<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 25, 2006

Haldiði ekki að ein af grunnnemunum okkar frá í vetur hafi ekki bara unnið Ungfrú Ísland í kvöld. Það sem ég held að Albanirnir verði upprifnir af þessu. Í tilefni af því þá fáið þið hérna alveg æðislega hallærislega mynd af henni, tekinni í Þórsmörk í vetur ;) Þið getið séð fleiri myndir úr ferðinn með því að smella á þessa (engar almennilegar af Sif samt).



En svona að öllu gamni slepptu, þá er hún glæsileg stúlka og vel að þessu komin. Til hamingju Sif.

(Verst samt, að hún skildi vera send til Keflavíkur í réttindanám)

mánudagur, maí 22, 2006

Ég er búinn að finna bíl sem mig langar að kaupa og það er ekki SAAB!

Tékkið á Jeremy að próf'ann: Ariel Atom.

Það rennur í hann við tilhugsunina að keyra í þessu tryllitæki. Ég svitna eins og barnaperri í bangsabúning.

föstudagur, maí 19, 2006

Ég freystaðist til að henda inn bloggkerfi á vetur.net. Það var bara svo auðvelt að ég gat ekki beðið með það :). Þið getið kíkt á þetta hér: http://vetur.net/Tiny, athugið að Tiny á verður að vera með stóru T-i eins og er, en ég ætla að breyta því fljótlega. Þetta er á prufu basis ennþá þannig að það má búast við einhverjum breytingum á þessu.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja, þá er maður búinn að bæta við einu nýju landi á listann. Það er svo sem ekki mikil breyting á litnum á kortinu, en þó einhver. Svo er nú líka heilmikið eftir af árinu, þannig að það er vel hægt að bæta við einu í viðbót!



create your own visited country map
or check our Venice travel guide


Spurning um að skella sér t.d á Ólafsvöku í Færeyjum. Svo er möguleiki að maður endi í Afganistan, þó mér finnist nú líkurnar á því minnka með hverjum deginum. Það yrði líka fyrsta landið í Asíu sem ég kæmi til.

Spurning hvaða land/lönd maður tekur 2007, en stefnan er sett á hópferð með stjörnuskoðurum til Norður Grænlands 2008 til að sjá sólmyrkvann sem verður þar.

Annars var Írland fínt. Frábær bjór og æðislegar reyklausar krár. Fallegt landslag og mikil gróðursæld ásamt ágætu veðri. Maður biður ekki um neitt meira. Myndir koma síðar (ef mér tekst þá einhverntíman að koma helvítis galleríinu í lag).

Er annars kominn með þá flugu í höfuðið að flytja bloggið yfir á vetur.net, en ég held samt að ég ætli að koma galleríinu í lag fyrst. Það er óþolandi að geta ekki hennt myndum þar inn á þægilegan máta.

miðvikudagur, maí 10, 2006


mánudagur, maí 08, 2006

Eftir ítrekaðar tilraunir hef ég gefist upp á að reyna að bjarga gögnunum af gamla server disknum. Það er samt ekki ástæða til að örvænta alveg strax, ég vil nefninlega leggja áherslu á ég í síðustu málsgrein. Ég hef gefist upp á að reyna, og því reif ég diskinn úr vélinni og ætla að reyna að plata einhvern af linux sérfræðingum Flugmálastjórnar eða Flugkerfa til að líta á hann. Ég hef bara ekki nógu góða þekkingu á stýrikerfinu ennþá til að treysta mér í frekari tilraunir. Er samt búinn að prófa alveg helling, en nú er mál að linni. Það er ekki nema takmarkað hvað maður nennir að hafa sama vandamálið hangandi yfir sér lengi.

Annað í fréttum er það að ég keypti mér linsur á föstudaginn. Ákvað að það væri kominn tími til að gefa þeim séns aftur, en ég prófaði svoleiðis í fyrsta og síðasta skipti fyrir 6 árum síðan. Það gengur reyndar ekkert sérstaklega vel að hjá mér. Þetta er ósköp svipað og síðast, en ég ætla að þrauka lengur og sjá hvort augun venjist þessu ekki á endanum. Það er aldrei að vita.

Vandamálið lýsir sér á þann hátt að ég finn mjög mikið fyrir linsunum. Fyrst eftir að ég set þær í mig (það er í raun það eina sem gengur vel hjá mér, að seta linsurnar í og taka þær úr) finst mér eins og ég sé með augnhár eða einhvern aðskotahlut í auganu með tilheyrandi táraflóði og óþægindum. Eftir það svíður mig í augun kanski 5-10 mínútur. Enginn sítrónusafi-í-augað sviði, meira svona búinn-að-sitja-fyrir-framan-tölvuskjá-í-20-tíma-án-þess-að-standa-upp sviði. Kanski soldið meiri en það fyrst, en svo smá saman hverfur hann. Eftir það koma óþægindin og fara, og eru þá yfirleitt á þann hátt að ég finn fyrir einhverjum aðskotahlut í augnum. Ég lít meira eða minna út eins ég sé ný búinn að vera grenja þegar ég er með þær. Stundum er þetta líka þannig að mig klæjar óstjórnleg í augun. Langar mest að glenna upp augnokin með annarihendinni og klóra mér í auganu. Væri passlegt að stoppa þegar ég er búinn að vinna mig hálfa leiðina í gegn.

En þetta er nóg af væli.

Þrír dagar í Írlandsför. Hægir hendin, bragðlaukarnir, lifrin og nýrun eru öll í ströngum æfingabúðum. Fyrirvarinn er stuttur, en allt stefnir samt í að ég verði í góðu formi.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Var að bóka ferð til Írlands fyrir mig og Freysa Ætlum að heimasækja Johnny, drekka Guinness og skandalisera eins og fullum Íslendingum einum er lagið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?