<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 24, 2006

Í tilefni sólstöðunnar um daginn þá tók ég nokkrar sólseturs myndir.


fimmtudagur, júní 22, 2006

Mamma og pabbi eyddu síðustu viku í Vín hjá Helga Hrafni og Marlene. Ég flutti því inn til Unnar systur á meðan, enda ekki hægt að skilja hana eftir eina. Eiturlyfjaneytendurnir, vinir hennar, væru vísir með að taka húsið yfir. Það hefði bara endað í vitleysu.

Það besta við það er samt að m&p eiga bílskúr, eða nei, það er það næstbesta. Það besta er heiti potturinn í garðinum. Mmmmm, heitur pottur og bjór eftir langan dag í skúrnum, að er sko ekki slæmt! Ég notaði sem sagt tækifærið og flutti CD-inn inn í skúrinni og reif undan honum púst, túrbínu og pústgreinar, (sem og hálfa vélina til að komast alminnilega að þessu öllu saman). Setti svo T3 túrbínuna úr Tanngnjóstri í bílinn í staðin fyrir T25 krílið sem var þar fyrir (ásamt viðeigandi pústgrein auðvitað). Skutlaði bílnum svo til Einars pústgerðamanns, og lét hann búa til ógurlega flott 3" púst undir SAABinn. Skemmst er frá því að segja að pústið er virkilega vel heppnað. Þrír hljóðkútar og því ekki of hávært, en lætur samt alveg vita af sér þeagr maður stígur hraustlega á inngjöfina. Hið besta mál, og get ég því hiklaust mælt með Einar ef þið æltið að láta skella klóaksrörum undir SAABana ykkar.

Pústið og bínan voru svo reynd á kvartmílubrautinni í gærkvöldi, en þá var í tilefni sólstöðunnar (já, nú er daginn farið að stytta aftur) blásið til keppni. Fyrstu tvö rönnin voru ekki nógu góð, og skrifast sennilega á það að base bústið er stillt of lágt á túrbínunni. Verð að athuga hvar það er við fyrsta tækifæri. Það var því ekki um annað að ræða, en að fá búst kontrólerinn lánaðan hjá Birki. Honu var skellt vippað í á auga bragði, enda víla SAAB menn ekki fyrir sér að hjálpa félögunum að komast hraðar. Eftir þetta fóru hlutirnir að gerast og skemmst er frá því að segja að ég vann 14,90 flokkinn eftir æsispennandi keppni við ógurlegan dísil skjóna. Besti tíminn var 14,792 á 93,5 mílum. Ég ætla svo að tjúna inn base bústið (þó það sé hundleiðinlegt að komast að waste gateinu) við fyrsta tækifæri og sjá hvort hann vilji ekki keyra hraðar á APC tölvunni þegar ég er búinn að því. Ætla annars að hringja í Speedparts á morgun og sjá hvort þeir vilja ekki selja mér tölvukubba á góðum prís. Ef ekki þá er það bara MegaSquirt.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Ég var orðinn leiður á að hafa myndina svona skakka, þannig að ég lagaði hana.


þriðjudagur, júní 13, 2006

Fór í hellaferð á sunnudaginn ásamt hópi góðra manna. Lögðum upp með stór plön um að skoða allavegana þrjá hella, en sökum þreitu og almenns aumingjaskapar létum við Litla-Björn nægja. Fórum í staðin í heitan læk sem rennur á Hellisheiðinni, rétt norðan við vegin áður stuttu áður en farið er niður Kambana. Það var mjög ljúft að komast í hann eftir átökin í hellinum, og langa leit að læknum, en það var svarta þoka og því vandratað nema með hjálp tækninnar. Verst að GPS tækið gerði sér enga grein fyrir því að bein lína að læknum var alls ekki sú besta. Þurftum því að ganga niður í, og aftur upp nokkur gil í leit að niðurgöngu í dal þann sem lækurinn rennur um. Eins og í fyrri ferðinni þá smellti ég af nokkrum neðanjarðarmyndum. Er aðeins byrjaður að vinna þær, og eins og í síðast þá eru þær æði misjafnar að gæðum. Þó eru nokkrar sem brúkhæfar og munu þær byrtast á vetri innan tíðar. Hér er sú fyrsta, og sennilega sú besta af þeim öllum.

SjáMyndFyrirOfan

Grílukertin í hellinum voru nærri því jafn mikil og síðast. Kom það okkur mikið á óvart, enda komið langt fram í júní.

sunnudagur, júní 04, 2006

Fyrst það er nú farið að reka á eftir manni: Myndir frá Írlandi. Ég er samt ekkert búinn að vinna myndirnar eða henda út mishepnuðum eða óspennandi myndum. Myndirnar eru því á bilinu 2-3MB á stæð. Að auki er ég ekkert búinn að ritskoða myndirnar þannig að þið verðið að vera búinn undir vafasamar myndir. Fyrsta mappan er samt bara frá flugvellinum og fluginu til Stansted (var að prófa vélina soldið), þannig að ég mæli með því að þið byrjið á 166canon möppunni
Freysi mongó

This page is powered by Blogger. Isn't yours?