<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 29, 2005

Svona í tilefni af síðasta bloggi:



Fleiri nörda teiknimyndir á hackles.org

mánudagur, desember 26, 2005

Óskaplega þarf allt að vera erfitt á linux... *andvarp*. Er að reyna að setja inn support fyrir raw myndirnar úr myndavélinni minni í GIMP myndvinnsluforritið og það er bara hægara sagt en gert. Ég er eiginlega búinn að komast að því að það er ekki fyrir venjulegt fólk að reyna að læra alminnilega á linux á eigin spítur. Það er bara alltof erfitt. Í það minnsta fyrir mig. Ég held ég þurfi að ræna einhverjum af kerfisdeildinni í vinnunni og láta hann kenna mér alminnilega á þetta í eitt skipti fyrir öll.

Jæja, þangað til verð ég þá bara að láta mér windows nægja til að vinna myndirnar. Ekkert vesen að installa hubúnaði þar.

Það stefnir annars allt í góðan saab rúnt á laugardaginn þannig að nú er bara að reyna að standa við stóru orðin og koma 99unni í gagnið. Á eftir að græja í hana öxla, en það gæti orðið eitthvað púsluspil þar sem ég er með 99 gírkassan bremsur af +85 eða +86 módel 90 saab. Við sjáum til hvort ég get ekki smíðað eitthvað úr öllu því öxla fargani sem ég á í geimslunni.

Já og meðan ég man, gleðileg jól öll sömul. Vona að þið hafið haft það jafn gott og ég yfir hátíðirnar, því ég hafði það sko ekki slæmt.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Hver kemur með á rúntinn?

þriðjudagur, desember 13, 2005

Skýrr reyndist vera sökudólgurinn. Þeir loka fyrir alla inbound traffic á tengingum eins og ég er með. Ástæðan er "af því að þetta eru svo hraðar tengingar"! Helvítis væl og aumingjaskapur í þeim. Ef að þeir ætla sér að selja mér 30Mb/s tengingu þá áskil ég mér þann rétt að maxa út tenginguna allan sólarhringinn. Ef þeir treysta sér ekki í svoleiðis viðskipti þá eiga þeir að snúa sér að einhverju öðru. Það er allavegana það sem ég ætla að gera. Ég hringdi í Hive eftir að hafa talað við Skýrr og þeir voru ekki með neitt diss og bögg. Ekkert blokkað og allt í góðum fíling. Ætla að byrja með 10Mb/s tengingu og sjá hvort það nægi mér ekki (ef ekki þá stækka ég í 20Mb/s. Ég læt sko ekki bjóða mér svona rugl.

Þetta þíðir að vísu að það verður sennilega sambandslaust við serverinn minn fram yfir áramót, en þá gæti ég tengst Hive og fengið nýja fasta ip-tölu. Þá ætla ég líka að kaupa mér lén svo þið getið hætt að reyna að muna einhverja leiðinlega talna runu sem er hvort eð er alltaf að breytast.

Þá er bara eftir að velja lénið. Allar tillögur eru vel þegnar. Helst vil ég nota .net endinguna, en aðrar almennar endingar koma líka alveg til greina (.is gengur ekki af því að það er ógeðslega dýrt).

sunnudagur, desember 11, 2005

Það er einhverra hluta vegna ekki hægt að opna galleryið mitt utan við netið hér heima. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að laga þetta hef ég ákveðið að sofa á þessu og athuga þetta betur í fyrramálið (þ.e. hringja í Skýrr og sjá hvort þeir beri ábyrgð á þessu). Þangað til verðið þið að sætta ykkur við engar myndir og ömurlegheit. Góðar stundir.


þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég er búinn að henda fyrstu myndunum úr nýju myndavélinni upp á myndasíðurnar. Ég hef ekki haft nein tíma til að vinna þær neitt ennþá, hef eiginlega ekki gert neitt annað en að vinna undanfarnar vikur, en það lítur út fyrir að þessi törn smá saman fjari út fram að jólum. Það eru því ágætis líkur á því að ég geti tekið mér frí milli jóla og nýárs eins og ég hef haft fyrir venju síðustu ár (enda annað varla hægt þegar flestir vinir manns eru í fríi á þessum tíma.

Myndirnar sem eru komnar er hægt að sjá hér en ég á eftir að fara betur í gegnum þær og henda einhverju út og eflaust prófa að vinna einhverja þeirra í GIMP eða Photoshop. Þetta eru sem sagt mest myndir sem ég tók til að læra á vélina, en ekki myndir sem ég vandaði mig sérstaklega við að taka.

Þetta er einna skemmtilegasta myndin, ég ætlaði að prófa að taka mynd af hádegissólinni þegar þessi Cessna birtist allt í einu á stuttri lokastefnu. Það var sem sagt fyrir algjör heppni að ég náði henni svona skemmtilega beint fyrir neðan sólina.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?