<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 17, 2005

Jaeja kominn timi a frettir fra Svithjod. Hjer er (eins og vid var ad buast) allt fullt af sööbum. Jeg eyddi fyrstu dögunum i Malmö hja Johanni freanda. Tok hlutnum bara rolega, drakk bjor, spiladi poker og almenn afslöppun. Tjekkadi lika a Köbenhavn einn daginn og hitti Nikka og Elle, asamt Karol fraenku og Helga fraenda theirra. Forum öll ut ad borda a veitingastadnum Rizraz. Get jeg eindregid maelt med hladbordinu theirra, og thad thratt fyrir ad their selji ekkert kjöt (eda fisk). Er nuna kominn til Trollhättan a saabfestivalid, og thad er skemst fra thvi ad segja ad hjer er allt fullt af sööbum af öllum staerdum og gerdum (meira ad segja saab flugvjelar sem fljuga yfir med reglulegu millibili). Partasalan hja SDCC er gedveiki. Skemma a staerd vid IKEA full af saab pörtum. Bara gaman ad thvi. A morgun er that svo Saab kappakstur a Kinnekulle brautinni. og margt fleira. Fyrstu myndirnar koma a siduna mina a morgun ef timi gefst thannig ad fylgist med. Med kvedju fra Trollhättan.

föstudagur, júní 10, 2005

Jæja, kominn tími á smá fréttir. Lagðist í skíta pest í alla síðustu viku, er eiginlega ekki enn búinn að berja hana alminnilega úr mér. Lét það þó ekki stöðva mig í að setja persónulegt met á kvartmíluæfingu á fimtudaginn fyrir vikur. Fór þá á 15,051 sekúndu á 92,59 mílum/klst (148,98 km/klst). Nokkuð gott það. Ég byrjaði kvöldið á að taka smotterí af V-power bensíni (eingöngu vegna þess að það er ekki hægt að kaupa 100 oktana í sjálfsala (dælunni er læst á kvöldin svo fólk eyðleggi ekki súrefnisskynjarana og hvarfakútana á bílunum sínum með blýbensíninu). Þegar á brautina var komið var svo smá hækkað í bústinu eftir hverja ferð þar til hámarkinu var náð (síðasta ferð áður en ég fór að heyra bank). Ég var að vísu pínu svektur að ná ekki niður í 14 sekúndurnar, en á það bara inni þegar ég kem til baka úr fríinu. Fór svo í sveitina um helgina í afslöppun (lesist partý og fyllerí fram á morgun). Þessi fjögura daga vinnuvika hefur svo farið í hektíska vinnu törn til að vinna upp alla lausu endana fyrir sumarfríið, en veikindi mín í vikunni á undan settu verulega strik í reikninginn og hef ég verið á haus síðustu daga. Vil ég kenna þessari ofsa vinnu minni um að heilsunni hefur aftur verið að hraka. Er ég að vonast til þess að þessi risastóri Camus snafs sem ég er að sötra á drepi allan skít í líkama mínum og ég verði hress sem aldrei fyrr þegar ég vakna í fyrramálið. Nú ef ekki þá líður mér allavegana betur í augnablikinu:)

Ég ætla að skilja serverinn minn eftir í gangi á meðan ég verð úti og mun Johnny sjá um viðhald á meðan ef þess gerist þörf (ásamt því að vökva plönturnar mínar). Þá get ég sent inn myndir á meðan ég er úti og leift ykkur að njóta þess sem fyrir augu ber, ef þið eruð heppin er aldrei að vita nema ein og ein myndi laumist inn af einhverju öðru en Sööbum. Og ef þið eruð þæg og góð er aldrei að vita nema þið sjáið strumpunum bregða fyrir!

Jæja, þrettán tímar og tuttugu mínútur í flugtak. Best að klára að taka sig til og reyna svo að sofa eitthvað smá í hausinn á sér.

ps. tékkið á linknum sem ég var að bæta við. Þessum á PostSecret. Fann þetta hjá henni Urði fyrir nokkrum vikum síðan, átti alltaf eftir að deila þessu með ykkur. Finnst þetta alveg frábært project. Aldrei að vita nema maður sendi einhverntíman inn eitthvað sem enginn má vita, en væri samt svo gott að koma frá sér.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?