<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 28, 2006

Gleðileg jól öll sömul. Það var fyrir áætlanir mínar til annars, þá varð lítið úr jólafríi þetta árið. Þetta skrifast alfarið á deilu flugumferðarstjóra og Flugstoða og fyrri ég mig því allri ábyrgð. Hvað um það. Ég hef haft það gott um jólin. Fékk fullt af gjöfum og er búinn að belgja mig út af rjúpum, hangikjöti, kalkún og laufabrauði, jólaöli, konfekti og smákökum. Ég hef því ekki yfir neinu að kvarta... nema kanski því að planaðar hellaferið um jólin verða mun færri en ætlað var.

Skellti mér samt í eina stutta í kvöld með Einari frænda. Fórum upp í heiðmörk og skriðum í hellunum þar. Það var fínt. Kippti myndavélinni með, en sökum veðurs og aðstæðna þá varð minna um myndatökur en ég ætlað. Við tókum samt nokkrar myndir og afraksturinn er að finna hér: http://vetur.net/gallery2/v/Tiny/utivist/heidmork.


miðvikudagur, desember 13, 2006

Gimp-ið vinnur bara glettilega vel á Kosovo reyknum!



Vann þessa mynd er soldið meira heldur en hinar til að fá soldið krassandi mun fram. Hefði ekki unnið hana svona mikið ef ég hefði ætlað að láta hana standa eina og sér. Þetta sýnir samt vel hvað er hægt að gera með smá myndvinnslu. Ég eyddi ekki meiru en 10 mínútum í að gera þessa mynd, og þá er meðtalinn tíminn sem fór í að skeyta saman unnu myndinni og þeirri sem kom úr vélinni. Allir að ná sér í Gimp og fara að fikta í levels (undir tools>color tools)!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Djöfull er gaman að vera búinn að koma myndagallerýinu í lag. Ég var alveg orðinn í spreng að fara að koma inn fleiri myndum. Var að henda inn tveimur albúmum núna. Þetta er bara forsmekkurinn af því sem koma skal! Mörg gígabæt af myndum sem ég þarf að koma inn á síðuna. Tékkið á hellaferðinni í Gjábakkahelli og fjallgöngunni á Hvalfell.





miðvikudagur, desember 06, 2006

Þetta er ekki fallegt. En svona getur víst gerst ef maður keppir í kvartmílu.


mánudagur, desember 04, 2006

Allt að gerast á vetur.net. Myndagallerýið er komið í gagnið og nú getið þið loggað ykkur inn með gamla notendanafninu og lykilorðinu. Ef þið munið hvorugt, sendið mér þá email, eða kommentið hér að neðan og ég redda því.

Gallerýið er að finna á http://vetur.net/gallery2 sem stendur, en ég ætla að breyta því í vetur.net/gallery við fyrsta tækifæri. Hendi inn pósti hingað um leið og ég er búinn að því, svo enginn lendi í vandræðum.

Er líka búinn að setja upp Joomla! á forsíðuna, og ætla aðeins að sjá hvað ég get gert með því.

Ĝis la.

sunnudagur, desember 03, 2006

Ég er að undirbúa að skipta um stýrikerfi á servernum mínum, og því verða myndagallerýin og flestar skrár óaðgengilegar næstu daga. Vetur.net dettur einnig út á meðan að á uppsetningunni stendur. Ef allt gengur vel ætti þetta ekki að taka nema nokkra klukkutíma, en það er best að gera ráð fyrir nokkrum dögum í svona vesen.

Þegar þessu verður svo lokið þá ætti allt að verða betra. Hægt að uploada myndum á myndagallerýin og jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?