

Svona í lokin, í tilefni páskanna, þá er hér eitt svona internet próf sem ég tók áðan. Stal þessu frá henni Ósk.

You scored as atheism. You are... an atheist, though you probably already knew this. Also, you probably have several people praying daily for your soul.

Instead of simply being "nonreligious," atheists strongly believe in the lack of existence of a higher being, or God.

atheism

100%

Buddhism

79%

agnosticism

58%

Paganism

46%

Christianity

33%

Satanism

33%

Judaism

21%

Islam

17%

Hinduism

0%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

fimmtudagur, mars 24, 2005

Eftir ævintýralega kvöldstund eru komnar 16" felgur og Yokohama S306 dekk undir 9000 Saabinn. Ég byrjaði á að laga bremsurnar hægrameginn að framan, en þær gengu ekki alminnilega til baka og vildu liggja utan í disknum (með tilheyrandi bensíneyðslu og leiðindum). Það kom fljótlega í ljós að hosan hafði losnað frá með þeim afleiðingum að stimpilinn var orðinn ryðgaður og gat því ekki auðveldlega gengið til baka inn í sílinderinn. Ég reif þetta allt í sundur, enda er það lítið verk á þessum bremsum. Þegar svo kom að því að pússa ryðið af stimplinum þá tókst ekki betur til en svo að ég braut stimpilinn með þjösnaganginum í mér (ég hélt að það væri nú sterkara í þessu en svo að þetta þyldi ekki að það væri hert aðeins að þessu í skrúfstykki). Eftir smá bölv og ragn var stokkið út í Tanngnjóst til að bruna eftir nýjum bremsum (en ég vissa af tilvist þeirra í vogi nokkrum suður af Reykjavík). Stakk lyklinum í svissinn og snéri... hann í sundur! ARRRRRGGGHH! Þegar hér var komið sögu var orðið nokkuð ljóst að einhver var að reyna að bregða fæti fyrir mig og þar með koma í veg fyrir þessa bremsuviðgerð mína. En Saabmenn láta ekki hæðast að sér. Birkir sem sat mér við hlið reif upp Saab lyklana sína, stakk í kveikjulásinn og startaði Saabinum eins og ekkert væri. Það var því brunað af stað í Kópavoginn en þegar við vorum rétt komnir fram hjá Háskólanum ákvað hægri rúðuþurkan að yfirgefa samkvæmið. Reyndar tóks henni ekki alveg að losna af arminum, en því sem næst og hékk hún öll skökk og skæld utan á bílnum. Þessu var þó, líkt og með lykilinn, fljót kippt í lag og urðu ekki frekari skakkaföll við þessi bremsuskipti. (Og Nóni, meðan ég man, þá skulda ég þér eitt stykki bremsur (að framan) í 9000 Túrbó).

Felgurnar fékk ég í Nesdekk (ásamt dekkjunum) og var sá sem seldi mér þær búinn að þrífa þær og sjæna svona líka rosa vel. Saabinn er núna alveg skuggalega flottur. Ég á sjálfsagt eftir að þurfa að berja frá mér aðdáendurna þegar ég fer út að keyra í björtu, og er það ekkert nema jákvætt. :)



Þetta eru svo felgurnar, þær eru 16*6,5" og fara þessum bíl alveg sérstaklega vel. Vonandi mun ég svo einhverntíman á næstu árum/áratugum, koma mér upp server svo ég geti sínt ykkur þær undir bílnum. Þangað til verðið þið bara að láta ykkur nægja myndir sem ég finn á netinu.

sunnudagur, mars 06, 2005

Ég fór og viktaði 900 Saabinn (sem nú hefur hlotið nafnið Tanngnjóstr) í gær. Birkir bennti mér á vog sem er að finna rétt sunnan við munan að Hvalfjarðargöngunum, þar sem hver sem vill getur vegið bílinn sinn, nú að hvað annað manni dettur svo sem í hug að vega (vigta sko, ekki drepa). Reyndist Saabinn vera 1280 kg. (með u.þ.b. 10-20 kg. af drasli í skottinu sem má draga frá). Einnig var ekki nema um þriðjungur eftir af bensíni á tankinum þannig að þar mætti bæta við 40 kg. til að fá út þyngd með bensíni, eða draga 20 frá til að fá þyngd án bensíns.

Hér eru svo niðurstöðurnar fyrir hvert hjól fyrir sig:

Vinstra framhjól:  380 kg.
Hægra framhjól:    360 kg.
Vinstra afturhjól: 270 kg.
Hægra afturhjól:   270 kg.


þetta gefur okkur þyndardreifingu 42,2% að aftan á móti 57,8% að framan.

Einnig er athyglisvert að hægra framdekkið ber 20 kg. minni þyngd en það vinstra. Þetta kanna að vera af því að ég er búinn að flytja rafgeyminn í skottið á bílnum. En ef sú skýring dugir þá vaknar sú spurning afhverju hægra afturdekkið ber ekki meiri þyngd en það vinstra (rafgeymirinn var rétt framan við hægra framdekkið, en er núna nánast beint yfir hægra afturdekkinu).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?